Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2021
24.2.2021 | 16:23
Ofbeldisfræðslan !
Það er undarlegt hvað fólk virðist hissa á birtingarmynd aukins ofbeldis í samfélaginu eins og á málum er haldið. Allan ársins hring, fulla 365 daga á ári, er ofbeldismyndum og sambærilegum þáttum dælt út í gegnum fjölmiðlana og efnið verður stöðugt óþverralegra og andstyggilegra !
Flestir svokallaðir rithöfundar Íslands skrifa nú um morð það er það eina sem virðist gefa peninga í bókmenntabransanum. En menningarlegar bókmenntir, þær eru varla til lengur, enda gefa þær víst ekkert af sér !
Það gerir hinsvegar sýnt og ritað ofbeldi. Það er ekki til sú aðferð í illri meðferð á mannslíkama sem hefur ekki verið margsýnd og kynnt á sjónvarpsskjánum til margra ára og svo eru menn hissa á þeim áhrifum sem af því leiða, sívaxandi fíkn til að sjá og upplifa glæpaefni. Ég held bara að þetta geti gert fólk blóðþyrst því innrætingin er svo svakaleg !
Ekki er síður ástæða til að hugleiða sérstaklega það ofbeldi sem iðulega er viðhaft í allskyns sóðamyndum gagnvart konum og kvenlíkamanum almennt. Það er talað um aukningu á heimilisofbeldi og hvaðan skyldu fyrirmyndirnar hafðar ? Þær eru fyrir augunum á fólki á hverju einasta kvöldi, þar sem er verið að berja fólk sundur og saman, ekki síst konur, líklega í þágu hins menningarlega frelsis sem býður þannig upp á stanslaust soraefni án þess að menn virðist átta sig á afleiðingunum !
Og hvað með börnin, unglingana ? Er ekki ljóst að enn sem fyrr er vandamálið þar ekki unglingavandamál heldur foreldravandamál ? Það er verið að ala upp fólk til vaxtar og viðgangs á kolröngu efni. Það er verið að ávaxta glæpahneigð í samfélaginu með takmarkalausu ofbeldisefni !
Og svo er talað um barnavernd, siðfræði, kærleiksboðun og fleira, en það hefur ekkert vægi gegn ofbeldisflóðinu sem gegnsýrir allt og fullorðið fólk liggur yfir löngum stundum. Það virðist eina afþreyingin sem varið er í nú á þessum yfirlýstu hámenningartímum !
Hvar og hvernig endar svona ofbeldis ,,menning ? Hún getur ekki leitt af sér neitt gott. Á hún að vera sáningin fyrir framtíð barnanna okkar ?
20.2.2021 | 10:35
Bragur um fyrsta árgang lýðveldisbarna Íslands !
Mágur minn Gunnar Ingvi Hrólfsson, bílasmiður með meiru, er mikill vinur minn og maður með stórt hjarta. Hann er fæddur árið 1944, sem er ekki lítið ár í þjóðarsögunni. Eitt sinn er við vinirnir vorum sem oftar að krunka saman, fór hann þess á leit við mig að ég gerði brag um árganginn hans. Ætli þetta hafi ekki verið 2014 þegar hópurinn fagnaði vissum merkisáfanga í lífssögu sinni. Bragurinn var auðvitað ortur og er hér birtur viðkomandi vini mínum og mági og aldurshópi hans og árgangi til heiðurs.
Frumortur bragur til fyrstu
lýðveldisbarna Íslands
Fyrir hópinn fróðleiksþyrsta
fram skal þylja kvæðalag,
- árganginn sem fann sitt fyrsta
fjör við nýjan þjóðarbrag ;
- árganginn sem fyrstur fæddist
frjáls að öllu í lífsins vor,
lýðveldis er geislinn glæddist
gegnum tekin sólarspor !
Þá var yfir lýði og landi
ljómi er breytti allra hag.
Þá var vakinn Íslands andi
upp við fullan sigurbrag.
Enginn sér gegn öðrum hreykti,
allir gerðu heilbrigð skil.
Þjóðleg hugsun þorið kveikti,
- þá var gott að vera til !
Íslensk dáð í okkar hugum
óx ei fram í neinni smæð.
Við sem þá til ferlis flugum
fengum vorið beint í æð.
Andi sem til góðs er gerður
geymir kosti tryggðabands.
Okkar hópur er og verður
einstakur í sögu lands !
Göngum síst um götur þverar,
greiðum för á sóknarleið.
Komum fram sem kyndilberar,
krafti fyllum lífsins meið.
Lýðveldis við eldinn eigum,
afl sem styrkir þjóðarbú.
Hefjum öll með anda fleygum
Íslands merki í sigurtrú !
Verjum allt sem ljósin lætur
lifa skær í hverri byggð.
Búi holl við hjartarætur
heiðri bundin þjóðartryggð.
Svo af leiðum víki vandi,
velferð signi dagleg kjör,
kristin þjóð í kristnu landi
kunni sig á lífsins för !
Guð vors lands sem lífið veitir
leiði okkur hvert og eitt,
svo að straumar hjartaheitir
haldist við og dofni ei neitt.
Megi kærleikssólar sviðin
sálum okkar tryggja vörn,
því við erum lífs og liðin
lýðveldisins fyrstu börn !
Árgangurinn okkar góði
aldrei hviki af réttri leið.
Hann á reynslu í sínum sjóði
sem er á við höfin breið.
Andi sem til góðs er gerður
geymir kosti tryggðabands.
Okkar hópur er og verður
einstakur í sögu lands !
(Ort fyrir Gunnar Ingva Hrólfsson og árganginn ´44 )
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook
17.2.2021 | 17:16
Nokkur orð um viðbrögð við lýðræði !
Aldrei hef ég verið hrifinn af prófkjörum þar sem samherjum er att saman í slag sem oft getur orðið býsna óskemmtilegur. Að samstilla lið eftir slík innanflokksvíg er ekki auðvelt verkefni. Fyrri aðferð að uppstillingarnefnd sé kosin og niðurstaða hennar svo borin undir atkvæði er þá að mínu mati skömminni skárri !
En athyglisvert er hvað framboðsaðilar eiga oft í báðum tilfellum erfitt með að sætta sig við niðurstöður mála !
Hvernig á lýðræðið annars að virka ? Verða þeir sem í framboði eru ekki að sætta sig við úrslit þó þau fari ekki að væntingum ? Sumir og jafnvel flestir þykjast náttúrulega hafa unnið svo vel að þeir eigi ekki skilið lakt gengi, en það er bara ekki þeirra að dæma um það. Fái þeir ekki sæti það sem þeir stefndu að, verða þeir annaðhvort að una skertum hlut eða draga sig í hlé !
Ekki virðast konur eiga betra með að sætta sig við slakt gengi í þessum efnum en karlar. En lýðræðið verður samt að hafa sinn framgang hvort sem kynið er, nema að því komi að einhver kynjalög verði samþykkt fyrir því gagnstæða. Slíkt gæti hugsanlega átt sér stað eins og tímarnir eru orðnir !
Það virðist nokkuð algengt að fólk sem situr á þingi í nokkur ár safni í sig sjálfumgleði og hroka við vistina. Það virðist í mörgum tilvikum falla í þá gryfju að fara að tala niður til fólks. Og svo þegar það fær skell í prófkjöri eða uppstillingu, sem tekur væntanlega mið af því að fólki líkar ekki lengur eins vel við það og áður, fer það í fýlu og virðist ekki geta tekið þeim dómi !
En er sú breytni ekki einmitt talandi vottur þess að það höndlar ekki lengur sína lýðræðisgefnu stöðu með réttu hugarfari. Það er réttur kjósenda að velja sína fulltrúa og ef einhver framboðsaðili hefur komið sér út úr húsi hjá kjósendum sínum með breytni sinni og framkomu, verður sá hinn sami að sætta sig við þá niðurstöðu.
Valdið er og á að vera hjá fólkinu !
2.2.2021 | 13:37
Frá uppreisn til uppgjafar
Þú vilt ekki láta í lífinu kúgast
en langt er í björgunar sigrandi mið.
Því allt sem af gæðunum drekkur sem drjúgast
er djöfullegt blóðsugu yfirgangslið.
Svo hatrið fer geisandi um hjartað sem eldur,
þú horfir á mannlífið beiskur og sár.
Og þjáningin tökum um huga þinn heldur
og herðir þau stöðugt við vaxandi fár.
Þá logar í sál þinni uppreisn gegn öllu
er ekkert þér mætir sem gengur í hag.
Þitt líf er þá útlegð með Eyvindi og Höllu
og ævin á fjöllum hvern líðandi dag.
Þá langar þig mest til að berja í bræði
og birta það mönnum hvar ölið sé keypt.
Þú bölvar þá öllu og brýst um í æði
svo blóð þitt það tryllist og sýður af heift.
En sársauki býr þar í sveiflunum öllum
og sífellt í huga þér löngunin býr,
að komast til byggða því kalt er á fjöllum
og kostur sá þungur að lifa sem dýr.
Og þreytan fer á þig að herja og hrista
það hugrekki úr þér sem gefið þér var.
Þú kveinar þó fyrst yfir kjarkinum missta
en kallar svo feginn á miðlunarsvar.
Og þannig fer síðan að uppgjafar óskar
þinn andi og meðtekur skilyrðahaft.
Og rífur úr mold sinni ræturnar þrjóskar
og reynir ei lengur að vera með kjaft.
Þá hundflatur leggstu með lafandi tungu
og lepur upp hrákann sem kúgarinn spýr,
- sá djöfull sem kynnir þér klafana þungu
með kerfislegt umboð í ranglætis gír.
Með slíðraðan brandinn og sljóvgaðar eggjar
þá sleppir þú öllu sem frelsinu ber.
Og sýpur af bölmóði drungans þær dreggjar
sem drepa að síðustu manninn í þér !
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 24
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 593
- Frá upphafi: 365491
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 506
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)