Leita í fréttum mbl.is

Bragur um fyrsta árgang lýđveldisbarna Íslands !

 

Mágur minn Gunnar Ingvi Hrólfsson, bílasmiđur međ meiru, er mikill vinur minn og mađur međ stórt hjarta. Hann er fćddur áriđ 1944, sem er ekki lítiđ ár í ţjóđarsögunni. Eitt sinn er viđ vinirnir vorum sem oftar ađ krunka saman, fór hann ţess á leit viđ mig ađ ég gerđi brag um árganginn hans. Ćtli ţetta hafi ekki veriđ 2014 ţegar hópurinn fagnađi vissum merkisáfanga í lífssögu sinni. Bragurinn var auđvitađ ortur og er hér birtur viđkomandi vini mínum og mági og aldurshópi hans og árgangi til heiđurs.

 

Frumortur bragur til fyrstu

lýđveldisbarna Íslands

 

Fyrir hópinn fróđleiksţyrsta

fram skal ţylja kvćđalag,

- árganginn sem fann sitt fyrsta

fjör viđ nýjan ţjóđarbrag ;

- árganginn sem fyrstur fćddist

frjáls ađ öllu í lífsins vor,

lýđveldis er geislinn glćddist

gegnum tekin sólarspor !

 

Ţá var yfir lýđi og landi

ljómi er breytti allra hag.

Ţá var vakinn Íslands andi

upp viđ fullan sigurbrag.

Enginn sér gegn öđrum hreykti,

allir gerđu heilbrigđ skil.

Ţjóđleg hugsun ţoriđ kveikti,

- ţá var gott ađ vera til !

 

Íslensk dáđ í okkar hugum

óx ei fram í neinni smćđ.

Viđ sem ţá til ferlis flugum

fengum voriđ beint í ćđ.

Andi sem til góđs er gerđur

geymir kosti tryggđabands.

Okkar hópur er og verđur

einstakur í sögu lands !

 

Göngum síst um götur ţverar,

greiđum för á sóknarleiđ.

Komum fram sem kyndilberar,

krafti fyllum lífsins meiđ.

Lýđveldis viđ eldinn eigum,

afl sem styrkir ţjóđarbú.

Hefjum öll međ anda fleygum

Íslands merki í sigurtrú !

 

Verjum allt sem ljósin lćtur

lifa skćr í hverri byggđ.

Búi holl viđ hjartarćtur

heiđri bundin ţjóđartryggđ.

Svo af leiđum víki vandi,

velferđ signi dagleg kjör,

kristin ţjóđ í kristnu landi

kunni sig á lífsins för !

 

Guđ vors lands sem lífiđ veitir

leiđi okkur hvert og eitt,

svo ađ straumar hjartaheitir

haldist viđ og dofni ei neitt.

Megi kćrleikssólar sviđin

sálum okkar tryggja vörn,

ţví viđ erum lífs og liđin

lýđveldisins fyrstu börn !

 

Árgangurinn okkar góđi

aldrei hviki af réttri leiđ.

Hann á reynslu í sínum sjóđi

sem er á viđ höfin breiđ.

Andi sem til góđs er gerđur

geymir kosti tryggđabands.

Okkar hópur er og verđur

einstakur í sögu lands !

 

(Ort fyrir Gunnar Ingva Hrólfsson og árganginn ´44 )

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 1235
  • Frá upphafi: 317429

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 939
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband