Leita í fréttum mbl.is

Líf okkar er kvikmynd

Viđ sem lifum leikum auđvitađ öll okkar hlutverk á heildarfilmu allífsins, en öll eigum viđ ţar líka okkar eigin kvikmynd. Fyrir okkur mannfólkinu er líf hvers og eins okkar nefnilega kvikmyndin okkar, hreyfimyndin okkar, vettvangur afreka okkar og ósigra.

Viđ erum ađ sjálfsögđu í stjörnuhlutverkinu í okkar kvikmynd, en engin kvikmynd er samt mikils virđi án ţeirra sem leika ţar stuđningshlutverkin. Fjölskyldan okkar, vinir okkar og hiđ ómissandi hjálparliđ í kringum okkur, ţađ frábćra liđ gerir kvikmyndina okkar oftast ađ einhverju ţví sem lifandi er í og horfandi er á.

Öll ţurfum viđ okkar " supporting actors " , ţví viđ megnum ekki ađ skapa heila lífskvikmynd ein og sér. Kvikmynd sem snýst alfariđ um sjálf einnar mannveru getur tćpast búiđ yfir ţeim kjarna, ţeirri upplifun sem getur gagnast okkur og samtíđ okkur og orđiđ til ađ bćta og blessa líf okkar og heildartilveruna um leiđ.

Viđ ţurfum ţví ađ gera okkur grein fyrir ţví ađ eitt ţađ mikilvćgasta fyrir okkur í lífinu er ađ skilja vćgi annarra og áhrif samferđarmannanna á líf okkar og meta ţađ sem skyldi. Ţađ er ekki víst ađ viđ náum ađ skilja ţađ nógu snemma og ţađ er alltaf dapurlegt mál ef viđ erum ađ glíma viđ ţađ í lok myndar sem viđ hefđum átt ađ međtaka og skilja miklu fyrr.

Flest höfum viđ orđiđ ađ ganga í gegnum ţađ ađ missa einhvern úr myndinni okkar sem aldrei fékk virkilega ađ njóta sín eđa heyra lof sitt af okkar munni.

Viđ erum oft svo upptekin af hlutverkinu okkar ađ viđ komum ţví ekki í verk ađ taka utan um stuđningsleikarann okkar sem reyndist okkur svo vel.

En allt í einu er hann horfinn frá okkur og myndin okkar búin ađ missa hluta af ađdráttarafli sínu í okkar eigin augum. Allt í einu er kominn svartur rammi ţar sem áđur var bjartur baugur elsku og yndis.

Kvikmyndirnar okkar ganga hreint ekki bara út á ţađ hver leikur stjörnu-hlutverkiđ. Hver lífskvikmynd er í raun samfélagslegt verkefni sem verđur ţeim mun áhugaverđara og meira gefandi sem heildar-samleikurinn er betri.

Besta myndin er sú mynd ţar sem hver leikari skilar sínu međ heiđri og sóma og tillitssemi og traust ríkir í öllum samskiptum. Viljum viđ ekki öll hafa myndina okkar ţannig ?

Ţađ er góđ lífskvikmynd ţar sem enginn er drepinn, allir vinna ađ góđum hlutum og standa sig ţannig ađ heimurinn okkar verđur betri fyrir vikiđ.

Tökum utan um samleikarana okkar, stuđningsliđiđ okkar, og verum ekki feimin viđ ađ segja hvađ tilvist ţeirra er gefandi og hvađ hún hefur mikiđ ađ segja fyrir okkur. Ţađ er engin skömm fólgin í ţví ađ sýna ađ mađur hefur tilfinningar.

Ţví ţađ er eitt sem viđ verđum alltaf ađ hafa í huga. Viđ vitum aldrei nákvćmlega hvenćr einhver kveđur tjaldiđ í myndinni okkar eđa yfir höfuđ hvenćr myndinni okkar lýkur. Sú stund getur runniđ upp hvenćr sem er.

Látum ţví kćrleiksverkin okkar ekki bíđa til nćsta dags og tjáum vinum okkar og vandamönnum ţakklćti okkar NÚNA !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 1179
  • Frá upphafi: 316778

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband