Leita í fréttum mbl.is

Hugleiđingar um hryggileg mál

Mál Ólafs Skúlasonar hafa sannarlega reynst ţjóđkirkjunni erfiđ og einkum ţó kannski vegna ţess hvađ forsvarsmenn hennar hafa tekiđ klaufalega á ţví.

Ef ákveđinn kjarkur hefđi veriđ fyrir hendi hjá ţeim strax er ásakanir komu fram á hendur Ólafi biskupi og vilji til heilsteyptrar eftirfylgdar viđ sannleikann, vćri stađa mála trúlega allt önnur í dag. Ásakanir ţessar voru svo alvarlegar ađ menn hefđu strax átt ađ skilja ađ ţarna ţurfti ađ fá mál á hreint og ţađ sem fyrst.

Ţađ er samt sem áđur athyglisvert ađ fylgjast međ ţví hvađ sumir fjölmiđlar hafa velt sér upp úr ţessu máli og stundum mćtti halda ađ einhverjir ţar vćru beinlínis á bónusgreiđslum varđandi ţađ eitt ađ koma höggi á kirkjuna.

Ţađ er eins og sú stađreynd ađ kynferđis-afbrotamađur hafi komist til ćđstu metorđa innan ţjóđkirkjunnar, hafi orđiđ sumum fyrst og fremst hvalreki til árása á kirkjuna og geta menn hugleitt hverskonar hvatir liggja ţar ađ baki.

Ţađ er ađ sjálfsögđu alltaf möguleiki á ţví ađ andlega sjúkir menn geti hreiđrađ um sig í valdakerfum hér og ţar og ekkert sem segir ađ slíkt geti ekki átt sér stađ í kirkju. Ólafur Skúlason mun hafa veriđ sjúkur mađur af ţessu tagi og hefđi ţurft ađ leita sér hjálpar fyrir löngu. En hann var ekki tilbúinn ađ fara ţá leiđ og viđurkenna ađ hann hefđi hneigđir sem leiddu hann afvega.

Í stađ ţess stóđ hann fast á ţví ađ veriđ vćri ađ ofsćkja hann og margir virđast hafa viljađ trúa ţví í lengstu lög ađ hann vćri saklaus. Ólafur var líka mörgum ţeim kostum búinn sem gerđu ţađ mjög erfitt ađ hćgt vćri ađ afhjúpa hann. Hann var slyngur málafylgjumađur, hafđi mikiđ áhrifavald og kunni til fulls ađ nýta sér ţađ, fćddur leikari og átti yfirleitt sviđiđ ţar sem hann lék.

Ţađ er greinilegt ađ stađa hans innan kirkjunnar hefur veriđ mjög sterk og jafnframt hefur hann notiđ mikils álits í hinu opinbera valdakerfi ríkisins.

Viđ skulum ekki gleyma ţví ađ hann var fjórum sinnum sćmdur Fálkaorđunni og heiđrađur međ ýmsu móti lengi vel. Menn gátu ekki ímyndađ sér ađ hann vćri annađ en hann gaf sig út fyrir ađ vera, enda mun gerviđ nánast hafa veriđ fullkomiđ.

Í Ólafi Skúlasyni hafa ţví vafalítiđ búiđ tveir menn og annar ţeirra ađ minnsta kosti líklega viljađ vita sem minnst af hinum.

Ţađ er hreint ekki svo lítiđ sem má lćra af ţessu máli og í stađ ţess ađ ţvćla um einhverjar " góđar minningar " ćtti núverandi biskup ađ taka af skariđ og vinna ađ málinu innan kirkjunnar undir leiđarorđinu - aldrei aftur !

Kirkjan ţarf nú sem aldrei fyrr á öruggri stjórnarhönd ađ halda og ţó ađ enginn efist um ađ Karl biskup sé góđmenni má hvorki hann né kirkjan viđ ţví ađ gunguskapur ráđi för í ţessu máli.

Kirkjan ţarf skörung í forsvar međ skýran hug, mann sem leiđir kirkjuna međ augun á hreinni sýn henni til handa. En er einhver slíkur mađur til innan presta-stéttarinnar, ţađ er kannski spurning dagsins ?

Konur ţćr sem hafa veriđ ţolendur í málum ţessum sem kennd eru viđ Ólaf Skúlason, eiga alla samúđ skiliđ og einkum ber ađ virđa hugprýđi og sálarstyrk Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur, sem aldrei lét bugast ţó mikiđ vćri á hana lagt.

Megi ţetta mál verđa ţjóđinni áminning um ţađ, ađ sérhver manneskja er einstök og dýrmćt og á skiliđ ađ fá hlustun og vernd yfirvalda ţegar nauđsyn krefur. Ţjóđin öll ţarf ţess líka međ ađ sameinast undir leiđarorđinu - aldrei aftur !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 365493

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband