Leita í fréttum mbl.is

Um svikrćđi og sérţarfir

Ţar sem ég hef hér á undan ritađ pistil um lýđrćđi og ţjóđarţarfir, ćtti ég kannski ađ fara nokkrum orđum um ţađ sem kalla mćtti svikrćđi og sérţarfir.

Ađ sjálfsögđu er ţar um málefni ađ rćđa sem rísa í gegn ţeim hugtökum sem ég fjallađi um í fyrri pistli. Svikrćđi er alltaf eitthvađ sem stríđir gegn almannaheill ekki síđur en sérţarfir. Allt sem er svikult og blekkingum háđ er andstćtt heilbrigđum ţjóđfélagsgildum og löghlýđin yfirvöld eiga ađ vernda ţegnana fyrir svikrćđi og sérţörfum. En ţegar yfirvöldin bregđast ţeirri frumskyldu sinni og standa sjálf fyrir svikráđum sérţarfanna er vođinn vís.

Ţađ leiđir til trúnađarbrests milli almennings og yfirvalda og allt traust hverfur á undraskömmum tíma út í veđur og vind. Ţađ er aldrei góđ tilfinning ađ finna sig svikinn og ţegar sá svíkur sem síst skyldi verđur beiskjan skiljanlega mikil. Íslensk yfirvöld hafa glatađ almenningstrausti fyrir ađ bregđast skyldum sínum  viđ ţjóđarheill og eru ekki ađ endurheimta ţađ.

Og vegna hvers skyldi ţađ vera ?

Vegna ţess ađ ţau halda áfram ađ skeina óhreina rassa í stađ ţess ađ huga ađ almannaheill. Ađ koma til móts viđ sérţarfa-mafíuna virđist yfirvöldum miklu hugstćđara mál en ađ hjálpa almenningi upp úr svikagryfjunni sem ţau leyfđu ađ grafin vćri til ránskapar á borgurum ţessa lands.

Og ţessi yfirvöld eru ađ setja sig upp á móti ţví ađ Hell's Angels komi hér, sem er reyndar slćmt mál í sjálfu sér, en nokkuđ lengi ţyrftu ţeir djöflar, ađ mínu mati, ađ starfa hér áđur en ţeir nćđu ţví ađ rćna svo miklu af fólki ađ ţađ jafnađist á viđ ţađ sem bankar og yfirvöld hafa gert.

Ţađ skyldi ţó aldrei vera óttinn viđ slíka samkeppni sem gerir yfirvöld svona skilvirk og vakandi gegn hingađkomu Hell´s Angels ?

Nú eru haldin málţing um gagnrýna hugsun af hálfu ýmissa menntamannahópa en hvar var ţessi gagnrýna hugsun ţegar Mammon óđ á skítugum skónum yfir íslenska samfélagiđ og tók yfirvöld og leiđandi klíkur í ţjónustu sína og jafnvel marga sem nú tala fjálglega um gagnrýna hugsun ?

Ţađ eru margir á flótta frá fyrri ferli í dag, allt frá forsetanum og niđur úr !

Og í alvöru talađ er kýrljóst ađ íslenska ríkiskerfiđ er verulega illa sýkt af svikráđahyggju sérţarfanna og íslenska réttarkerfiđ er heldur ekki á góđum vegi statt og nýtur lítillar tiltrúar almennings. Ađ vantreysta yfirvöldum er ţví fullkomlega eđlileg afstađa af hálfu íslenskra borgara.

Traust er eins og eik í skógi. Traustiđ vex og dafnar viđ samskipti sem byggjast á heilindum. Eikin vex hćgt en örugglega fái hún friđ til ţess. Ef eikin er hinsvegar höggvin rís hún ekki svo auđveldlega upp af rótum sínum á ný. Ef traustiđ er eyđilagt má mikiđ gerast til ađ ţađ vinnist aftur.

Ţjónustumenn ríkis og réttarkerfis eru oft svo hrokafullir í samskiptum viđ almenna borgara, ađ ljótar sögur af slíku ganga fjöllum hćrra á milli manna.

Ţađ sýnist t.d. ekki vera borin mikil virđing í ţessu ţjóđfélagi fyrir lögfrćđingum og oftar virđist litiđ svo á ađ ţeir séu fólki miklu frekar til bölvunar en gagns. Almenningsálitiđ telur ţađ fullvíst ađ siđfrćđileg viđmiđ séu ekki hátt metin innan ţeirrar stéttar.

Ţađ er ađ sjálfsögđu slćmt ţví auđvitađ ćttu lögmenn ađ njóta virđingar sem gćslumenn laga og réttar, ef allt vćri eins og ţađ ćtti ađ vera. Lögfrćđingar hafa hinsvegar veriđ mjög áberandi í nánast öllum málum sem tengst hafa hruninu og sennilega hefur engin stétt boriđ jafn mikiđ úr býtum fjárhagslega viđ allar ţćr hörmungar sem yfir ţjóđina hafa duniđ á síđustu árum. Ekki er hćgt ađ fjalla um eitt eđa neitt án ţess ađ " njóta ráđlegginga " löglćrđra manna og stimpil ţeirra ţarf nánast á öll skjöl. Engir virđast fitna meira en lögfrćđingar á öllu hrunsbölinu og ţađ er ţví ekki hćgt ađ búast viđ ţví ađ almenningur hrífist af ţeim sem virđast ţrífast best á ţví sem veldur ógćfu og böli međal fólks.

Viđ ţurfum á öllum sviđum leiđandi fólk sem stjórnast af ţjóđlegri sýn, viđ ţurfum fólk í forustu sem vill duga sínu samfélagi, fólk sem er heiđarlegt og réttsýnt. Viđ ţurfum sem sagt fólk sem er ekki eins og fólkiđ sem lćtur fara vel um sig í kerfinu í dag á kostnađ samborgara sinna og heldur samt ađ ţađ haldi ţjóđfélaginu uppi. Ţađ fólk er háđ duttlungum sérgćskunnar og verđur aldrei frambćrilegt sem fulltrúar almannaheilla.

Ţađ ţarf ađ ryksuga ríkiskerfiđ og hreinsa ţađ af óvćrunni sem hlađist hefur ţar upp á liđnum árum. Ţađ ţarf ađ fá lifandi fólk til starfa ţar, fólk sem dregur andann í vinnunni og hefur opin augu fyrir samfélagi sínu og vill ţjóđ sinni vel.

Ef ţađ reynist ekki hćgt vegna ţess ađ spilling sé orđin svo víđtćk hér, gćtum viđ reynt ađ fá nokkur hundruđ Fćreyinga til Íslands og gera ţá ađ ríkisstarfsmönnum hér.

Ţá ţyrfti ekki ađ óttast svikrćđi og sérţarfir.

Hollusta Fćreyinga gagnvart íslenskum ţjóđarhagsmunum er nefnilega hafin yfir allan efa !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 45
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 851
  • Frá upphafi: 356696

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 661
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband