6.8.2011 | 17:19
Slysaöldurnar í samfélaginu
Það er með ólíkindum hvernig slys eiga sér stundum stað. Það virðist oft eins og fari þá í gang ferli margra undarlegra tilviljana sem verða til þess að einhver missir lífið eða er örkumlaður fyrir lífstíð. Og það þarf ekki langan tíma til þess að allt breytist í lífi fólks og verði aldrei aftur það sama.
Öll þekkjum við einhver slík tilfelli, þar sem ljós hefur breyst í myrkur og gleði augnabliksins í nístandi sársauka. Hversu hverful eru yfirleitt öll þessi gæði sem við erum að reyna að höndla með baráttu okkar dags daglega.
Á snöggu augabragði getur allt breyst og það sem fer kemur aldrei til baka.
Maður við störf á jörð sinni ætlar að skreppa heim til bæjar á hjólinu sínu, en ekur út af við bæjarlækinn og kastast niður í grjótfarveginn þar, hlýtur mikla áverka á höfði, er fluttur með þyrlu suður, fer í aðgerð, er haldið í öndunarvél og deyr síðan án þess að nokkuð verði við því gert.
Hjón á besta aldri eins og sagt er, eru að fara norður í land til að dytta að gömlu húsi sem þau eiga þar, ætla að nota fríið sitt í það að mála það og laga til.
Þau taka barnabarn sitt með og tilhlökkun og gleði fyllir hjörtun. Á leiðinni lenda þau í árekstri, slasast öll og maðurinn svo illa að hann deyr.
Af þessu tagi eru dæmin sem við heyrum um og við verðum hrygg og finnum svo til með þeim sem verða fyrir þessum slysum, þessum samferðamönnum okkar í lífinu sem fara svona skyndilega og þá ekki síður aðstandendum þeirra, því hér á þessu fámenna landi er svo rík þörfin fyrir samstöðu fólks.
En það eru þó ekki þessi slys sem valda mestum ófarnaði í þjóðfélaginu. Þau eru samt vissulega voðaleg sem slík, en þau hafa það í för með sér að þau þjappa fólkinu saman, þau auka samkennd og vinarþel, styrkja lífsheildina, segja okkur að við þurfum að bera byrðarnar saman, benda okkur á að hugga hvert annað og vera hvert öðru til styrktar. Þau kalla fram það góða í hverjum þeim sem getur fundið til með öðrum - þeim sem líða - og það geta flestir menn sem betur fer.
En það eru hin slysin, slysin sem gerast vísvitandi og viljandi af mannavöldum, vegna græðgi og yfirgangs, spillingar og fjárglæframennsku, sem eru í raun verri því þau hafa ekkert gott í för með sér. Þau eru ill eins og þeir sem valda þeim.
Þau sá hatri og hefndarhug um allt þjóðfélagið, tortryggni og vantrausti, þau eru verðtrygging alls þess sem vont er, þau valda meiri óhamingju en nokkur getur ímyndað sér og skilja mjög víða eftir sig sviðna jörð í sálarlegum skilningi.
Þannig slysum hafa íslensk stjórnvöld staðið fyrir í þessu þjóðfélagi á undanförnum árum með sofandahætti og kæruleysi fyrir almannahag.
Þannig slysum hefur bankakerfið valdið með einkavæddri ágirnd sinni og fjármálaspillingu. Þannig slysum hefur bókstaflega verið hellt yfir þjóðina undanfarin ár fyrir tilverknað þeirra afla sem áttu að hlífa þjóðinni við slíkum áföllum !
Örin eftir þessi slys hafa grafið sig djúpt og munu lengi setja kvalamark sitt á íslensku þjóðarsálina og þessi slys eru og munu verða yfirvöldum þessa lands til ævarandi hneisu og skammar.
Þetta eru nefnilega slys sem hefðu aldrei átt sér stað ef menn hefðu sinnt skyldum sínum í opinberum stöðum. Öll varnartæki voru til í kerfinu og það kostaði mikið og kostar enn að hafa þau til staðar, en þeir sem áttu að sjá um að þau væru virk voru uppteknir í veislu ábyrgðarleysisins og létu allt hrynja.
Engin þjóð getur haft á framfæri sínu fokdýrt öryggiskerfi um almannahagsmuni sem skilar ekki neinu þegar til kastanna kemur !
Svo neita fulltrúar þessara sömu afla, pólitísk elíta þessa lands, að axla ábyrgð sína og menn hella afleiðingum skamma sinna yfir fólkið í landinu.
Þvílíkir slóðar og slysarokkar hafa það verið sem valist hafa til forustu í þessu landi mörg undanfarin ár, en er það annars nokkuð undarlegt ?
Það geta auðvitað engir almennilegir menn komist á toppinn í gjörspilltum stjórnmálaflokkum og þjóðhættulegu bankakerfi.....
Þar komast aðeins þeir til valda sem eru skilgetin afkvæmi viðurstyggðarinnar !
Við þurfum að komast frá hinni hagfræði-hönnuðu slysaöldu í þjóðfélaginu og binda enda á slíkt ógæfuferli og það sem af því hlýst, - því það er nógu erfitt fyrir okkur öll að glíma við afleiðingar þeirra slysa sem enginn mannlegur máttur fær ráðið við !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 143
- Sl. sólarhring: 189
- Sl. viku: 712
- Frá upphafi: 365610
Annað
- Innlit í dag: 138
- Innlit sl. viku: 623
- Gestir í dag: 138
- IP-tölur í dag: 136
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)