Leita í fréttum mbl.is

Hver eru tákn tímanna ?

Fram eftir öldum ţjónuđu eingöngu karlmenn sem prestar í kristnum kirkjum og allt ţar til á okkar tímum ţótti ţađ ekkert sérstakt misréttismál gagnvart konum.

Ţessir prestar voru reyndar ekki allir beinlínis fćddir til ţess ađ inna frambćrilega af höndum ţá ţjónustu sem prestsembćtti á ađ fylgja, en ţađ má heldur ekki gleyma ţví ađ fjölmargir prestar hafa veriđ miklir og góđir menn í hirđisstarfi sínu. Og ţađ má heldur ekki gleymast ađ ţótt konur hafi ekki gegnt embćtti sem prestar, var hlutverk ţeirra innan kristinna safnađa alls ekki lítiđ, ţađ mun öllu frekar hafa veriđ slíkt ađ ţađ verđur seint ofmetiđ.

Margháttuđ mikilvćg ţjónustustörf sem konur höfđu međ höndum, voru allt frá upphafi unnin innan safnađanna og flest bendir til ţess ađ kristiđ ćskulýđsstarf hafi lengi framan af hvílt á herđum ţeirra. Viđ getum t.d. séđ ţađ í Biblíunni ađ Tímóteus átti móđur og ömmu sem voru mikilhćfar kristnar konur og eru ţćr báđar nefndar međ nafni í Ritningunni.

Viđ getum merkt ţađ á ţví og mörgu öđru ađ hlutverk kvenna í kristnum samfélögum var hreint ekki lítiđ eđa ómerkilegt eins og sumir vilja vera láta, ţó ţćr hafi ekki veriđ settar til ţess ađ ţjóna ţar sem prestar.

Kvenprestar voru hinsvegar yfirleitt til stađar í flestum heiđnum trúarbrögđum. Ţađ voru til margskonar hofgyđjur, Vestumeyjar, Bakkantinnur og fleiri afbrigđi af ţví tagi. Ég ćtla samt ekki ađ fjölyrđa um ţađ mál ađ sinni, ţó mér ţyki rétt ađ  undirstrika ţađ ađ kristindómurinn hafđi fram á okkar daga ţá sérstöđu ađ vígja eingöngu karla til prestsembćtta. Sú tilhögun mála varđar ákveđna hlutverkaskipan sem undirstrikuđ er í Guđs Orđi.

Nú hefur hinsvegar sú kirkja sem viđ höfum sem kristna kirkju í dag, látiđ undan ţrýstingi tíđarandans og breytt fyrri hlutverkaskipan. Ţar eru nú kvenprestar komnir til starfa og brátt verđa konur líklega orđnar í meirihluta í prestastétt.

Ég tel ađ međ ţeirri breytingu sé kristin kirkja ekki lengur ţađ sem hún var né ţađ sem hún á ađ vera. Ţađ er mín skođun og ég fer ekki af henni  - međan ég les ţađ út úr Orđinu ađ hver hafi sitt hlutverk í áćtlun Guđs og eigi ađ halda sinni stöđu.

Viđ vitum ţađ hinsvegar ađ nú til dags er oft talađ um kvennakirkju og kannski á kirkjan öll eftir ađ verđa slík kirkja, en í henni verđur Kristur náttúrulega ekki höfuđiđ ţví slík kirkja getur aldrei orđiđ kirkja hins Lifandi Guđs.

Kannski erum viđ ţá ađ tala um allt ađra kirkju - kirkju Jessabel-andans !

Viđ lifum nú á tímum ţar sem sjálfsagt ţykir ađ gera uppreisn gegn öllum gömlum gildum, hvort sem ţau hafa ţótt góđ eđa slćm, ţví tíđarandinn er gegnsýrđur ţeim heilaspuna núlifandi manna ađ allt ţarfnist endurskođunar vegna ţess ađ nú viti menn allt betur en áđur hafi veriđ vitađ.

Ţessvegna erum viđ hćtt ađ ganga gömlu göturnar, ţessvegna er margt orđiđ á annan veg en viđ kannski kjósum helst - innra međ okkur.

Rétttrúnađur trúleysisins rćđur málum í dag međ međfylgjandi siđleysi og afneitun á  tilvist Almćttisins. Undir blásandi byr hins guđlausa tíđaranda  er svo ýmislegt, sem fyrir ađeins nokkrum áratugum hefđi veriđ taliđ framgangsmál siđleysis, sett fram sem mannréttindamál í dag.

Svo illa hefur okkur boriđ af leiđ hinna réttu siđabođa og ţađ á undra skömmum tíma.

Svokölluđ kvenréttindi hafa veriđ mikiđ baráttumál í nútímanum, enda búiđ ađ sá miklu til ţess ađ svo gćti orđiđ, bćđi í efnisheiminum og andaheiminum. Samfélagsbyggingin er öll ađ riđlast vegna ţess ađ grunneiningar hennar eru ađ verđa sundurtćttar af völdum manna og djöfla.

Hjónaband, heimili og fjölskylda, allt er ţetta ađ leysast upp í óskapnađ ţeirrar lögleysu sem kallast skal fullkomiđ frelsi í dag.

Hin aldagamla hlutverkaskipan milli karls og konu er ađ hrynja, ţví bćđi kynin hafa ţar yfirgefiđ skyldur sínar. Karlmađurinn er ađ nálgast ţađ ađ verđa kona og konan ađ nálgast ţađ ađ verđa karl. Innan tíđar getur hin ráđandi fjölskyldumynd veriđ orđin svo afskrćmd ađ fćstir munu vita ţar lengur hvađ er eđlilegt og hvađ óeđlilegt.

Og ţá mun flest til feigđar stefna, ţví ekki kennum viđ börnunum ţađ sem viđ kunnum ekki lengur sjálf. Hugtök sem viđ höfum ţekkt og haft á hreinu, hugtök eins og fađir og móđir, munu ţá heyra sögunni til međ ţeim skilningi sem tengdist ţeim.

Ţegar byrjađ er ađ gera hluti sem eru ekki af ţví góđa, tekur ţađ oft langan tíma fyrir fólk ađ sjá hvađ í raun er á ferđinni. Kynslóđin sem hóf niđurrifsverkiđ er kannski öll fallin í gras áđur en afleiđingarnar verđa ljósar. Og ţó ţćr verđi ljósar munu alltaf finnast nćgir hagsmunaađilar til ađ verja meinvćtti mannfélagsins. Ţađ verđur ţví aldrei neinn gerđur ábyrgur fyrir samfélagslegu niđurrifs-verki, ađ minnsta kosti ekki fyrir neinum jarđneskum landsdómi !

Eins og fram kemur í Ritningunni, sagđi Kristur mönnum ađ vera vakandi og lesa tákn tímanna !

Hver eru tákn tímanna í dag og hvađ les fólk úr ţeim ?

Hljóta ţau ekki ađ blasa viđ okkur hvert sem litiđ er, ef viđ hćttum bara ađ hegđa okkur eins og strútar, og horfum vakandi í kringum okkur ?

Eitt af ţví sem ćtti ađ segja okkur skýrt hvar viđ erum stödd í hinum ört fallandi náđartíma er ţađ hvađ hin góđu gildi eru lítilsmetin í dag ásamt gömlu götunum. Fáir horfa í trú til Jerúsalem, hinnar helgu borgar, en flestir virđast fúsir til ađ  lúta Babylon, móđur hórkvenna og viđurstyggđa jarđarinnar, skćkjunni miklu.

Tákn tímanna eru skýr og segja sitt um stöđu mannkynsins og ţá jörđ sem viđ höldum áfram ađ vanhelga og eyđileggja sem dvalarstađ lífs og framtíđar.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 205292

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband