11.2.2012 | 12:00
Nokkur orð um meint hitasóttar-hugarfar á Skagaströnd
Að undanförnu hefur nokkuð verið talað um að sitthvað hafi breyst við efnahagshrunið á Íslandi, en alveg eins og ekki síður mætti tala um hvað margt hefur ekki breyst sem þurft hefði að breytast. Eitt af því sem ég tel að þurft hefði að breytast er til dæmis hugarfar ráðamanna á Skagaströnd og víðar gagnvart almannahag.
Það er stundum eins og menn í opinberum stöðum geri sér litla sem enga grein fyrir því hvaða áhrif ákvarðanir sem þeir taka hafa á afkomu fólks og aðstæður eða hvenær heppilegur tími sé til að ráðast í þetta og hitt með tilliti til þeirra hluta.
Til margra ára fyrir hrun voru ráðamenn hér á staðnum greinilega mikið að hugsa um hitaveitu og það svo mikið að það hefði mátt halda að þeir sumir hverjir væru komnir með hitasótt af völdum þess.
Og þó að stórveltutímar gullkálfsáranna skiluðu sér almennt lítið til Skagastrandar, voru menn býsna hátt uppi varðandi þessi mál og sáu víst margt í hillingum.
Það var eins og hugsun þeirra væri alveg heltekin því draumsæis viðhorfi að íbúafjöldi Skagastrandar færi lóðstrikið upp í hæðir, ef það bara tækist að koma hér upp hitaveitu. Þeir virtust sjá fyrir sér í hillingum þúsund manna byggð undir Borginni, þar sem allir veltu sér í ylnum frá hágæða hitaveitu, sem leidd yrði í gegnum Blönduós til Skagastrandar, og kostnaðurinn við inngönguna í þetta hitabelti væri hreint aukaatriði miðað við ávinninginn !
Fólk gæti bara flatmagað í funhitanum - og þótt það væri kannski atvinnulaust og ætti við ýmislegt að stríða, þá væri því að minnsta kosti ekki kalt !
Svona virtist staðan vera máluð upp fyrir hrun og var ekki laust við að sumir borgarar blinduðust hálfpartinn af þessari glansmynd og lygndu augunum af vellíðan þegar þeir hugsuðu til komandi sælutíma.
En svo breyttist margt býsna snögglega við að risavaxin spilaborg spákaupmennskunnar í fjármálageiranum hrundi, en henni hafði verið hrúgað upp af bönkum og bröskurum í gráðugri auðsöfnun, sem ekkert raunhæft eftirlit var haft með af hálfu þeirra sem stýrðu ríkinu.
Síðan hefur afleiðingum þessa mikla hruns verið sturtað yfir almenning með margvíslegum hætti og það ætti auðvitað ætlað réttargæslulið fólksins gjörla að vita, það er að segja, þeir einstaklingar sem sitja í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið.
Eftir hrun hefði því mátt búast við því að raunsærri hugsanir hefðu tekið yfir hjá ráðamönnum og draumsýnir dofnað að sama skapi, en því virðist ekki að heilsa. Enn virðist viðhorfið það sama hjá ráðamönnum hér varðandi skuldaveituna, svo ekki er sjáanlegt að efnahagshrunið hafi á nokkurn hátt slegið á hitasóttina.
En kostnaður við fyrrgreindar draumsýnir er líklega þegar orðinn allmikill og efnaleg staða almennings orðin talsvert önnur en hún var fyrir hrun og er breytingin sannarlega ekki til batnaðar.
Það er líka ekki öllum gefið að reka hitaveitu svo vel sé og dæmi eru til fyrir því að bæjarfélög hafi selt hitaveitu sem átti að vera gullhúðuð í upphafi og þótt víst betra að reka hana ekki á eigin vegum.
Svo ýmsir hitaveitudraumar hafa nú endað með nokkuð öðrum hætti en vonir stóðu til í byrjun. Það er nefnilega enganveginn fullvíst að ávinningurinn einn sé framundan þegar farið er út í svona hluti.
Að mörgu þarf að gæta og margt er að varast og þegar gylling mála fer að verða óþægilega mikil eru líkurnar ekki minni fyrir því að menn reki sig á - eins og dæmin sanna.
Skemmst er að minnast verðbréfanna sem bankarnir með sína sérfræðinga ráðlögðu fólki að kaupa og ekki átti að vera hægt að tapa á. Svo urðu þau skyndilega verðlaus vegna fjárhættuspils þeirra sem ætluðu að ávaxta þau svo ríkulega fyrir skjólstæðinga sína og fjöldi fólks tapaði aleigunni. Enginn bar þó neina ábyrgð, jafnvel ekki þeir sem áður höfðu sagt að þeir væru á háum launum vegna hinnar gífurlegu ábyrgðar sem hvíldi á þeim. Allir þóttust með hreinan skjöld. En afleiðingarnar eru þær, að síðan er traust milli aðila orðið nokkuð sem enginn þekkir lengur í þessu þjóðfélagi !
Traust til forseta, ríkisstjórnar, þings og dómsvalds, allra yfirvalda - þar með talið sveitarstjórna í landinu, er sem sagt í algerri núllstöðu !
Fyrir skömmu var sagt í ríkissjónvarpinu, að þau heimili sem ættu erfitt með að ná fjárhagslega endum saman í þessu þjóðfélagi væru fleiri en nokkru sinni fyrr. Og mestanpart væri sú ömurlega staða tilkomin vegna séríslenskrar kreppusköpunar. Svona upplýsingar myndu nú einhversstaðar teljast segja sitt um ástand þjóðfélagsmála.
En samt virðist sveitarstjórnin á Skagaströnd sitja við sama keip og hún gerði fyrir hrun, og jarðsamband hennar við almenning á staðnum og efnahagslegar aðstæður manna, sést kannski best á því hvernig hún hefur farið skýjum ofar í þessu máli.
Sumir borgarar hér á Skagaströnd segjast jafnvel ekki vera vissir um það hvort sveitarstjórnin hér sé raunverulega að vinna fyrir Skagaströnd í þessu máli, því öllu heldur mætti halda út frá ýmsu að hún væri þar frekar að þjóna undir hagsmuni Blönduóssbæjar !
Og kannski á það líka sínar skýringar ef svo er. Kannski er þetta hitaveitumál fyrsta skrefið að vissum hlutum sem hafðir eru í sigtinu og eiga fram að ganga innan tíðar ?
Þeir sem hafa viljað fara hægt í sakirnar varðandi þetta hitaveitumál, hafa gjarnan fengið það á sig frá ráðamönnum að þeir væru á móti framförum. Slík viðbára hefur oft nægt til að þagga niður í mönnum, því fæstir vilja sitja undir því að þeir séu á móti framförum, jafnvel ekki hörðustu íhaldsmenn.
En hér er spurningin ekki um það hvort menn séu með eða móti framförum, heldur hvort meintar framfarir séu raunverulega í réttum gír með tilliti til efna og aðstæðna hjá fólki. Framfarir eiga að vera í þágu fólks og velferðar þess, en ekki eitthvað sem kemur til með að valda því fjárhagslegum erfiðleikum og það á tímum þegar meira en nóg er um slíkt.
Við núverandi aðstæður óvissu og kreppu í þjóðfélaginu, ætti þetta hitaveitumál sannarlega ekki að vera neitt forgangsmál og sumir gætu jafnvel sagt að það væri ábyrgðarleysi og ævintýramennska að ana út í slíka hluti eins og horfir við í málum í dag.
En þegar menn eru sjáanlega komnir með hitasótt í meðgöngu mála, er mjög hæpið að þeir taki réttar ákvarðanir, og satt að segja hefur mér oft fundist sem réttar ákvarðanir ættu undarlega litla samleið með ráðamönnum á Skagaströnd.
Í mínum huga eru nefnilega réttar ákvarðanir yfirvalda eitthvað sem á að vera hinum lifandi almenningi í hag, eitthvað sem kemur fólki í dag til góða, eitthvað sem gerir lífsbaráttuna léttari fyrir fólk, en ekki eitthvað sem þyngir skuldaálögur á fólki og það - eins og fyrr segir - á tímum þegar nóg er um slík áföll sem líka eru tilkomin - af mannavöldum !
Nú hefur það verið kunngjört alla leið niður til almennings, úr hásölum höfuðskepnanna, að sveitarstjórn hafi skrifað undir samning við RARIK um lagningu hitaveitu til Skagastrandar. Sá gjörningur mun hafa verið undirritaður 30. desember sl. og virðist sem miklu hafi skipt að koma þessu máli frá fyrir áramót og kunna að vera vissar skýringar á því og það jafnvel lagalegar. Eftir það var boðað til opins kynningarfundar 5. janúar - líklega til að upplýsa almenning um þær byrðar sem búið væri að ákveða að leggja á hann.
Annmarkar fulltrúalýðræðisins koma skýrt fram í þessum vinnubrögðum og á þeim sést hvað forræðishyggja er orðinn mikill og leiðandi þáttur í ákvörðunum sveitarstjórnar á Skagaströnd.
Einn ágætur samborgari sagði við mig, að sveitarstjórnin væri svo meðvituð um það að hún væri staðsett mitt í " villta vestrinu " að hún skyti fyrst og færi svo að kanna málið.
Kannski er það svo, að minnsta kosti er ljóst að þegar sveitarstjórn fer að skjóta með þessum hætti - hverfur lýðræðið af sjónarsviðinu.
Ég efast mikið um réttmæti þessarar hitaveituframkvæmdar, sérstaklega út frá þeim tímapunktum sem framkvæmdin miðast við. Það hefði að minni hyggju átt að slá þessum málum á frest í 3 - 4 ár, eða þangað til að hugsanlega og vonandi væri séð fyrir endann á efnahagslegum þrengingum fólks. Það eru nefnilega ekki allir með þau launakjör sem sumir sveitarstjórnarmenn á Skagaströnd hafa.
Það hefði því margra hluta vegna átt að bíða um sinn með þetta mál og þó einkum með tilliti til þeirrar staðreyndar - að tímasetning framkvæmda virðist bókstaflega miðuð við að þeim sé hellt yfir fólk við verstu efnahagsaðstæður sem skapaðar hafa verið í þessu landi frá lýðveldisstofnun.
Ég tel líka að leit að heitu vatni í nágrenni Skagastrandar hafi verið handahófskennd á sínum tíma og enganveginn sé fullreynt að ekki sé hægt að finna heitt vatn hér á næstu grösum. En það er eins og sumir hafi oft meiri áhuga á því að sækja vatnið yfir ána.
Það er ekki hægt að ætla annað út frá framvindu mála, en að ráðamenn sveitarfélagsins séu búnir að gleyma þeirri óþægilegu staðreynd að hér varð efnahagslegt hrun fyrir rúmum 3 árum og svo virðist sem þeir hafi enga hugmynd um það hvernig umrætt hrun hefur leikið heimilin í landinu og almannahag.
En ég þykist líka vita að svo geti verið, að það sé í raun og veru RARIK sem heldur um taumana í þessu máli og sveitarstjórnarmenn á svæðinu sitji bara sem hver önnur þægðarskinn aftan til í áætlunar-vagni sem knúinn sé af þrýstingsvaldi kerfiskarla fyrir sunnan !
Það gæti svo sem vel verið, enda er það ekkert nýtt að málum úti á landi sé fjarstýrt meira eða minna með slíkum hætti og ráðamenn hér heima séu í rauninni engir ráðamenn þegar allt kemur til alls.
Og sjálfsagt er oft erfitt að standa gegn ýmsum kröfum að sunnan, enda þörf á vaskri forustu þegar þannig viðrar og verja þarf hagsmunafley almennings. Litlir leiðtogar ráða auðvitað ekki við slíkt eins og dæmin sanna.
En eitt er að minnsta kosti ljóst varðandi þessa hitaveituframkvæmd sem nú á að fara í gang, og það er að hún er sjáanlega - eins og hún mun vera hugsuð af yfirvöldum yfirvaldanna, á bak við tjöldin, - veigamikið skref að þeim fullnaðar gjörningi að sameina Blönduós og Skagaströnd í eitt sveitarfélag !
Flutt í Kántrý-útvarpinu 19. jan. sl. í þættinum Á Lýðræðisnótum
Það er stundum eins og menn í opinberum stöðum geri sér litla sem enga grein fyrir því hvaða áhrif ákvarðanir sem þeir taka hafa á afkomu fólks og aðstæður eða hvenær heppilegur tími sé til að ráðast í þetta og hitt með tilliti til þeirra hluta.
Til margra ára fyrir hrun voru ráðamenn hér á staðnum greinilega mikið að hugsa um hitaveitu og það svo mikið að það hefði mátt halda að þeir sumir hverjir væru komnir með hitasótt af völdum þess.
Og þó að stórveltutímar gullkálfsáranna skiluðu sér almennt lítið til Skagastrandar, voru menn býsna hátt uppi varðandi þessi mál og sáu víst margt í hillingum.
Það var eins og hugsun þeirra væri alveg heltekin því draumsæis viðhorfi að íbúafjöldi Skagastrandar færi lóðstrikið upp í hæðir, ef það bara tækist að koma hér upp hitaveitu. Þeir virtust sjá fyrir sér í hillingum þúsund manna byggð undir Borginni, þar sem allir veltu sér í ylnum frá hágæða hitaveitu, sem leidd yrði í gegnum Blönduós til Skagastrandar, og kostnaðurinn við inngönguna í þetta hitabelti væri hreint aukaatriði miðað við ávinninginn !
Fólk gæti bara flatmagað í funhitanum - og þótt það væri kannski atvinnulaust og ætti við ýmislegt að stríða, þá væri því að minnsta kosti ekki kalt !
Svona virtist staðan vera máluð upp fyrir hrun og var ekki laust við að sumir borgarar blinduðust hálfpartinn af þessari glansmynd og lygndu augunum af vellíðan þegar þeir hugsuðu til komandi sælutíma.
En svo breyttist margt býsna snögglega við að risavaxin spilaborg spákaupmennskunnar í fjármálageiranum hrundi, en henni hafði verið hrúgað upp af bönkum og bröskurum í gráðugri auðsöfnun, sem ekkert raunhæft eftirlit var haft með af hálfu þeirra sem stýrðu ríkinu.
Síðan hefur afleiðingum þessa mikla hruns verið sturtað yfir almenning með margvíslegum hætti og það ætti auðvitað ætlað réttargæslulið fólksins gjörla að vita, það er að segja, þeir einstaklingar sem sitja í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið.
Eftir hrun hefði því mátt búast við því að raunsærri hugsanir hefðu tekið yfir hjá ráðamönnum og draumsýnir dofnað að sama skapi, en því virðist ekki að heilsa. Enn virðist viðhorfið það sama hjá ráðamönnum hér varðandi skuldaveituna, svo ekki er sjáanlegt að efnahagshrunið hafi á nokkurn hátt slegið á hitasóttina.
En kostnaður við fyrrgreindar draumsýnir er líklega þegar orðinn allmikill og efnaleg staða almennings orðin talsvert önnur en hún var fyrir hrun og er breytingin sannarlega ekki til batnaðar.
Það er líka ekki öllum gefið að reka hitaveitu svo vel sé og dæmi eru til fyrir því að bæjarfélög hafi selt hitaveitu sem átti að vera gullhúðuð í upphafi og þótt víst betra að reka hana ekki á eigin vegum.
Svo ýmsir hitaveitudraumar hafa nú endað með nokkuð öðrum hætti en vonir stóðu til í byrjun. Það er nefnilega enganveginn fullvíst að ávinningurinn einn sé framundan þegar farið er út í svona hluti.
Að mörgu þarf að gæta og margt er að varast og þegar gylling mála fer að verða óþægilega mikil eru líkurnar ekki minni fyrir því að menn reki sig á - eins og dæmin sanna.
Skemmst er að minnast verðbréfanna sem bankarnir með sína sérfræðinga ráðlögðu fólki að kaupa og ekki átti að vera hægt að tapa á. Svo urðu þau skyndilega verðlaus vegna fjárhættuspils þeirra sem ætluðu að ávaxta þau svo ríkulega fyrir skjólstæðinga sína og fjöldi fólks tapaði aleigunni. Enginn bar þó neina ábyrgð, jafnvel ekki þeir sem áður höfðu sagt að þeir væru á háum launum vegna hinnar gífurlegu ábyrgðar sem hvíldi á þeim. Allir þóttust með hreinan skjöld. En afleiðingarnar eru þær, að síðan er traust milli aðila orðið nokkuð sem enginn þekkir lengur í þessu þjóðfélagi !
Traust til forseta, ríkisstjórnar, þings og dómsvalds, allra yfirvalda - þar með talið sveitarstjórna í landinu, er sem sagt í algerri núllstöðu !
Fyrir skömmu var sagt í ríkissjónvarpinu, að þau heimili sem ættu erfitt með að ná fjárhagslega endum saman í þessu þjóðfélagi væru fleiri en nokkru sinni fyrr. Og mestanpart væri sú ömurlega staða tilkomin vegna séríslenskrar kreppusköpunar. Svona upplýsingar myndu nú einhversstaðar teljast segja sitt um ástand þjóðfélagsmála.
En samt virðist sveitarstjórnin á Skagaströnd sitja við sama keip og hún gerði fyrir hrun, og jarðsamband hennar við almenning á staðnum og efnahagslegar aðstæður manna, sést kannski best á því hvernig hún hefur farið skýjum ofar í þessu máli.
Sumir borgarar hér á Skagaströnd segjast jafnvel ekki vera vissir um það hvort sveitarstjórnin hér sé raunverulega að vinna fyrir Skagaströnd í þessu máli, því öllu heldur mætti halda út frá ýmsu að hún væri þar frekar að þjóna undir hagsmuni Blönduóssbæjar !
Og kannski á það líka sínar skýringar ef svo er. Kannski er þetta hitaveitumál fyrsta skrefið að vissum hlutum sem hafðir eru í sigtinu og eiga fram að ganga innan tíðar ?
Þeir sem hafa viljað fara hægt í sakirnar varðandi þetta hitaveitumál, hafa gjarnan fengið það á sig frá ráðamönnum að þeir væru á móti framförum. Slík viðbára hefur oft nægt til að þagga niður í mönnum, því fæstir vilja sitja undir því að þeir séu á móti framförum, jafnvel ekki hörðustu íhaldsmenn.
En hér er spurningin ekki um það hvort menn séu með eða móti framförum, heldur hvort meintar framfarir séu raunverulega í réttum gír með tilliti til efna og aðstæðna hjá fólki. Framfarir eiga að vera í þágu fólks og velferðar þess, en ekki eitthvað sem kemur til með að valda því fjárhagslegum erfiðleikum og það á tímum þegar meira en nóg er um slíkt.
Við núverandi aðstæður óvissu og kreppu í þjóðfélaginu, ætti þetta hitaveitumál sannarlega ekki að vera neitt forgangsmál og sumir gætu jafnvel sagt að það væri ábyrgðarleysi og ævintýramennska að ana út í slíka hluti eins og horfir við í málum í dag.
En þegar menn eru sjáanlega komnir með hitasótt í meðgöngu mála, er mjög hæpið að þeir taki réttar ákvarðanir, og satt að segja hefur mér oft fundist sem réttar ákvarðanir ættu undarlega litla samleið með ráðamönnum á Skagaströnd.
Í mínum huga eru nefnilega réttar ákvarðanir yfirvalda eitthvað sem á að vera hinum lifandi almenningi í hag, eitthvað sem kemur fólki í dag til góða, eitthvað sem gerir lífsbaráttuna léttari fyrir fólk, en ekki eitthvað sem þyngir skuldaálögur á fólki og það - eins og fyrr segir - á tímum þegar nóg er um slík áföll sem líka eru tilkomin - af mannavöldum !
Nú hefur það verið kunngjört alla leið niður til almennings, úr hásölum höfuðskepnanna, að sveitarstjórn hafi skrifað undir samning við RARIK um lagningu hitaveitu til Skagastrandar. Sá gjörningur mun hafa verið undirritaður 30. desember sl. og virðist sem miklu hafi skipt að koma þessu máli frá fyrir áramót og kunna að vera vissar skýringar á því og það jafnvel lagalegar. Eftir það var boðað til opins kynningarfundar 5. janúar - líklega til að upplýsa almenning um þær byrðar sem búið væri að ákveða að leggja á hann.
Annmarkar fulltrúalýðræðisins koma skýrt fram í þessum vinnubrögðum og á þeim sést hvað forræðishyggja er orðinn mikill og leiðandi þáttur í ákvörðunum sveitarstjórnar á Skagaströnd.
Einn ágætur samborgari sagði við mig, að sveitarstjórnin væri svo meðvituð um það að hún væri staðsett mitt í " villta vestrinu " að hún skyti fyrst og færi svo að kanna málið.
Kannski er það svo, að minnsta kosti er ljóst að þegar sveitarstjórn fer að skjóta með þessum hætti - hverfur lýðræðið af sjónarsviðinu.
Ég efast mikið um réttmæti þessarar hitaveituframkvæmdar, sérstaklega út frá þeim tímapunktum sem framkvæmdin miðast við. Það hefði að minni hyggju átt að slá þessum málum á frest í 3 - 4 ár, eða þangað til að hugsanlega og vonandi væri séð fyrir endann á efnahagslegum þrengingum fólks. Það eru nefnilega ekki allir með þau launakjör sem sumir sveitarstjórnarmenn á Skagaströnd hafa.
Það hefði því margra hluta vegna átt að bíða um sinn með þetta mál og þó einkum með tilliti til þeirrar staðreyndar - að tímasetning framkvæmda virðist bókstaflega miðuð við að þeim sé hellt yfir fólk við verstu efnahagsaðstæður sem skapaðar hafa verið í þessu landi frá lýðveldisstofnun.
Ég tel líka að leit að heitu vatni í nágrenni Skagastrandar hafi verið handahófskennd á sínum tíma og enganveginn sé fullreynt að ekki sé hægt að finna heitt vatn hér á næstu grösum. En það er eins og sumir hafi oft meiri áhuga á því að sækja vatnið yfir ána.
Það er ekki hægt að ætla annað út frá framvindu mála, en að ráðamenn sveitarfélagsins séu búnir að gleyma þeirri óþægilegu staðreynd að hér varð efnahagslegt hrun fyrir rúmum 3 árum og svo virðist sem þeir hafi enga hugmynd um það hvernig umrætt hrun hefur leikið heimilin í landinu og almannahag.
En ég þykist líka vita að svo geti verið, að það sé í raun og veru RARIK sem heldur um taumana í þessu máli og sveitarstjórnarmenn á svæðinu sitji bara sem hver önnur þægðarskinn aftan til í áætlunar-vagni sem knúinn sé af þrýstingsvaldi kerfiskarla fyrir sunnan !
Það gæti svo sem vel verið, enda er það ekkert nýtt að málum úti á landi sé fjarstýrt meira eða minna með slíkum hætti og ráðamenn hér heima séu í rauninni engir ráðamenn þegar allt kemur til alls.
Og sjálfsagt er oft erfitt að standa gegn ýmsum kröfum að sunnan, enda þörf á vaskri forustu þegar þannig viðrar og verja þarf hagsmunafley almennings. Litlir leiðtogar ráða auðvitað ekki við slíkt eins og dæmin sanna.
En eitt er að minnsta kosti ljóst varðandi þessa hitaveituframkvæmd sem nú á að fara í gang, og það er að hún er sjáanlega - eins og hún mun vera hugsuð af yfirvöldum yfirvaldanna, á bak við tjöldin, - veigamikið skref að þeim fullnaðar gjörningi að sameina Blönduós og Skagaströnd í eitt sveitarfélag !
Flutt í Kántrý-útvarpinu 19. jan. sl. í þættinum Á Lýðræðisnótum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 50
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 856
- Frá upphafi: 356701
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 661
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)