Leita í fréttum mbl.is

Manneskjan á bak viđ sígarettuna ?

Fólk reykir ! Fólk reykir enn í dag, á ţessum tímum upplýsingar og fullrar vitneskju um hćttuna sem ţví fylgir ! Ţađ ćtti ađ segja okkur mikiđ um ţađ hvernig fólk er, hvađ ţađ heldur fast í ţađ sem ţví ţykir gott, ţó ţađ viti ađ ţađ sé alls ekki gott ţegar á heildina er litiđ, heldur hreint og beint lífshćttulegt 

Ţađ er nautnin sem rćđur, fíknin í ţađ ađ taka áhćttuna og reykja í ţeirri trú ađ ţađ verđi bara ađrir sem fái krabba, ţađ verđi ađrir sem gangi međ súrefniskúta á efri árum eđa jafnvel fyrr, ţađ verđi ađrir sem greiđi gjaldiđ !

Og fólk reykir og neitar ađ hlýđa rödd skynseminnar, rödd eigin dómgreindar.

Ţađ reykir og spillir heilsu sinni og líkamlegum farnađi, en stundar ţó um leiđ heilsurćktarstöđvar af kappi. Ţađ vill líta vel út - en um leiđ hellir ţađ eiturefnum yfir líffćri sín og virđist ekkert hugsa um ţađ hvernig ţađ líti út - ađ innan !

Ţađ reykir í kringum ástvini sína ţó ţađ viti hvílík hćtta getur fylgt óbeinum reykingum, ţađ spillir lífslofti annarra og helst ţeirra sem ţví ćtti ađ ţykja vćnst um og ţykir vćnst um ! En sjálfselskan virđist slík, í nautnahyggju reykingamanneskjunnar, ađ allt annađ verđur ađ víkja.

Ţađ ćtti ađ vera nóg sem getur fariđ međ heilsu fólks, ţó ţađ sleppti ţví nú ađ eiga viđ tóbakiđ, eins djöfullegt og ţađ nú er, en ţađ virđist sem margir skelli skollaeyrunum viđ ógninni hversu áleitin og fórnfrek sem hún verđur.

Sumir karlar eru alćtur á tóbak, ţeir reykja pípu, vindla og sígarettur og ţeir taka í nefiđ og vörina.  Tóbakiđ er svo stórt atriđi í lífi ţeirra ađ ef ţeir eru ekki ađ handleika ţađ á einn eđa annan hátt virđist ţeim líđa illa og ţeir verđa taugaóstyrkir.

Tóbaksauđhringirnir gerđu nánast allar kvikmyndastjörnur gullna tímabilsins í Hollywood ađ " ţjónustubundnum öndum " sínum og greiddu ţeim óspart fyrir ađ auglýsa reykingarnar. Ţađ var međ ólíkindum hvađ spilađ var fast á ţá strengi og raunar ţyrfti ađ rannsaka ţá sögu og afhjúpa viđbjóđinn í kringum ţá hluti !

Leikur Humphrey Bogarts á hvíta tjaldinu, svo ţekkt dćmi sé tekiđ, snerist mikiđ um sígarettuna. Hann reykti sig í gegnum hverja myndina af annarri uns hann lést rétt rúmlega 57 ára gamall af krabbameini í hálsi. Ţá var hann ekki orđinn nema 36 kg ađ ţyngd og ađeins skugginn af sjálfum sér !

Sú var tíđin ađ konur reyktu nánast ekkert, en ađ ţví kom ađ ţćr tóku upp ţennan ósiđ eftir körlunum og fóru jafnvel fram úr ţeim í fíkninni !

Margar konur reykja á međan á međgöngu stendur. Ţćr sleppa sígarettunni ekki heldur ţá ! Barniđ ţeirra fćr nikótíniđ í sig strax í móđurkviđi međ ţeim afleiđingum sem ţví getur fylgt. Og sumar konur reykja međan ţćr gefa brjóstamjólkina ! Svo ţađ er ekki skrítiđ ţó margur spyrji : Hverskonar manneskja er á bak viđ sígarettuna ?

Fyrir skömmu heyrđi ég mann furđa sig á ţví í samtali, ađ ungir strákar vćru farnir ađ taka í nefiđ og vörina eins og ţekktist mest međ gamla sveitakarla í eina tíđ. Viđmćlandi hans sagđi ađ ţađ vćri nú ekki ţađ versta, " en ţađ er ekki langt síđan ég sá bráđfallega unga stúlku taka í vörina, ég var búinn ađ taka eftir ţví hvađ stúlkan var lagleg, en ţegar ég sá hana taka svona í vörina, ţá fannst mér bókstaflega allt kvenlegt viđ hana ţurrkast í burtu ! "

Margt núlifandi fólk byrjađi ađ reykja á tímum sem bjuggu ekki yfir ţeirri ţekkingu á skađsemi reykinga sem liggur fyrir í dag, og ţađ á sjálfsagt margt af ţví erfitt međ ađ hćtta nú ţó ţađ vildi. Ţar er mörg ţjáningasagan í gangi !

En ţađ er mikill munur á vanţekkingu og forherđingu !

Ţađ ađ ungt fólk í dag sé ađ venja sig á reykingar er óafsakanlegt dómgreindarleysi, jafnt međ tilliti til eigin hags og heildarhags og ţađ sama á viđ um alla notkun tóbaks nú á tímum.

Slíkt kćruleysi gagnvart lífinu - eigin heilbrigđi sem annarra - hlýtur ađ hefna sín !

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 1160
  • Frá upphafi: 316846

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 862
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband