30.11.2013 | 10:44
Í skotgröfum skítmennskunnar !
Umræða á Íslandi vill oft verða nokkuð snúin og stundum leiðist hún svo langt frá vitrænu samhengi að furðu gegnir. Þegar svo fer þarf auðvitað ekki að búast við neinum rökréttum niðurstöðum, því þá eru flestir í önnum við að koma sér fyrir í skotgröfum og hafa engan tíma fyrir skynsamlega yfirvegun mála.
Ég held að allt of margir Íslendingar séu andlegir flokksþrælar. Í stað þess að hugsa um stjórnmálaflokk fyrst og fremst sem tæki til úrbóta á hinum ýmsu vandamálum samfélagsins, er flokkurinn settur á stall og dýrkaður, menn nálgast hin flokkslegu vé á trúarbragðalegum forsendum og verða innvígðir og innmúraðir í flokkinn á eiginhagsmunalegum grundvelli. Mottóið verður - Ég fylgi flokknum ( sama hvað hann gerir ) og þið sjáið um mig og mína hagi !
Sumir myndu telja að þessi forskrift væri helst bókuð upp á sovéska siðfræði í pólitískum veruleika, en svo undarlegt sem það er, á hún hérlendis mun meira við um sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka, enda er þar um að ræða svo sálargróið hagsmunabandalag á hinu pólitíska sviði, að kannski er samlíking við sovéska kommúnistaflokkinn enganveginn út í hött !
Það var ótrúleg upplifun að heyra núverandi innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur segja í útvarpi í sambandi við Landsdómsmálið, að það væri hennar persónulega skoðun að réttarhöldin sem fóru fram í Landsdómi hefðu ekki átt neinn rétt á sér og að slík réttarhöld yfir stjórnmálamönnum ættu aldrei rétt á sér - ættu aldrei rétt á sér !
Stjórnmálamenn eiga sem sagt að vera ofar lögum, og þeir sem geta gert slík voðamistök í krafti valda sinna, að það stórskaði lönd og þjóðir, eiga aldrei að þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Þar höfum við það ! Við erum sem sagt með starfandi innanríkisráðherra sem hugsar svona varðandi eigin ábyrgð og annarra í pólitískum veruleika !
Geir H. Haarde heldur því fram að Landsdómsmálið hafi fyrst og fremst verið pólitísk aðför að honum og sjálfstæðisflokknum. Hann spyrðir þar málshagsmuni sína fast við flokkinn og er það venja manna í svona tilfellum, því maðurinn einn er ei nema hálfur, með flokknum er hann meiri en hann sjálfur !
Að tala um pólitískar aðfarir, virðist vera úthugsuð lausnarkenning varðandi það að firra stjórnmálamenn ábyrgð. Þá er látið að því liggja að það sé engin hugsun sem tengist kröfu um réttlæti í gangi, heldur aðeins vilji til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi. Þar gildir kannski viðhorfið - Margur heldur mig sig -, þegar menn ætla kannski öðrum það sem væri þeim sjálfum kannski ekki svo fjarlægt ef aðstæður leyfðu !
En það varð hér efnahagshrun, sem leiddi skýrt í ljós að farið hafði verið með fjöregg lands og þjóðar á þann hátt sem vítavert er. Afleiðingarnar urðu meðal annars þær, að tugþúsundir landsmanna hlutu ómældan skaða af og sumir ná sér aldrei eftir það. Öryggiskerfið sem við borguðum svo mikið fyrir og treystum flest, reyndist að miklu leyti verra en gagnslaust þegar á það reyndi.
Það hlýtur að vera hverjum sæmilega skynsömum manni ljóst, að menn bera mikil sár eftir þær manngerðu hörmungar sem áttu sér stað, og því er það undarlegt að svo virðist sem það megi eiginlega hvorki rannsaka eða ákæra varðandi þessi mál. Öll dýrin í skóginum eiga bara að halda áfram að vera vinir þó sum þeirra séu stöðugt að éta önnur. Sú rannsóknarvinna sem hefur verið sett í gang, virðist fyrst og fremst vera til málamynda, sýnist einna helst vera til þess ætluð að láta almenning standa í þeirri trú að það sé verið að gera eitthvað !
Nú má spyrja þeirrar spurningar, hverjir settu lög um landsdóm, og í framhaldi þeirra spurninga, til hvers var það gert og hvenær á að nota landsdóm ?
Svar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varðandi það virðist liggja ljóst fyrir. Það á aldrei að nota Landsdóm og margir stjórnmálamenn eru henni trúlega sammála. Það líkar fæstum að vita einhvern refsivönd yfir sér ef illa fer. Landsdómur var bara sýndargagn og átti bara sem slíkur að vera hluti af ónýtu öryggiskerfi !
En íslensk pólitík, sem virðist fyrst og fremst ganga fyrir sig sem umræðuhernaður úr skotgröfum skítmennskunnar, þarf sannarlega á því að halda að hafa lagalegt, siðferðilegt og þjóðlegt aðhald og það þarf að auka frekar en hitt.
Því hvað á að gera ef valdsmenn hafa brotið illa af sér varðandi þjóðarheill ? Átti t.d. ekki að sækja Nixon til saka fyrir Watergate, var þar kannski bara á ferðinni pólitísk aðför að valinkunnum sæmdarmanni ? Ekki er ósennilegt að margir republikanar hafi litið svo á, en bandaríska þjóðin var ekki sama sinnis, hún hafði aðra skoðun á málinu og Nixon átti engan annan kost í stöðunni en að víkja !
Íslenska réttarkerfið er ákaflega vanþroskað fyrirbæri að mínu mati, og ég tel einnig að lögfræðingar landsins leggi lítið til mála varðandi þroskaferli þess. Ég tel réttlætisgæslu fyrir hönd almennings ekki í góðum höndum innan kerfisins og hefur margt gerst í málum á síðustu árum sem hefur styrkt þá skoðun mína.
Á sínum tíma kom í ljós að réttarkerfi landsins klúðraði öllu sem hægt var að klúðra í sambandi við Guðmundar og Geirfinnsmálin og brotöldur mistaka þeirra sem þá voru gerð af opinberri hálfu, eru enn að skella á þjóðinni. Lærdómurinn af því fargani virðist ekki hafa skilað sér svo neinu nemur !
Ég er sannfærður um að íslenska réttarkerfið sé ófært og vanhæft til að fjalla um efnahagshrunið og brotamál í tengslum við það, og ég treysti engum íslenskum lögfræðingum til að fara með þau mál svo réttlætinu sé sómi að.
Mér verður það lengi minnistætt, að einn sem sagður er mjög virtur í þeim hópi, sagði um þá sem fyrir sökum voru hafðir í Guðmundar og Geirfinnsmálum, að þetta væru nú engir kórdrengir !"
Það var enginn að tala um slíkt ! Viðkomandi sakborningar áttu bara að dæmast út frá því hvort þeir reyndust sekir um þau afbrot sem á þá voru borin, en líf þeirra og ferill þar áður hafði ekkert með málið að gera eða gat sagt til um slíka sekt. Það var eins og lögfræðingurinn virti væri að segja: Ja, þó þeir hafi kannski ekki gert þetta, hafa þeir nú verið bölvaðir þrjótar, og verðskulda því það sem yfir þá hefur dunið !"
En svona eiga menn auðvitað ekki að tala og þaðan af síður menn sem eiga að hafa lært lög !
Ég tel að stjórnmálamenn landsins eigi ekki að vera hafnir yfir lög. Ég veit ekki til þess að neinn af þeim ætti að vera tekinn í guðatölu, þó einn þeirra hafi nánast komist í þá stöðu fyrir nokkrum árum. Mér hefur sýnst stjórnmálamenn okkar alveg jafn færir um það að vera breyskir menn og við hin sem lifum í þessu landi og sumir þeirra jafnvel flestum færari varðandi það.
Mér hugnast því enganveginn að þeir séu gerðir enn ábyrgðarlausari en þeir hafa verið og eru, með því að ekkert sé sett þeim sem víti til varnaðar. Landsdómur getur verið ágæt áminning til þeirra varðandi það að vandi fylgi vegsemd hverri og menn þurfi að vera vakandi í verkum sínum fyrir heill lands og þjóðar.
Ég tel nefnilega kýrljóst, að margur sem var á háum launum fyrir hrun, vegna þess að hann átti að vera vakandi, hafi í raun verið sofandi og látið allt fljóta að feigðarósi. Við höfum ekki efni á að eiga réttindagæslumenn sem sofa á öryggisvaktinni og við höfum þaðan af síður efni á því að eiga ábyrgðarlausa stjórnmálamenn - þó við höfum - að flestra mati - átt þá býsna marga !
Og að síðustu vil ég bæta þessu við. Guð blessar ekki ranglæti, ábyrgðarleysi, lygar og ótrúmennsku, Guð blessar ekki Mammonsdýrkun og gullkálfsdansa !
Á haustmánuðum 2008 gat því ekki verið nein Guðsblessun yfir Íslandi, en það geta þeir menn auðvitað ekki skilið sem eru innmúraðir og innvígðir í einhverjar pestarhjarðir samfélagsins, og nota nafn Guðs bara þegar þeim finnst það heppilegt - fyrir sjálfa sig og augnablikið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 110
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 679
- Frá upphafi: 365577
Annað
- Innlit í dag: 106
- Innlit sl. viku: 591
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)