8.2.2014 | 12:57
Um stjórnunarmálefni heimaslóða !
Enn einu sinni fer gömul áróðursplata að snúast, um ætlaða hagkvæmni þess að gera heilar sýslur að einu sveitarfélagi. Þeir sem vilja slíka tilhögun virðast yfirleitt fá einhverja margstimplaða ábyrgðaraðila til að gefa út skýrslu sem undirstrikar alla hagkvæmnina. Svo er látið mikið yfir vandaðri rannsókn á því hvað íbúum viðkomandi svæðis komi þetta vel og að heilmiklir fjármunir sparist og geti nýst í annað. Þjónustan á að komast á sérstakt gæðastig og allt á að verða miklu betra !
Það kemur heldur ekki á óvart að þeir sem tala mest fyrir slíkum sameiningum, eru yfirleitt sveitarstjórnarmenn eða áhrifamenn í stærsta þéttbýliskjarnanum, enda klæjar þá líklega í fingurna eftir því að hafa úr meira fjármagni að spila. En ég er hreint ekki viss um að í því sambandi séu þeir endilega með þarfir alls svæðisins í huga, heldur gæti ég miklu frekar trúað því að þeim sé töluvert annarra um að hlynna að því sem næst þeim er, en vilji fá aðkomna fjármuni til þess, þar sem eitthvað vanti kannski til þess á heimaslóðum !
Og menn geta vissulega hugsað sér að hlynna að sínu næsta umhverfi með margvíslegum hætti, en hitt er jafn víst að sumar aðferðir til þeirra hluta lýsa ekki jafn hreinum viðhorfum sem aðrar. Það er nefnilega einnig sjónarmið þeirra sem gjalda varhug við stórum sameiningum, eða eru þeim beinlínis andvígir, að þeir vilja hlynna að sínum heimaslóðum, en með þeim ærlega hætti að fá í friði að nota eigin fjármuni til þess, en sækja þá ekki í annarra vasa eða láta taka þá af sér með stjórnsýsluskipun að sunnan. Og sú afstaða er í hæsta máta virðingarverð að mínu mati og ekkert við hana að athuga !
Það vita allir sem hafa spáð í þessi sameiningarmál sveitarfélaga, að stærsta ögnin í gerinu er yfirleitt alltaf hlynnt sameiningu og þrýstir frekast á að fá hana í gegn. Það er einkum vegna þess að slík sameining verður til þess að valdið dregst saman á þeim miðstjórnarpunkti sem stærsti þéttbýliskjarninn verður óhjákvæmilega. Þar skapast svo fljótlega heimakær svæðisstjórn sem hefur allt fjárhagssvald í sínum höndum. Þá blómstrar þetta hryggjarstykki hagkvæmninnar, en því miður oftast á kostnað útlimanna. Þetta vita þeir menn sem ákafastir eru í sameiningar af þessu tagi, enda eru þeir oftast staðsettir þar sem blómabreiðan verður helst til húsa.
Við Skagstrendingar erum, að mínu áliti, flestir þeirrar hyggju, að við viljum eiga gott samstarf við Blönduós, og jafnframt önnur sveitarfélög í nágrenninu, en við höfum samt engan sérstakan áhuga fyrir því að færa stjórn okkar sveitarfélags inn á Blönduós. Það má vissulega margt bæta í stjórnun mála hér hjá okkur, en það er í hæsta máta ólíklegt, að félagslegar endurbætur í hinum ýmsu málaflokkum muni koma frá einhverju vélrænu, mistjórnarmenguðu kerfisstýri sem staðsett verði á Blönduósi. Ég leyfi mér að hafa fyllstu efasemdir um það !
Ég held því að það sé best eins og sakir standa, að hver sveitarstjórn hlynni að sínum reit og geri það í góðri samvinnu og sátt við aðrar sveitarstjórnir á svæðinu. Það er ekkert að því að við Húnvetningar ræktum hið héraðslega tún okkar sameiginlega varðandi sögu og menningu, og tökum saman höndum í hverju því máli sem til framfara getur horft fyrir okkur öll, en það er engin ástæða til að troða öllum mannlífsþúfum héraðsins undir einhverja misvitra miðstjórn !
Við Skagstrendingar höfum ekki talið okkur í neinni þörf fyrir það að horfa til Blönduóss á sama hátt og segja má að Evrópusambandssinnar mæni til Brussel. Það er ekki af engu sem helstu viðhlægjendur Evrópusambandsins hérlendis eru búsettir á Reykjavíkursvæðinu, þar sem slíkir ætla sér vafalaust aldeilis að maka krókinn í væntanlegu kommissarakerfi sæluríkisins. Enda er það ljóst, að margir úr þeim hópi eru orðnir svo úteygir af eftirvæntingu til gæðanna að utan, að íslensk landsbyggð er áreiðanlega það síðasta sem þeim gæti komið til hugar að ætti að eiga einhvern tilverurétt í stærstu sameiningunni, sameiningu álfunnar !
En við Skagstrendingar getum að sjálfsögðu óskað Blönduósingum og bæjarstjórn þeirra alls góðs í nútíð og framtíð, en við vitum að það er fyrst og fremst í höndum okkar sjálfra að skapa gott og farsælt mannlíf á eigin slóðum, og að aðrir munu ekki gera það fyrir okkur. Og það má líka í því sambandi minna á það, að samvinna tveggja jafnrétthárra aðila er allt annað en yfirtaka eins á kostnað annarra !
Pöntuð skýrsla um hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga tekur kannski sæmilegt mið af reikningsliðum rekstarmála, tekjum og gjöldum. En slík skýrsla getur aldrei innifalið þau mannfrelsisvænu sjónarmið, sem hafa mikið gildi í hverju byggðarlagi, og eru undirstaða þeirrar afstöðu að vald yfir eigin málum sé og eigi að vera í höndum heimamanna. Í hvert sinn sem það vald er fært eitthvað lengra frá fólki verður það ópersónulegra og við það veikist borgaraleg réttarstaða almennings í landinu. Sparnaður á lýðræði er því aldrei fólki í hag !
Það er sannfæring mín að best sé að Skagstrendingar hafi forræði fyrir eigin málum sem lengst, og þó að ég sé reyndar nokkuð fjarri því að vera ánægður með sveitaryfirvöld hér, tel ég engar líkur á því að ráðamenn, jafnvel þó einhverjir þeirra verði héðan af ströndinni, verði almenningsvænni eða upplýstari um heimabyggðar gagn og nauðsynjar við það eitt - að fá að sitja á einhverjum kontór við ósa Blöndu og fylgja þar einhverjum stöðluðum fyrirmælum á miðstjórnarvísu. Frelsi í eigin málum er að öllu jöfnu alltaf besti kosturinn !
Ég sé því enga ástæðu til þess að Skagaströnd fari í sveitarstjórnarlegt yfirstjórnar-samkrull með Blönduósi eða öðrum sveitarfélögum að svo komnu máli, ekki frekar en ég sé ástæðu til þess að Ísland sökkvi sér í það far - að leggjast sem hráefnanýlenda undir Evrópusambandið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 12
- Sl. sólarhring: 246
- Sl. viku: 1292
- Frá upphafi: 367417
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1132
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)