Leita í fréttum mbl.is

Karlréttindadagurinn 19. júlí !

Býsna oft heyrir mađur í fjölmiđlum nú til dags viđkvćđiđ kvenna ţetta og kvenna hitt. Ţađ er talađ um kvennahlaup, kvennasögustund, kvenfélög og kvennareiđ og ég veit ekki hvađ og svo er til sérstakur réttindadagur kvenna, 19. júní !

Ţađ ţarf nú varla endalaust ađ benda á ţá sjálfsögđu stađreynd ađ ríflega helmingur mannkynsins sé einhvers virđi og varla yrđi nú framtíđin björt ef konur hćttu ţví alfariđ ađ vera konur og til sem slíkar. Ţađ eru skiljanlega ekki miklar forsendur fyrir líf á ţessum hnetti án ađkomu kvenna, og ég held ađ allir ćttlćgir einstaklingar í okkar heimshluta ćttu ađ vera međ ţađ á hreinu !

En ađ stagast á ţví út í ţađ óendanlega ađ konur eigi sérstakan rétt, konur hafi sérstakt manngildi, konur ţetta og konur hitt, virđist orđiđ ađ einhverju sístreymandi lífstílsmáli hjá mörgum ađilum, en ekki baráttumáli sem slíku. Sumar konur virđast beinlínis vilja nota sér kvenréttindamál sem tćki til ađ komast áfram á metnađarfullri framabraut. Ţađ er meira ađ segja til sú kenning, ađ fjarađ hafi undan sérstökum Kvennalista á sínum tíma, vegna ţess ađ grasrót kvenna ţar hafi veriđ farin ađ átta sig á ţví ađ ýmsar framgjarnar, háskólamenntađar konur, hafi veriđ farnar ađ nota sér hina almennu kvennahreyfingu á ţann sérgjarna hátt !

Ţađ er auđvitađ alls ekki svo, ađ saumakona út í bć ţurfi endilega ađ eiga samleiđ međ konu sem er prófessor upp í háskóla, bara vegna ţess ađ ţćr eru báđar konur ? Margt fleira hlýtur ađ spila inn í dćmiđ alveg eins og í tilfellum karla. Og launamunur kvenna innbyrđis er hreint ekki lítill ţegar ađ er gáđ, svo ađ háskólaprófessorinn á ţar litla samleiđ međ saumakonunni ţó kyniđ kunni ađ vera ţađ sama !

Fyrir ekki svo löngu var höfđ uppi snörp ádeila gegn ţví, af hálfu rauđsokka og líkra ađila, ađ í auglýsingum vćri oft veriđ ađ lítillćkka konur eđa tala niđur til ţeirra. Ádeilan var í sjálfu sér nokkuđ sérkennileg sem slík, en ţađ átti til dćmis ađ vera eitthvađ neikvćtt viđ ađ kyngreina manneskjuna sem óskađ var eftir til starfa. Ţessi ádeila leiddi ţađ svo af sér ađ hinn ópersónulegi og kynlausi starfskraftur varđ til !

Ţađ mátti til dćmis ekki auglýsa eftir skúringakonu, ţađ ţótti víst niđurlćgjandi, en ég spyr, var ekki starfiđ heiđarlegt og virđingarvert sem slíkt, hver gat neitađ ţví ? En ţetta nöldur leiddi samt til ţess ađ rćstitćknirinn varđ til, og lengi mćtti tína til dćmi um hliđstćđur sem undirstrika ofurviđkvćmni öfgasjónarmiđanna í ţessum málum !

Vitleysan ríđur aldrei viđ einteyming ađ sagt er, og dellan í kringum margslags sínöldur varđandi ţessi kvenréttindamál er búin ađ tröllríđa ţjóđfélaginu til margra ára. Og viđ sem áđur vorum ađ mati margra nánast alveg undir stjórn langskólamenntađra apakatta af karlkyni, virđumst hafa áunniđ ţađ eitt međ árunum ađ fá langskólamenntađa hliđstćđu af hinu kyninu yfir okkur og fć ég ekki séđ ađ ástand mála hafi batnađ viđ ţađ, nema síđur sé ! Samfélagiđ verđur vissulega ekki betra ţó vitleysisleg yfirráđ verđi í höndum beggja kynja. Jafnrétti vitleysunnar mun aldrei fćra okkur neinn ávinning !

En til jafnréttislegrar áréttingar og í fullum frumkrafti heildarhagsmuna mannlegra sjónarmiđa, sem taka hljóta miđ af samfélagslegri velferđ allra ţegna ţjóđfélagsins, legg ég hér međ til ađ 19. júlí verđi gerđur ađ opinberum karlréttindadegi á Íslandi !

Ţegar bćđi kynin eiga orđiđ sinn sérstaka réttindadag, ćtti engum ađ blandast hugur um ţađ, ađ víđtćk samstađa sé fyrir hendi til stuđnings fullum mannréttindum beggja kynja í ţessu landi !

Og ćttu ţá ekki allir ađ vera sáttir ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 600
  • Frá upphafi: 365498

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband