Leita í fréttum mbl.is

Bölvaldurinn Bakkus kóngur !

Um daginn var sagt í fréttum ađ um 88 ţúsund manns deyi árlega í Bandaríkjunum vegna ofneyslu áfengis. Ţađ ţýđir ađ á skemmri tíma en fjórum árum fer mannfjöldi á viđ allan íbúafjölda Íslands í dauđann ţar af ţessum orsökum. Ţađ er hár tollur !

Stórt heggur Bakkus í Bandaríkjunum og víđa um heim er ástandiđ í ţessum efnum lítiđ skárra. Getum viđ gert okkur nokkra raunhćfa grein fyrir ţví hvílík eyđilegging er ţarna á ferđ ? Á bak viđ hvert drykkju-dauđsfall getum viđ gefiđ okkur fyrir víst ađ ţađ séu einhverjir eftirlifandi í sárum eftir ţađ ferli sem á undan hefur gengiđ. Og viđ vitum eđa eigum ađ vita ađ sálarsár af slíku tagi eru lengi ađ gróa ef ţau gróa ţá nokkurntíma !

Sjálfseyđingarhvöt mannsins er oft mikil og heimsharmurinn gengur mörgum ađ hjarta. Ţeir eru margir sem leita gleymsku frá vondum veruleika međ ţví ađ drekka, en gćta ţess ekki ađ ţeir vakna oftast upp til verri veruleika eftir drykkjutúrana. Ţeir hafa bara bćtt á vandann sem viđ er ađ glíma !

Drykkjuskapur er tortímandi vá fyrir allan mannauđ, ótaldir hćfileikamenn hafa orđiđ ađ engu í klóm Bakkusar og brunniđ ţar upp löngu fyrir tímann. Viđ eigum ófáar drykkjuvísur sem kveđnar hafa veriđ af mönnum sem göntuđust međ ástand sitt, en í sumum ţeirra kemur ţó fram hvađ menn finna sárt til veikleika síns gagnvart víninu. Ţađ er jafnan erfitt ađ hafa harđan húsbónda, hvađ ţá ţegar hann er til stađar hiđ innra í mönnum og lćtur ţá gera margt sem ţeir skammast sín fyrir eftir á og hefđu aldrei gert ef ţeir hefđu ekki veriđ undir slíku valdi.

Drykkjuskapur á Íslandi hefur alltaf veriđ ţjóđinni til vansa og ţađ frá fyrstu tíđ. Á tímum Ásatrúar voru menn hvattir til ađ sýna ţol viđ drykkju og var ţađ talin karlmennskuraun, enda var ćđsta takmarkiđ ađ setjast ađ drykkju í Valhöll međ Óđni og einherjum. Í Snorra-Eddu segir um Óđin ađ vín sé honum bćđi matur og drykkur. Fyrir kristnitöku voru höfuđból gođanna og annarra mektarmanna meginstöđvar drykkjuskapar á Íslandi, en ţegar leiđ fram á Sturlungaöld verđa biskupsstólarnir og síđan konungsgarđurinn Bessastađir ađalađsetursstađir Bakkusar í landinu.

Margir sagnir greina frá drykkjuskap á ţessum tíma og mannvígum og ósćtti í kringum ţađ. Haustiđ 1316 brann Möđruvallaklaustur tveim nóttum eftir krossmessu ásamt kirkjunni á stađnum til kaldra kola og var orsök brunans sú ađ kvöldiđ áđur höfđu munkarnir komiđ utan af Gáseyri og veriđ blindfullir og vitlausir. Allt fór í svall og svínarí sem endađi svo međ ţví ađ umrćddur bruni átti sér stađ. Segir í framhaldinu frá ţví hvađ Lárentíus biskup á Hólum átti í miklum vandrćđum međ ţessa munka, sem óđu upp á menn augafullir og varđ biskup eitt sinn ađ flýja undan ţeim er ţeir slógust upp á hann ţannig á sig komnir.

Áriđ 1504 dó Torfi sýslumađur í Stóra-Klofa á Landi og var hann einn mesti óreglumađur sinnar tíđar og mćla öll rök međ ţví ađ hann hafi dáiđ af völdum drykkjuskapar. Frćndi Ögmundar biskups Pálssonar Eyjólfur Kolgrímsson varđ eitt sinn svo vitlaus af drykkju ađ hann sveiflađi um sig spjóti miklu og endađi međ ţví ađ stinga sjálfan sig svo á hol međ ţví ađ oddurinn gekk nánast út um bakiđ. Ţannig gekk hann frá sjálfum sér.

Ţađ var ekkert óvanalegt ađ menn drykkju sig í hel og ţannig segir Hannes Hafstein í kvćđi sínu um Ţórđ kakala sem var mikill drykkjumađur, „Svík ţú aldrei ćttland ţitt í tryggđum/drekk ţig heldur, drekk ţig heldur í hel“. En hvađ gerir mađur sem eyđileggur líf sitt og drekkur sig í hel, svíkur hann ekki land og ţjóđ međ slíku háttalagi ?

Áriđ 1655 voru fluttar inn í landiđ 236 tunnur af brennivíni, en af öli alls konar 231 fat og 840 tunnur. Mest kom ţetta frá Lybiku í Ţýskalandi. Áriđ 1672 gekk konungsskipun í gildi varđandi toll-endurgreiđslu á áfengi sem gerđi ţađ ađ verkum ađ kaupmenn sáu sér hag í ţví ađ flytja sem mest inn af brennivíni, en hćttu nánast ađ flytja inn öl. Óx ţá brennivínsöld og siđleysi mjög í landinu.

Var ástand mála svo slćmt orđiđ um 1730 ađ Jón biskup Árnason, sá siđavandi mađur, skrifađi kóngi bćnarskjal ásamt fleirum 1733, og bađ hann ađ banna allan brennivínsflutning til landsins. Ofdrykkja sé orđiđ íslenskt ţjóđarböl.

En kóngur hirti ekkert um ţetta bćnarskjal, enda lagđist Ocksen stiftamtmađur hart gegn ţví vegna hagsmuna kaupmanna. Sagđi hann ađ ţađ eina sem ţeir grćddu á ađ flytja til landsins vćri brennivín og tóbak. Af öllu öđru hefđu ţeir bara helberan skađann. „Svo illa eru ţeir staddir, aumingjarnir“, sagđi ţessi kóngsins ţjónustumađur og gaf lítiđ fyrir varnađarorđ og bćn biskups.

Og drykkjuskapurinn ágerđist og kannski var 19. öldin mesta brennivínsöldin ţví ţá var framleiđslan erlendis orđin margföld á viđ ţađ sem hún hafđi veriđ. Menn voru farnir ađ nota kartöflur í stađ korns og afkastamiklar verksmiđjur dćldu áfenginu stöđugt út á markađinn međ tilheyrandi niđurbroti siđagilda og er ţađ bćđi löng og ljót saga sem vitnar međ sárum hćtti um mannlegan breyskleika.

Og enn í dag á margur mađurinn í miklum vandrćđum međ sjálfan sig gagnvart Bakkusi kóngi og enn fara mörg mannslíf forgörđum vegna drykkjuskapar međ tilheyrandi óhamingju og fjölskylduböli. Öll hin mikla upplýsing nútímans um ţennan ćgilega vágest mannlegs samfélags virđist ekki hafa skilađ miklu um bćttar sakir í ţessum efnum ţó margir hafi fulla vinnu vegna vandamálsins og ekki virđist menntađ fólk drekka minna en ađrir nema síđur sé !

En áttatíu og átta ţúsund manns á ári í einu ţjóđfélagi, ţađ er tollur sem ćtti vissulega ađ kalla á allsherjar viđbrögđ yfirvalda gegn ţessu böli og slík viđbrögđ myndu ekki láta á sér standa í heilbrigđu samfélagi, en ţađ er langt síđan Bandaríkin gátu kallast heilbrigt samfélag og kannski er ástandiđ litlu skárra annarsstađar í veröldinni. Heilbrigđi á aldrei samleiđ međ drykkjuskap !

Svívirđan er sú ađ fjöldi manna, - í öllum tröppum ţjóđfélagsstigans, allt frá rónunum í strćtinu upp í ţá sem metta sig í mesta ćtinu, ţjóna Bakkusi ótćpilega sí og ć - samfélagi sínu til óţurftar og sjálfum sér til skammar !

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 356658

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband