14.2.2015 | 11:23
Skilaboðin frá bönkunum !
Eins og flestir vita orsakaðist efnahagshrunið 2008 ekki síst vegna ábyrgðarlausrar ofkeyrslu bankanna sem komnir voru á græðgisfullt gróðaspan og gættu ekki að sér. Gullþorstinn var orðinn slíkur að ekkert mannlegt komst lengur að. Kaup á verðbréfum og allskyns fjárfestingar voru hættar að hafa eðlilega tengingu við veruleikann og svo sprakk allt í loft upp og skaðaði íslenskt samfélag meira en nokkuð annað sem átt hefur sér stað af mannavöldum í gervallri sögu íslensku þjóðarinnar !
Eftir hrunið var samt fljótlega farið að tala um að byggja aftur upp traust, jafnvel raddir úr blóðlausu bankakerfinu komu fram og töluðu fjálglega um þörfina á því að skapa nýtt traust, sem átti líklega að koma í stað gamla traustsins sem hafði verið eyðilagt !
Og alveg eins og nýir bankar voru snarlega græjaðir upp í stað gömlu skrímslanna, endurskírðir og endurfjármagnaðir af skattpeningi almennings, átti að endurskapa nýtt traust á sama veg. En traust er fyrirbæri í mannlegum samskiptum sem vex hægt og aðeins fyrir reynslu sem skapar öryggi. Það er ekki eitthvað sem hægt er að kalla fram með því að setja upp einhverjar gyllingar eða Potemkin-tjöld þó sumir haldi það bersýnilega !
Og nú er árið 2015 komið og hvernig skyldi hafa gengið með að byggja upp traust og tiltrú á bankakerfinu meðal fólksins í landinu eftir hrunið þarna um árið ? Það hefur gengið vægast sagt illa. Bankarnir hafa greinilega lítið lært af reynslunni og fara sýnilega enn sem fyrr hamförum í því að reyta endalaust af fólki peninga með allskonar þjónustugjöldum sem eru að ríða öllu á slig.
Og skilaboðin frá þessum andfélagslega sinnuðu bönkum til okkar með þessari botnlausu græðgi, sem er auðvitað ættuð frá hugarfarslegu myrkravíti Mammonsáranna fyrir hrun, eru skýr á allan hátt, þau segja einfaldlega TREYSTIÐ OKKUR EKKI !
Með hverju nýju græðgisgjaldi segja bankarnir við okkur fólkið í landinu TREYSTIÐ OKKUR EKKI því það er ekki verið að byggja neitt upp í gegnum samskiptin, heldur þvert á móti. Það er verið að rífa niður allar forsendur fyrir endurnýjað traust. Bankakerfið er enn á ný farið að hegða sér sem ríki í ríkinu !
Þeim fjölgar því hratt sem líta á bankana sem illvíg arðránstæki sem kunna sér ekkert hóf í ágangi á almannahag. Menn sjá ekki bankana fyrir sér sem þjónustutæki til að liðka fyrir alls konar samfélagslegum ávinningi með heilbrigðu viðskiptaferli, heldur öllu fremur sem neikvæð fjármagnsöfl sem níðast í auknum mæli á afkomu hins almenna borgara !
Og varðandi það, er auðvitað ekki við almennt starfsfólk bankanna að sakast, það er yfirstjórnin sem er meinsemdin, það er hrokinn og drottnunargirnin, græðgin og þjóðleysueðlið sem situr í öndveginu og heimtar stöðugt meira fyrir eigin hít !
Sú framkoma ber með sér slæma framvindu fyrir land og þjóð og hún er sköpuð af bankavaldinu í gegnum ómanneskjulega græðgi þess í síaukinn hagnað. Maður gæti haldið að það væru menn á launum í bönkunum alla daga við það eitt að finna upp ný þjónustugjöld. Og það er náttúrulega tómt mál að tala um traust þegar þannig er að málum staðið !
Bankakerfið frá 2008 virðist vera farið að ganga aftur í ljósum logum í íslensku samfélagi og það er ill sending úr neðra og þyrfti sem fyrst að kveða hana niður á sínar dýpstu heimaslóðir !
Þekktur maður í íslensku athafnalífi sem nú er löngu látinn, hafði það sem einkunnarorð í sinni viðskiptasögu, að það væri enginn bisniss nema báðir aðilar væru ánægðir. Hann sagði líka eitt sinn aðspurður, að velgengni hans byggðist á því að hann hefði betri viðskiptavini en aðrir. Þar ríkti áskapað traust milli aðila !
Bankarnir hafa sýnilega engin einkunnarorð í líkingu við þetta. Þeir sem verða að skipta við þá gera það sannarlega ekki vegna ánægjunnar. Hún er lítil sem engin og þegar sokkin á kaf í yfirþyrmandi þjónustugjaldaþykknið. Bankarnir laða ekki góða viðskiptavini að sér með sínum kröfukrumlum.
Þeir viðskiptavinir sem telja að þeir geti treyst bönkunum eru færri en fáir og þeim mun áfram fækka að öllu óbreyttu. Bankar sem byggja þjónustu sína á græðgi en fyrirlíta raunverulegt traust, munu aldrei reynast vel í samfélagi manna. Þeir munu fá sitt dánarvottorð fyrr en síðar. Þar mun standa viðkomandi dó af innanskömm !
En þrátt fyrir allt svínaríið, ala margir vonir um að skilaboðin geti breyst og það geti skapast forsendur fyrir annað en græðgi innan bankakerfisins. Það er beinlínis þjóðhagsleg nauðsyn að þar verði breyting á. Og vegna þess að traust vex hægt, þarf að byrja að hlynna að því sem fyrst og nú sem nýgræðingi. En ný sáning í þeim efnum er ekki hafin enn og þegar hafa nokkur dýrmæt ár farið í súginn !
Enn sem komið er virðist íslenska bankakerfið gera flest öfugt og það vísvitandi varðandi uppbyggingu trausts miðað við það sem það ætti að gera, og skilaboðin frá því til okkar, fólksins í landinu, eru hreint ekki trúverðug. Viðskiptabisnessinn er slæmur og þar eru enn engar forsendur fyrir ánægjuleg samskipti beggja aðila !
Reyndar fæ ég ekki betur séð en öll saga íslenskra banka frá upphafi sé hrópandi vitni um efnahagslegan ræfildóm og rótopið getuleysi. Sennilega væri ástandið miklu betra hérlendis ef við hefðum látið einhverja danska fagmenn stjórna þessum málum fyrir okkur með ábyrgum og manneskjulegum hætti !
Þeir hinir sömu hefðu svo í fyllingu tímans getað fengið orður frá forsetanum fyrir vel unnin störf á þessum vettvangi, enda þá líklega átt þær öllu betur skilið en sumir aðrir !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 809
- Frá upphafi: 356654
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 641
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)