7.5.2007 | 20:31
AF HVERJU ER FRAMSÓKN REFSAÐ ?
Aftur og aftur hafa foringjar Framsóknarflokksins verið spurðir að því í fjölmiðlum hversvegna nánast allar skoðanakannanir bendi til þess að þeir muni fá mjög slæma útkomu í komandi þingkosningum. Og aftur og aftur svara þeir því að þeir skilji það alls ekki. Jafnframt kvarta þeir hástöfum yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn fái þakkir fyrir allt sem stjórnvöld hafi gert en þeir ekki. Það liggur við að þeir spyrji eins og Frelsarinn: Hvar eru hinir níu ?
Það er mjög skiljanlegt að forustumenn Framsóknarflokksins veigri sér við að koma með skýringar á umræddu atriði. Þeir vita nefnilega að skýringarnar eru þess eðlis að það þjónar enganveginn markmiðum þeirra að halda þeim á lofti.
Í fyrsta lagi hefur stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar frá 1995 einkennst af yfirburðum fyrrnefnda flokksins varðandi alla stefnumótun.
Framsókn seldi sig til fylgilags við íhaldið fyrir nokkra ráðherrastóla, einn banka o.s.frv.o.s.frv., og hefur síðan lafað með sem hækja - eins og kratar áður.
Gömul einkavæðingaráform Bláliða hafa því náð fram að ganga með stuðningi Framsóknar - fyrir veittan ágóðahlut.
Framsókn er því í hugum fjölmargra flokkur sem hefur svikið flest af því sem hann átti að standa fyrir og fyrir slíkt framferði er flokkum refsað þar sem það er hægt. Þar sem lýðræði gerir það mögulegt.
En af hverju fær íhaldið miklu betri útkomu í skoðanakönnunum en Framsókn spyrja margir - liggja ekki sömu verkin eftir þessa aðila ?
Jú, en verkin eru metin með mjög ólíkum hætti af fylgismönnum flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að svíkja með sama hætti og Framsóknarflokkurinn. Hann hefur verið grundvallarstefnu sinni trúr að hygla þeim ríku á kostnað almennings. Það hefur alltaf verið meginatriði í stefnu íhaldsins að leika varðhund fyrir auðstétt landsins hinn ráðandi kolkrabba.
Þeir sem hafa kosið flokkinn hafa alltaf verið sáttir við þá stefnu, kannski vegna þess að þótt þeir telji sig stóra karla vita þeir hver passar upp á þá, eða þeir eru pólitískir ungliðar sem eiga sér þann draum helstan að verða ríkir og færir um að troða á öðrum, - og svo eru alltaf þeir sem eru lítilla sæva og sanda og ánægðir með það eitt að nöguðu beini sé hent fyrir fætur þeirra af og til.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að framkvæma það eitt undanfarin ár sem hann hefur til fleiri ára stefnt að. Hann vantaði bara lengi vel tilsniðna hækju til að koma leikbrögðum sínum í gegn. Framsókn gaf sig í það auma hlutverk !
Fyrir 1980 voru reyndar borgaraleg frjálslyndisöfl til í Sjálfstæðisflokknum sem gátu verið mjög þjóðleg á sína vísu, en ákveðin atburðarás á þeim tíma kvað þau nánast niður. Eftir það náði frjálshyggjan að leggja flokkinn algerlega undir sig og síðan hefur hann verið smitberi þeirrar farsóttar.
Kjósendur íhaldsins eru samt að yfirgnæfandi hluta sáttir við sinn flokk. Þeir eru fyrst og fremst sérréttindahluti þjóðarinnar, þeir sem njóta og hafa notið sérréttinda fyrir atbeina flokksins og þeir sem stefna að því í framtíðinni að verða sérréttindaaðilar með sama hætti. Gagnvart slíku liði þýðir ekkert að tala um þjóðlegar félagsdyggðir, samstöðu heildarinnar, hugsjónir samhjálpar og stuðning við fátæka. Í Sjálfstæðisflokknum eru mestanmegnis einstaklingar sem hafa allan sinn hugsunargang rígnegldan við eigin hagsmuni, annað kemst hreinlega ekki að. En þeir hafa þó jafnan vitað að þeir þurfa á félagslegu tæki að halda til að vernda sína hagsmuni.
Þessvegna og aðeins þessvegna er Sjálfstæðisflokkurinn til !
Kjósendur hans þurfa aldrei að líta svo á að flokkurinn svíki sína stefnu og sitt fólk. Hann er hagsmunabandalag sérréttindaliðsins, þeirra manna sem telja að þeir eigi alltaf rétt á einhverju umfram náungann. Þessvegna eru svokallaðir sjálfstæðismenn innmúraðir og ófrávíkjanlegir í hollustu sinni við flokkinn eins og þungavigtarmaður einn orðaði það víst í títtnefndum tölvupósti.
En þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið að svíkja með sama hætti og Framsókn, það er að segja sína kjósendur, þá hefur hann verið að svíkja samt.
Hann hefur verið að svíkja þjóðina, heildarhagsmuni velferðarkerfisins, öryrkja og aldraða, kynslóðina sem byggði á árum áður upp velferð þessarar þjóðar, hann hefur verið að svíkja byggðir landsins í gegnum svívirðubrask kvótakerfisins, hann hefur verið að innleiða stóraukna mismunun og vaxandi stéttaskiptingu í þjóðfélagi okkar og spillt félagslegum verðmætum og gæðum af fullkomnu miskunnarleysi frjálshyggjunnar. Og kjósendur hans virðast yfirleitt alveg sáttir við þetta framferði, enda er það trúlega í samræmi við sálarlega innréttingu þeirra allflestra.
Kjósendur íhaldsins sjá því enga ástæðu til að refsa sínum flokki. Hann er alltaf að gera það sem þjónar hagsmunum yfirstéttaraflanna og fylgifiska þeirra.
En Framsóknarflokkurinn, sérstaklega í tíð Halldórs Ásgrímssonar, hefur tekið þátt í því með ýmsum hætti að brjóta niður þá félagslegu uppbyggingu sem gerð var á fyrri árum með fullum stuðningi hans og jafnvel undir forustu hans.
Það er álit fjölda fólks um land allt.
Þessvegna hefur mörgum blöskrað framferði Framsóknarflokksins á síðustu árum og þessvegna hafa menn fengið skömm á Framsóknarflokknum. Menn sjá þennan yfirlýsta félagshyggjuflokk algerlega í þjónustu Sjálfstæðisflokksins eða öllu heldur í klónum á honum, og telja hann hafa svikið sínar hugsjónir vegna persónulegra valdadrauma forustumannanna.
Þessvegna er verið að refsa Framsókn og þessvegna á að refsa Framsókn.
Það er lýðræðislegt skylduverk hins almenna kjósanda við þessar kosningar sem framundan eru, að segja við forustumenn Framsóknarflokksins með atbeina kjörseðilsins Svona viljum við ekki að menn hegði sér. Þið eigið þessa refsingu skilið og reynið að draga réttan lærdóm af ráðningunni annars fáið þið enn verri rass-skellingu næst !
Rúnar Kristjánsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 32
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 601
- Frá upphafi: 365499
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)