Leita í fréttum mbl.is

KVEĐSKAPARMÁL

Ég fór ađ versla í gćr og ţar sem ég stóđ á stéttinni viđ búđina, sá ég ađ vélgrafa var á fullu viđ ađ gera skurđ umhverfis Brimnes, óđal kántrýkóngsins. Miklir moldarhaugar voru komnir ţar og vandséđ hvađ vćri á seyđi. Ţá skaust ţessi vísa í hugann:

Sífellt ţarf á suma hér
sjáanlega ađ loka.
Hringinn í kringum Hallbjörn er
hamast viđ ađ moka !

En máliđ reyndist ţó ekki svo alvarlegt, ţví ţarna voru bara starfsmenn hreppsins ađ verki viđ ađ koma í veg fyrir vatnsleka og engar útilokunarađgerđir í gangi. Svona getur mađur nú veriđ tortrygginn.

Ţegar fortíđin er orđin nokkuđ görótt ţykir oft hiđ besta ráđ ađ breyta um nafn. Nýlega varđ ţessi vísa til vegna slíks tilefnis:

Ţegar angrar sektarsafniđ,
séffa skortir hugarró,
upp ţeir taka enn eitt nafniđ,
utan samráđs – skilst mér ţó !

Og svo er ţađ vanabundiđ viđfangsefni:

Framsókn haldin ágirnd er
eftir völdum háum.
Geir-negld öll hún sviđiđ sér
sveipađ tjöldum bláum.

Međan Samfylkingin var sem lengst niđri í skođanakönnunum fćddust ţessar vísur:

Ingibjörgu ekki styđur
aukiđ fylgi á nokkurn hátt.
Dýrkunin er dottin niđur,
dregur ţví úr henni mátt.

Horfin virđist alveg áran,
af sér gengin lotningin.
Ber ţví orđiđ svipinn sáran
Samfylkingardrottningin.

Í sjónvarpi var nýlega pólitískur umrćđuţáttur ţar sem fulltrúi Frjálslynda
flokksins Grétar Mar var mjög skeleggur sem oftar:

Fram um vegi fetar snar
fjörs međ krafti sterkum.
Garpur er hann Grétar Mar,
gengur fast ađ verkum.

Yfir mörgu mćlskur býr,
magnar tóninn snjalla.
Frjálslyndur í fyrsta gír,
fitulaus ađ kalla.

Annars er pólitískur ferill sumra ađ verđa hálf átakanlegur :

Margrét fátt til frama gómar,
farsćldin ţar greinist síst.
Held ég varla ađ hún og Ómar
hafi nokkurt fylgi víst.

Og ađ síđustu má vafalaust segja varđandi vćntanlegar kosningar :

Flokkarnir sameinast allir um eitt
međ andann í vélráđum köldum,
- ađ bjóđa upp á eitthvađ sem er ekki neitt,
en ef til vill lykill ađ völdum !


Rúnar Kristjánsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 1203
  • Frá upphafi: 316802

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 890
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband