Leita í fréttum mbl.is

Um sérleiđina sem aldrei átti ađ fara !

 

Viljug aka vinstri grćn

vagni á hćgri götu.

Viđ stýriđ sést í bljúgri bćn

breytingin á Kötu !

 

Já, pólitík er víst eitt - og annađ ađ vera sjálfum sér samkvćmur. Ţađ hefur sannast í seinni tíđ á verslunarviđskiptum vinstri grćnna viđ íhald og Framsókn. Og eins og jafnan hefur mađur skömm á óheilindum og tćkifćrissinnuđum viđsnúningi !

Er ţađ ekki einmitt slíkt framferđi sem hefur gert pólitíkina ađ óheiđarlegum hráskinnaleik í augum svo margra, ţar sem ekkert traust er til ?

 

En Kata, já, hún Kata ! Hún ćtlar víst ađ siđbćta pólitíkina og setur upp nefndir til ţess. Og ţađ gerir hún rétt eftir ađ hún sjálf hefur skrúfađ sig í heilan hring í skođanabreytingu, til ţess ađ geta gómađ einn valdastól !

 

Ţannig er nú vinstri grćna pólitíkin í dag eđa öllu heldur vinstri grćningja pólitíkin. Ţar sem vinstri grćnir hafa ţannig breytst međ einkar skítlegum hćtti í andstćđu sína, siđbćta ţeir auđvitađ hvorki sjálfa sig né ađra međ slíku gildisfalli, og síst af öllu íhaldiđ sem aldrei hefur veriđ eđa getur orđiđ siđbótarhćft !

 

Hvenćr skyldi ţađ annars renna upp fyrir Kötu ađ hún hafi ekki leikiđ snjallan leik heldur hafi veriđ leikinn snjall leikur gegn henni ? Ég gćti ímyndađ mér ađ ţađ fćri ađ renna upp fyrir henni á síđari hluta ţriđja árs kjörtímabilsins, ef eitthvađ hefur ţá ekki sprengt stjórnina í frumparta fyrir ţann tíma !

 

Og ţá mun Kata líklega koma fram og segja sínar farir ekki sléttar. ,,Ég treysti ţeim,” segir hún ţá trúlega mjög armćđufull, ,, en ţeir reyndust ekki traustsins verđir !”

,,Ég er nú ţannig gerđ ađ ég vil geta treyst fólki, en hef nú reynt ađ ţađ er erfitt !” gćti hún svo hugsanlega bćtt viđ, stúrin - og allir eiga ađ falla fyrir einlćgninni !

 

Og svo á baráttan viđ íhaldiđ ađ hefjast á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist. Ţađ er gamla Alţýđuflokksferliđ í hnotskurn, ađ berjast gegn íhaldinu í orđi en vilja sitja međ ţví ađ borđi - í stjórn. Ţannig er ţađ međ ţessa Kötu og Svandísar stjórn vinstri grćnna, ađ ţar fara illa saman fyrri orđ og framdar gerđir !

 

Merkilegt er ţađ annars hvađ ţađ getur vafist fyrir fólki ađ samrćma orđ og gerđir. Já, jafnvel besta fólki ! Ţeir eru hreint ekki svo fáir sem ganga um og tala fjálglega um háleitar hugsjónir, gott siđferđi og drengskap í öllum samskiptum, en fylgja ţessu sáralítiđ eftir í daglegu ferli. Standa aldrei heilshugar fyrir neinum gildum.

Ţar virđast fögur orđ bara ađ eiga ađ vera eitthvađ sem á ađ eiga viđ ađra, stefnumiđ sem ađrir eiga ađ fylgja !

 

Sem sagt afstađan virđist ţessi : ,,Ég vil ađ annađ fólk sýni ábyrgđ og festu í málum en vil sjálfur hafa frjálsar hendur til hvers sem er. Ég ţarf náttúrulega ađ geta treyst öđrum, en ađrir eiga enga heimtingu á ađ ţeir eigi ađ geta treyst mér. Ég vil fá ađ hafa mitt frelsi gagnvart öllum öđrum. Ţađ er bara mitt einstaklingsfrelsi !”

 

Svona virđast ótrúlega margir hugsa, en hvar er samfélagskenndin í ţessari afstöđu ? Hvar er ábyrgđ einstaklingsins gagnvart samfélaginu sem nćrir hann og ver ?

Hún er hvergi ţví ţarna er ţađ uppbólginn hroki einstaklingsins sem rćđur för !

 

Ţađ ber ekki allt upp á sama daginn. Ćtlađar sigurstundir breytast oft undra fljótt í andstćđu sína. Fyrirćtlanir sem eru kannski hugsađar til góđs renna iđulega út í sandinn. Oft vegna ţess - ađ ţegar betur er ađ gáđ - vantar undirstöđuna !

 

Núverandi ríkisstjórn hefur enga undirstöđu. Hún er byggđ á rangri málamiđlun í bland viđ persónulega framafíkn. Ţar er ekki á neinu föstu byggt. Ţar er leir og kviksandur undir sem breytist fljótt í drullu ţegar eitthvađ gefur á bátinn !

 

Félagslegar jafnađarhugsjónir sem eru einhvers virđi geta enga heilbrigđa samleiđ átt međ helbláum og síbreytilegum hagsmunasveiflum sérgćskunnar !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 118
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 687
  • Frá upphafi: 365585

Annađ

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband