Leita í fréttum mbl.is

Verđur Me Too byltingunni stoliđ ?

 

 

Mannkynssagan greinir okkur frá mörgum byltingum sem gerđar hafa veriđ til ađ tryggja réttlćti, samfélagslegan jöfnuđ, félagslegt öryggi og ýmis ţau gildi sem flestir vilja búa viđ. En býsna oft hafa réttmćtar og ţarfar byltingar fariđ í hundskjafta. Rangir ađilar hafa gert sér mat úr ţeim og hirt til sín ţá ávexti sem ćtlunin var ađ tryggja fyrir ţá sem ekki höfđu notiđ ţeirra áđur.

 

Niđurstađan hefur svo smám saman orđiđ sú ađ öll barátta ţeirra sem stóđu vaktina og voru í eldlínunni frá byrjun hefur veriđ eyđilögđ, gerđ ađ engu af ađilum sem ţóttust vera međ í baráttunni, en voru í raun úlfar í sauđargćru og sátu alltaf á svikráđum viđ stefnu og starf !

 

Ég velti ţví fyrir mér hvort ţađ verđi ekki líka raunin međ Me Too byltinguna, ţví ţađ blasir ţegar viđ - ađ minni hyggju, ađ ţar vilji ýmsir gera sér mat úr framvindu mála međ allt annađ en viđeigandi sjónarmiđ í huga.

 

Me Too byltingin á samt sviđiđ sem stendur, en sem fyrr segir býđur ţađ upp á ýmsar hćttur. Ţađ er nefnilega vandséđ enn til hvers sú alda mun leiđa, en vissulega eiga margir um sárt ađ binda í ţeim efnum sem ţar um rćđir og margt ţarf vissulega ađ bćta í samskiptum kynjanna !

 

Einhvernveginn finnst mér samt ađ ađrir ađilar, og jafnvel ađrar konur en hin raunverulegu fórnarlömb, séu ađ reyna ađ hirđa allt til sín varđandi ţessa umrćđubyltingu. Ţar sem annarsstađar sćkja margir í sviđsljósiđ og athyglina á öđrum forsendum en ţeim sem ćttu ađ gilda !

 

Ţađ er svo sem ekkert nýtt ađ allskyns tćkifćrissinnađ liđ hlaupi međ í svona ferli og reyni ađ gera sér mat úr málum. Oftast kemur fölsk samstađa af ţví tagi niđur á málefninu sem veriđ er ađ berjast fyrir og ţađ er vont allra hluta vegna.

Athyglissjúk uppátćki fella sig ţó oftast sjálf ţegar til lengdar lćtur og stöđugar ásakanir eru ekki og eiga ekki einar sér ađ gilda sem sannanir fyrir sekt manna, hvorki í ţessum málum né öđrum. Hin gullna regla verđur ađ fá ađ gilda sem fyrr, ađ enginn sé sekur uns sekt hans er sönnuđ, annars verđur allt réttarfar hjóm eitt og almennt borgaralegt öryggi ţar međ !

 

Me Too byltingin virđist í sumum frásögulýsingum vera farin ađ virka ađ einhverju leyti sem kvenlćg múgćsing og sumir eru meir en fúsir á ađ taka hana sem slíka. Ţađ má vera ađ fariđ sé ađ bera ţar á ýmsu sem styrkir kannski ekki stöđu mála. En viđ eigum eftir ađ sjá betur hvernig unniđ verđur úr málum ţar og vonandi verđur sú framvinda leidd af ţeim sem vilja vel og best sjá ţar til vega !

 

Ţađ er nefnilega mikil nauđsyn á ţví - samfélagsins vegna, ađ sá kraftur sem fylgir ţeirri réttlćtiskröfu sem Me Too byltingin byggir tilvist sína á, verđi virkjađur ţeim til góđs sem ţar er veriđ ađ berjast fyrir !

 

Ţar ţarf ađ verja ţau réttlćtis-sjónarmiđ sem knýja á og tryggja sem best rétt ţeirra sem hafa orđiđ fyrir skađa vegna samfélagslegs sofandaháttar gagnvart ţeim brotalömum mannlegrar breytni sem hafa allt of lengi veriđ látnar hafa sinn gang.

En í öllum hamingjunnar bćnum, látum ekki ţessa byltingu éta börnin sín svo ađ nauđsynlegur ávinningur fari ţar í hundskjafta !

 

Mér sýnist til dćmis nokkuđ ljóst ađ pólitíkusar, jafnvel yfir línuna, hafi fullan vilja til ţess ađ ná til sín einhverjum hagnađi af ţessari kröftugu mótmćlaöldu, en um heilindi slíkra ađila almennt og einkum gagnvart almannahagsmunum tel ég ađ ekki ţurfi ađ fara mörgum orđum. Ţađ vita allir sem vilja vita eitthvađ hvernig fer oft međ loforđ og yfirlýsingar frá ţeim sem völdin hafa hverju sinni !

 

Á síđustu árum hefur ţađ sýnt sig oftar en einu sinni ađ íslenskir valdamenn eru ekki hótinu skárri en starfsbrćđur ţeirra í öđrum bananalýđveldum ţeirrar veraldarskonsu sem jörđin er. Ţeir hafa ţađ fyrir siđ ađ kalla stöđugt eftir trausti fólks en gera lítiđ sem ekkert til ađ verđskulda ţađ !

 

Hverjir gćtu stoliđ Me Too byltingunni ? Ţađ er svo sem ekki flókiđ mál ađ svara ţví. Allir sérhagsmunahópar ţjóđfélagsins gćtu ţar hugsanlega viljađ leggja hönd ađ verki, sér og sínum eigingjörnu hagsmunamálum til framdráttar. Sérgćskan er orđin svo mikil í okkar ţjóđfélagi ađ ţađ hálfa vćri nóg. Flest er ţar dregiđ undir eigin hít og ţá er ekki spurt um ábyrgđ og afleiđingar !

 

Me Too stendur hinsvegar fyrir samfélagslegt almannahagsmunamál. Sú mikla réttlćtiskrafa sem ţar býr ađ baki er krafa um lagfćringar og grćđslu á samfélagslegu meini sem má ekki viđgangast og hefđi í raun aldrei átt ađ geta viđgengist í sćmilega heilbrigđu ţjóđfélagi !

 

Konur ţurfa ađ geta treyst körlum og karlar ţurfa sömuleiđis ađ geta treyst konum. Ţegar traust fćr ađ ráđa í samskiptum kynjanna er miklum sigri náđ, en til ţess ađ svo geti orđiđ ţurfa allir ađ ganga í sjálfa sig og taka ţátt í endurhćfingu heilbrigđra siđagilda af fullri einurđ. Ţađ er eina leiđin til ađ varđa réttan veg !

 

Látum ekki stela frá okkur neinu ţví sem getur orđiđ okkur sameiginlega til góđs !

Viđ erum öll – hvert og eitt - ábyrg fyrir okkar samfélagi !

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 39
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 1214
  • Frá upphafi: 316813

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 892
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband