3.2.2018 | 09:24
,,Bandaríski Kínamúrinn “ !
Sú var tíðin, endur fyrir löngu, að kínverskur keisari ákvað að byggja múr til verndar ríki sínu, halda óþjóðum utangarðs og tryggja varnir ríkisins !
Það var kannski ekki svo vitlaus hugmynd þá, enda löngu fyrir daga flugsins eða þeirra eldflauga sem þotið geta heimshorna á milli með ógn og voða eins og þekkist í dag. En eitthvað hefur það nú kostað að byggja þennan múr og þar á meðal líklega ótöluleg mannslíf, en keisarar hafa nú löngum lítið skeytt um slíkt !
Á seinni tímum hafa múrar ekki verið sérlega vinsælir og nægir þar að nefna Berlínarmúrinn. Það er í sjálfu sér ekki langt síðan Ronald Reagan deildi á tilvist hans og það gerðu fleiri vestrænir ,,frelsispostular” á sínum tíma. Það var líka fullkomlega réttmætt þó tilgangurinn hafi löngum verið sá að klekkja á því valdi sem lét reisa múrinn, en ekki endilega að berjast fyrir frelsi frelsisins vegna !
Bandaríkjamenn hafa alltaf talið sig eiga frelsið síðan þeir fóru að skilgreina sig sem þjóð. Á sautjándu og átjándu öld litu margir vel megandi Evrópumenn svo á að það væri gott að losna við fólkið sem fór vestur. Evrópsku forréttindamennirnir grettu sig margir hverjir og hafa líklega sagt að þetta væri nú bara að mestu skítaholulýður sem væri best geymdur þarna vestur í þessu rassgati !
En það leið ekki á löngu þar til sá skítaholulýður fór að líta nokkuð stórt á sig. Já, það fór bara að myndast ráðandi forréttindastétt innan hans sem hlóð undir sig og sína með svipuðum hætti og samskonar blóðsugur höfðu áður gert austanhafs. Og brátt vildi sú klíka kalla eftir sjálfstæði fyrir sitt skítaholulið sem sérþjóð ! Samkvæmnin í breytninni var á því stigi ekkert betri en hjá gömlu evrópsku forréttindaklíkunum !
Til þess að gefa nýju sérgæskunni áferðarfallegt yfirbragð var ritsnjall sérhagsmunamaður sem taldi sig hugsjónamann, en var auðvitað úr forréttinda-klíkunni, fenginn til að rita flott sameiningarplagg frelsis og manndáða. Þar var meðal annars sett fram fjálgleg viðurkenning á frelsisréttindum allra manna. En falsið var nú slíkt þrátt fyrir öll fögru orðin, að sá er samdi plaggið átti þá sjálfur þræla frá Afríku í tugatali - prívat og persónulega, svo skilningur hans á almennum mannréttindum var vægast sagt einkennilegur !
En þannig er líka sýn Bandaríkjamanna á flesta hluti enn í dag. Þeir segja alltaf í gegnum allar athafnir – það gildir eitt fyrir ykkur, annað fyrir okkur !
Þar á meðal segja þeir: Þegar aðrir byggja múra eða veggi, er það vont fyrir frelsið, en þegar við byggjum múra eða veggi er það gott fyrir frelsið !
Og þegar Bandaríkjamenn tala um frelsi er bara eitt frelsi til umræðu – þeirra frelsi ! Þeirra frelsi til að ráðskast með heiminn, þeirra frelsi til að arðræna allar þjóðir, þeirra frelsi til að vera frjálsir í heimi þar sem engir aðrir eiga að fá að vera frjálsir !
Menn verða að skilja að almennt frelsi er eitt en bandarískt frelsi er annað !
En við hljótum að vita að múrar eru reistir með ýmsum hætti. Auðvaldshringar Vestur-Evrópu komu Evrópusambandinu á fót sem efnahagslegum múr og ætluðu þannig að halda viðskiptavaldi í stórum stíl í sínum höndum. Áður og síðar hafa tollamúrar verið við lýði landa á milli til allskyns viðskiptalegra þvingana.
Einokunarverslun Dana á Íslandi var til dæmis ekkert nema kúgunarmúr til að koma í veg fyrir frelsi landsmanna til verslunar og viðskipta. Kóngurinn varð sem aðrir hans líkar að fá að fitna og allir kóngar fitnuðu á kostnað annarra, ekki síst almennings. Valdsmenn eru alltaf og alls staðar í sama hlutverkinu, að hefta frelsi annarra og til þess hafa verið og eru notaðir raunverulegir sem huglægir múrar með ýmsum hætti !
Núverandi forseti Bandaríkjanna hamraði á því í kosninga-baráttu sinni að hann ætlaði að láta reisa múr á suðurlandamærunum sem liggja að Mexíkó. Sú fyrirætlun virtist falla verðandi kjósendum hans vel í geð. Þar var verið að tala um raunverulegan múr, byggðan á miðaldavísu, eins og um kastalaborgir lénsskipulags-tímans. Og þeir sem kusu Trump kusu hann auðvitað margir af sérgæskufullum ástæðum : ,,Ef lokað er á aðra hef ég meiri möguleika !”
Kannski á þessi Mexíkó-múr eftir að verða eitthvað sem kann að gera hinn alræmda Berlínarmúr að litlu meira fyrirbæri en sögulegu garðbroti. Hugmynd Trumps er að byggja og tryggja rétta umgerð um ,,bandaríska frelsið” að sunnanverðu og koma í veg fyrir innflytjendaflóð þaðan inn í Bandaríkin frá skítaholuþjóðunum sem hann segir lifa þar fyrir sunnan. Hann hefur látið það skýrt í ljós að til þess verði múrinn byggður !
Þegar slíkur múr eða veggur verður kominn upp að sunnan mun líklega koma að því að tryggja verði betur landamærin að norðan. Þá mun nefnilega hættan á því aukast að skítaholulýður muni reyna að finna sér leið inn í fyrirheitna landið þeim megin frá. Það þýðir þá líklega að byggja verði vegg frá Kyrrahafs-ströndinni yfir að vötnunum miklu og svo þaðan og austur úr. ,,Kínverski keisarinn” í Washington mun líklega hugsa sér að einangra sig til fulls gegn öllu því veraldarpakki sem í kringum hann er og vill komast inn í ,,Guðs eigið land” !
Er þetta það sem er að gerast og koma á ? Eru núverandi yfirvöld Bandaríkjanna virkilega komin inn á það að reisa verði raunverulega múra milli þjóða, að koma á aðskilnaðarstefnu í risastíl til að vernda bandaríska þjóðarhagsmuni, einhverskonar US frelsis apartheid-stefnu ?
Og hvað með innra öryggið, á svo kannski síðar að slá múr utan um spænskumælandi hluta Bandaríkjanna og gera fólkið þar að sérhjörð með cirka hálfum mannréttindum ? Er það rómverska patrísea-kerfið sem á að endurvekja svo auðstéttin geti unað sér hér eftir, alveg aðgreind frá plebejunum, með völd sín og allsnægtir ? Hvar enda menn eiginlega sem byrja að hegða sér með slíkum hætti ?
Bandaríski Republikanaflokkurinn er að verða eins og rómverska öldungaráðið á keisaratímanum, þröng sérhagsmunaklíka sem hefur enga grasrótartengingu og fyrirlítur venjulegt fólk. Óeðlilegt ríkidæmi og átrúnaðarkenndar en innantómar hefðir eru það eina sem heldur slíkri klíku saman - þar til að skuldadögunum kemur !
Oft felst hinn raunverulegi skítaholulýður einmitt á bak við slíkt hegðunarmynstur hrokaháttar og úrkynjunar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 12
- Sl. sólarhring: 313
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 375702
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 853
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)