Leita í fréttum mbl.is

,,Bandaríski Kínamúrinn “ !

 

 

Sú var tíđin, endur fyrir löngu, ađ kínverskur keisari ákvađ ađ byggja múr til verndar ríki sínu, halda óţjóđum utangarđs og tryggja varnir ríkisins !

Ţađ var kannski ekki svo vitlaus hugmynd ţá, enda löngu fyrir daga flugsins eđa ţeirra eldflauga sem ţotiđ geta heimshorna á milli međ ógn og vođa eins og ţekkist í dag. En eitthvađ hefur ţađ nú kostađ ađ byggja ţennan múr og ţar á međal líklega ótöluleg mannslíf, en keisarar hafa nú löngum lítiđ skeytt um slíkt !

 

Á seinni tímum hafa múrar ekki veriđ sérlega vinsćlir og nćgir ţar ađ nefna Berlínarmúrinn. Ţađ er í sjálfu sér ekki langt síđan Ronald Reagan deildi á tilvist hans og ţađ gerđu fleiri vestrćnir ,,frelsispostular” á sínum tíma. Ţađ var líka fullkomlega réttmćtt ţó tilgangurinn hafi löngum veriđ sá ađ klekkja á ţví valdi sem lét reisa múrinn, en ekki endilega ađ berjast fyrir frelsi frelsisins vegna !

 

Bandaríkjamenn hafa alltaf taliđ sig eiga frelsiđ síđan ţeir fóru ađ skilgreina sig sem ţjóđ. Á sautjándu og átjándu öld litu margir vel megandi Evrópumenn svo á ađ ţađ vćri gott ađ losna viđ fólkiđ sem fór vestur. Evrópsku forréttindamennirnir grettu sig margir hverjir og hafa líklega sagt ađ ţetta vćri nú bara ađ mestu skítaholulýđur sem vćri best geymdur ţarna vestur í ţessu rassgati !

 

En ţađ leiđ ekki á löngu ţar til sá skítaholulýđur fór ađ líta nokkuđ stórt á sig. Já, ţađ fór bara ađ myndast ráđandi forréttindastétt innan hans sem hlóđ undir sig og sína međ svipuđum hćtti og samskonar blóđsugur höfđu áđur gert austanhafs. Og brátt vildi sú klíka kalla eftir sjálfstćđi fyrir sitt skítaholuliđ sem sérţjóđ ! Samkvćmnin í breytninni var á ţví stigi ekkert betri en hjá gömlu evrópsku forréttindaklíkunum !

 

Til ţess ađ gefa nýju sérgćskunni áferđarfallegt yfirbragđ var ritsnjall sérhagsmunamađur sem taldi sig hugsjónamann, en var auđvitađ úr forréttinda-klíkunni, fenginn til ađ rita flott sameiningarplagg frelsis og manndáđa. Ţar var međal annars sett fram fjálgleg viđurkenning á frelsisréttindum allra manna. En falsiđ var nú slíkt ţrátt fyrir öll fögru orđin, ađ sá er samdi plaggiđ átti ţá sjálfur ţrćla frá Afríku í tugatali - prívat og persónulega, svo skilningur hans á almennum mannréttindum var vćgast sagt einkennilegur !

 

En ţannig er líka sýn Bandaríkjamanna á flesta hluti enn í dag. Ţeir segja alltaf í gegnum allar athafnir – ţađ gildir eitt fyrir ykkur, annađ fyrir okkur !

Ţar á međal segja ţeir: Ţegar ađrir byggja múra eđa veggi, er ţađ vont fyrir frelsiđ, en ţegar viđ byggjum múra eđa veggi er ţađ gott fyrir frelsiđ !

Og ţegar Bandaríkjamenn tala um frelsi er bara eitt frelsi til umrćđu – ţeirra frelsi ! Ţeirra frelsi til ađ ráđskast međ heiminn, ţeirra frelsi til ađ arđrćna allar ţjóđir, ţeirra frelsi til ađ vera frjálsir í heimi ţar sem engir ađrir eiga ađ fá ađ vera frjálsir !

Menn verđa ađ skilja ađ almennt frelsi er eitt en bandarískt frelsi er annađ !

 

En viđ hljótum ađ vita ađ múrar eru reistir međ ýmsum hćtti. Auđvaldshringar Vestur-Evrópu komu Evrópusambandinu á fót sem efnahagslegum múr og ćtluđu ţannig ađ halda viđskiptavaldi í stórum stíl í sínum höndum. Áđur og síđar hafa tollamúrar veriđ viđ lýđi landa á milli til allskyns viđskiptalegra ţvingana.

 

Einokunarverslun Dana á Íslandi var til dćmis ekkert nema kúgunarmúr til ađ koma í veg fyrir frelsi landsmanna til verslunar og viđskipta. Kóngurinn varđ sem ađrir hans líkar ađ fá ađ fitna og allir kóngar fitnuđu á kostnađ annarra, ekki síst almennings. Valdsmenn eru alltaf og alls stađar í sama hlutverkinu, ađ hefta frelsi annarra og til ţess hafa veriđ og eru notađir raunverulegir sem huglćgir múrar međ ýmsum hćtti !

 

Núverandi forseti Bandaríkjanna hamrađi á ţví í kosninga-baráttu sinni ađ hann ćtlađi ađ láta reisa múr á suđurlandamćrunum sem liggja ađ Mexíkó. Sú fyrirćtlun virtist falla verđandi kjósendum hans vel í geđ. Ţar var veriđ ađ tala um raunverulegan múr, byggđan á miđaldavísu, eins og um kastalaborgir lénsskipulags-tímans. Og ţeir sem kusu Trump kusu hann auđvitađ margir af sérgćskufullum ástćđum : ,,Ef lokađ er á ađra hef ég meiri möguleika !”

 

Kannski á ţessi Mexíkó-múr eftir ađ verđa eitthvađ sem kann ađ gera hinn alrćmda Berlínarmúr ađ litlu meira fyrirbćri en sögulegu garđbroti. Hugmynd Trumps er ađ byggja og tryggja rétta umgerđ um ,,bandaríska frelsiđ” ađ sunnanverđu og koma í veg fyrir innflytjendaflóđ ţađan inn í Bandaríkin frá skítaholuţjóđunum sem hann segir lifa ţar fyrir sunnan. Hann hefur látiđ ţađ skýrt í ljós ađ til ţess verđi múrinn byggđur !

 

Ţegar slíkur múr eđa veggur verđur kominn upp ađ sunnan mun líklega koma ađ ţví ađ tryggja verđi betur landamćrin ađ norđan. Ţá mun nefnilega hćttan á ţví aukast ađ skítaholulýđur muni reyna ađ finna sér leiđ inn í fyrirheitna landiđ ţeim megin frá. Ţađ ţýđir ţá líklega ađ byggja verđi vegg frá Kyrrahafs-ströndinni yfir ađ vötnunum miklu og svo ţađan og austur úr. ,,Kínverski keisarinn” í Washington mun líklega hugsa sér ađ einangra sig til fulls gegn öllu ţví veraldarpakki sem í kringum hann er og vill komast inn í ,,Guđs eigiđ land” !

 

Er ţetta ţađ sem er ađ gerast og koma á ? Eru núverandi yfirvöld Bandaríkjanna virkilega komin inn á ţađ ađ reisa verđi raunverulega múra milli ţjóđa, ađ koma á ađskilnađarstefnu í risastíl til ađ vernda bandaríska ţjóđarhagsmuni, einhverskonar US frelsis apartheid-stefnu ?

Og hvađ međ innra öryggiđ, á svo kannski síđar ađ slá múr utan um spćnskumćlandi hluta Bandaríkjanna og gera fólkiđ ţar ađ sérhjörđ međ cirka hálfum mannréttindum ? Er ţađ rómverska patrísea-kerfiđ sem á ađ endurvekja svo auđstéttin geti unađ sér hér eftir, alveg ađgreind frá plebejunum, međ völd sín og allsnćgtir ? Hvar enda menn eiginlega sem byrja ađ hegđa sér međ slíkum hćtti ?

 

Bandaríski Republikanaflokkurinn er ađ verđa eins og rómverska öldungaráđiđ á keisaratímanum, ţröng sérhagsmunaklíka sem hefur enga grasrótartengingu og fyrirlítur venjulegt fólk. Óeđlilegt ríkidćmi og átrúnađarkenndar en innantómar hefđir eru ţađ eina sem heldur slíkri klíku saman - ţar til ađ skuldadögunum kemur !

 

Oft felst hinn raunverulegi skítaholulýđur einmitt á bak viđ slíkt hegđunarmynstur hrokaháttar og úrkynjunar !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 1179
  • Frá upphafi: 316778

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband