Leita í fréttum mbl.is

Undir hörđu húsbóndavaldi !

 

Brennivíniđ hefur mörgum manninum komiđ á kné. Ţegar ţađ er annarsvegar virđist ekki duga ađ menn séu búnir miklu atgervi. Miklum hćfileikamönnum virđist jafnvel enn hćttara en öđrum. Ógćfan sem svo margir hafa kallađ yfir sig og sína međ ţví ađ leggjast í drykkjuskap er og verđur ómćlanleg á allan hátt !

 

Sumir segja ađ heimsharmurinn steypi mörgum á stútinn og ef til vill er eitthvađ til í ţví. En Bakkus er harđur húsbóndi og ţađ er kaldhćđnislegt ađ heyra suma segja međ hroka ađ ţeir séu sjálfstćđir menn, ţegar allir vita ađ ţeir liggja hundflatir í hvert skipti sem Bakkus kallar !

 

Íslendingar hafa ekki stađiđ sig betur en annarra ţjóđa menn í skiptum viđ Bakkus. Hérlendis hefur óskaplegur drykkjuskapur veriđ landlćgur í margar aldir. Ég fjallađi um ţetta efni á sínum tíma í pistli mínum - Bölvaldurinn Bakkus kóngur - en enn finnst mér ástćđa til ađ fjalla um ţetta ţjóđarböl sem í rauninni er heimsböl !

 

Ţađ virđist vera meginţörf hjá býsna mörgum manninum ađ komast í vímu, áfengisvímu eđa einhverskonar vímu, líklega sem fyrr segir til ađ flýja veruleikann sem mörgum ţykir oft óţolandi. Ţađ er ţó engin lausn fólgin í slíku heldur miklu frekar margföldun á vandamálinu.

 

Mannseđliđ er brothćtt og breyskleikinn er löngum til stađar. Sagt er stundum - ađ vilji mannsins sé hans himnaríki, en ţegar vilji mannsins er hertekinn af illum anda og stjórnađ af honum, er stefnan tekin til verstu vega, jafnt fyrir viđkomandi sem hans nánustu. Ţađ er djöfullegt í alla stađi ađ lenda í klóm Bakkusar !

 

Marga drukkna menn hef ég séđ á ćvi minni, en engan sem hefur aukiđ manndóm sinn međ drykkjuskap. Hinsvegar hef ég séđ marga drukkna menn ađhafast ýmislegt sem ţeir hefđu aldrei gert ódrukknir. Ţegar sómatilfinningin víkur kemur yfirleitt eitthvađ verra í stađinn. Engum manni er ţví sćmdarbót ađ ţví ađ drekka brennivín !

 

Ţađ er ţví augljós farsćld ţjóđar ađ ganga sem minnst á vegi óreglunnar !

 

Áfengi er engum gott,

aldrei bót ţađ styđur.

Flćma ćtti Bakkus brott,

brjóta vald hans niđur !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 203720

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband