Leita í fréttum mbl.is

Um sögutúlkun sérhagsmuna !

 

Fyrir nokkru rćddi bloggari nokkur um byltinguna á Íslandi eftir hrun og er bersýnilegt hvert hann sćkir ćttir sínar í hugmyndafrćđilegum efnum. Hann má líka hafa hverja ţá hugsun sem hann vill fyrir mér, en ţegar hann segir í umfjöllun sinni : ,,Frakkar höfđu ţó rćnu á ađ gera Robespierre höfđinu styttri,” er ekki hćgt annađ en ađ gera athugasemd viđ slíka umsögn, sem er bćđi fölsk og ómerkileg. Ţađ er ekki unnt ađ samţykkja slíka sögutúlkun sem gengur ţvert á ţađ sem gerđist í raun !

 

Menn eins og umrćddur bloggari geta stundum talađ eins og ţeir séu komnir af stórhertogum í 30 ćttliđi og ţađ í beinan karllegg. Alltaf reiđubúnir í raun ađ taka svari forréttinda-ađalsins, alltaf reiđubúnir ađ styđja hin ráđandi peningaöfl, sjálfum sér til hagnađar og fyrir óbreytt ástand. Ég hef skömm á slíkum sérgćđingum !

 

Ţađ var ákveđiđ samsćri gert gegn Robespierre vegna ţess ađ sumir voru ekki lengur öruggir um sjálfa sig. Ţar voru í hópi menn sem vissu sig hafa sitthvađ óhreint í pokahorninu. Ţeir voru langt frá ţví ađ vera fulltrúar fyrir alla Frakka ţó sumir vilji orđa ţađ ţannig. Robespierre átti sér víđa stuđningsmenn. Foringjar alţýđufélaganna stóđu til dćmis allir međ honum. Ţađ er athyglisverđ stađreynd !

 

En áđur en reyndi á endanlegan styrk var búiđ ađ taka Robespierre af lífi, enda voru samsćrismenn međ lífiđ í lúkunum međan hann lifđi. Sumir ţeirra munu líklega hafa séđ eftir ţví síđar ađ hafa snúist gegn Robespierre, ţví međ ţví gerđu ţeir byltinguna nánast ađ engu og forréttindastéttirnar hreiđruđu um sig ađ nýju !

 

Sömu ađilar og fagna yfir drápi Robespierres eru hinsvegar fullir af hryggđ yfir aftöku Karls I, svo ekki sé minnst á aftöku rússnesku keisarafjölskyldunnar. Ţar sést međ hverjum hjarta ţeirra slćr. Ţeir hinir sömu hafa til dćmis enga samúđ međ ţeim 200 manns sem skotnir voru af lögreglunni í Pétursborg á hinum alrćmda blóđsunnudegi 1905. Ţađ var bara óbreytt alţýđufólk – pakk !

 

Hvernig var ţađ svo međ Ceaucescu í Rúmeníu 1989 ? Talađ er af vissum ađilum um ađ Rúmenar hafi tekiđ hann af lífi, eins og öll ţjóđin hafi komiđ ađ ţví verki. Stađreyndin var hinsvegar sú ađ ýmsir menn sem höfđu ekki hreint mjöl í pokahorninu ţögguđu niđur í Ceaucescu, drápu ţau hjónin án dóms og laga !

 

Menn sem höfđu jafnvel lengi veriđ samstarfsmenn og félagar einrćđisherrans voru ţar á međal. Ţeir vildu ekki ađ hann yrđi leiddur fyrir dóm, ţví ţá hefđi hann getađ vitnađ gegn ţeim og líklega dregiđ ţá međ sér í fallinu. Ţađ var ţví tekin sú ákvörđun ađ ţagga endanlega niđur í honum og konu hans. Svo er talađ um drápiđ á Ceaucescuhjónunum sem einhvern sérstakan réttlćtisgjörning !

 

Osama Bin Laden var í svipađri stöđu. Ţađ átti alls ekki ađ handtaka hann og láta hann standa fyrir dómi. Ţađ átti ađ ţagga niđur í honum. Hann vissi allt of mikiđ. Hann vissi allt of mikiđ um ađila sem vildu engan skít á sig fá, ţó skítugir vćru upp fyrir haus. Ástćđurnar fyrir ţví ađ Bin Laden snerist gegn Bandaríkjamönnum eru svo margar ađ ţeim yrđi seint gerđ skil. En međ ţví ađ gera út leiđangur til ađ drepa hann var hann gerđur ađ píslarvotti í augum allra hermdarverkamanna Arabaheimsins og ţeir eru hreint ekki svo fáir. Hann er hetjuímynd í augum ţeirra og ţannig séđ hćttulegri dauđur en lifandi !

 

Ef vestrćn gildi vćru í raun og veru heiđruđ, hefđi átt ađ leiđa ţetta fólk fyrir rétt og dćma ţađ til refsingar í ljósi ţeirra sannana fyrir sekt sem komiđ hefđu fram viđ réttarhaldiđ. En ţađ var ekki gert, einkum vegna ţess sem fyrr greinir !

 

Ađ mćra löglausar aftökur er ekki siđađra manna háttur. Og sá sem ćtlar sér ađ skilja Söguna og lýsa framvindu hennar fyrir öđrum, verđur ađ vera trúr stađreyndum.

Ef hann er ţađ ekki, gerir hann málflutning sinn ótrúverđugan og í raun marklausan.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 69
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 365536

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband