11.5.2019 | 10:19
Rétttrúnaður og hatursorðræða !
Skilaboð sem send eru út til almennings nú á tímum eru oft undarleg, hvort sem um er að ræða boð frá stjórnvöldum, sjálfskipaðri menningarelítu, fjölmiðlavaldi eða háskólasamfélagi, svo eitthvað sé nefnt. Slíkir umboðsaðilar fyrir yfirlæti og uppskrúfaðan menntahroka tala að miklu leyti á svipuðum nótum og þeir hafa löngum gert og eiga litla samleið með almennum hugsunarhætti !
Þeir segja til dæmis að fólki sé ekki treystandi til að búa við eðlilegt mannfrelsi. Það þurfi að setja því mörk hvernig það talar og tjáir sig svo það særi ekki aðra. Það þurfi í stuttu máli að leiðbeina fólki til að hegða sér rétt frá A til Ö. Það er sem sagt talað niður til fólks með ýmsum hætti !
Kjarni málsins er hinsvegar sá, að þessir aðilar vilja setja hömlur á skoðanir sem falla ekki í kramið hjá þeim og aðlagast ekki þeirri sviðsetningu sem kalla mætti rétttrúnaðareinræði og snýst auðvitað um völd og áhrif í samfélaginu !
Forsjárhyggja þessara sjálfhverfu yfirhafningarhópa er oft með ólíkindum. Að sjálfsögðu telja þeir sig alltaf tala fyrir almennri velferð, en segja um leið að það þurfi að stýra málum, svo allt fari ekki í vitleysu. Og að sjálfsögðu á stýrivaldið að vera í þeirra höndum !
Fyrst var reynt að hamra það inn í almenning að ákveðnar skoðanir væru réttar og aðrar skoðanir ættu ekki rétt á sér. Það tókst með þeim hætti að þagga um skeið niður í nokkuð mörgum sem höfðu að mati rétttrúnaðarmanna óheilbrigðar skoðanir. En svo fór fólk að ýfast við þessum stöðuga þrýstingi og segja sína meiningu. Það þótti ekki gott og eiginlega hrein uppreisn gegn réttu agavaldi !
Þá fundu rétttrúnaðarmenn upp hugtakið hatursorðræða. Það vopn átti eiginlega að þagga niður í öllum þeim sem höfðu tilhneigingu til að tala á frjálsum forsendum. Svo voru samdar útfærslur á því hvað væri hatursorðræða og enn er verið að koma þeim sem flestum í lagalegan búning. En þær útfærslur voru auðvitað frá byrjun einhliða og túlkuðu og túlka áfram eingöngu sjónarmið rétttrúnaðarins !
Þegar rétttrúnaðarmenn lýsa því yfir að eitthvað sé hatursorðræða, þá segja þeir jafnframt að þar sé ekki um skoðanir að ræða og rétturinn til slíkrar tjáningar sé því enginn. Skoðanir sem ganga gegn þeirra sjónarmiðum eru sagðar vera fordómafullar og sem slíkar skaðlegar fyrir samfélagið. Þær eigi því hvergi rétt á að heyrast !
Þegar slíkum rétttrúnaðar-málflutningi er haldið fram, eru menn komnir býsna langt frá því sem Voltaire er sagður hafa sagt á upplýsingaöldinni: ,,Ég fyrirlít skoðanir þínar, en er reiðubúinn til að deyja fyrir rétt þinn til að tjá þær !
Nútíminn hefur sýnt sig að vera miklu frekar tími skoðanakúgunar en upplýsingar. Fólki er fyrirlagt að hafa ákveðnar réttlínuskoðanir og því er innprentað að allt þar fyrir utan sé rangt, óheilbrigt og afvegaleiðandi. Og því miður virðist fjórða valdið oft á valdi einhverra rétttrúnaðar-sjónarmiða og þar með algerlega ófært um að sinna yfirlýstri samfélagslegri skyldu sinni að upplýsa almenning um mál með heilbrigðum hætti !
Ef þú hefur látið forrita þig inn í nútíma rétttrúnað af því tagi sem ég er að ræða hér um, ertu vafalítið hlynntur fjölmenningu, sækist eftir viðurkenningu af réttum aðilum fyrir víðsýni og fordómaleysi og ert að öllum líkindum í einhverjum hugarfarslegum tengslum við pólitískt fyrirbæri sem heitir Samfylking !
Samfylkingin er trúlega eini stjórnmálaflokkur landsins sem telur sig algjörlega hreinan af fordómum og þröngsýni. Þar ríkir rétttrúnaðurinn í æðsta veldi, þar svífur víðsýnin yfir vötnunum. Í Logalandi er allt hreint og hrukkulaust og slétt yfir. Þar þekkist varla öfugt orð eða þannig !
En hvernig sem áróðurinn og umræðufalsið er annars framsett, verður því ekki mótmælt að hver og einn verður að axla þá skyldu að bera ábyrgð á orðum sínum og fara ekki lengra en eðlilegt siðferði og borgaraleg ábyrgð leyfir. Það verða hinsvegar allir að fá að meta þau mörk á eigin forsendum og aukin forsjárhyggja er sannarlega engin leið til lausnar þar !
Umboð rétttrúnaðarklíku til valds, hver sem hún annars er, hlýtur alltaf að vera rangt og öfugsnúið og leiða til vandræða. Þeir sem sækjast eftir slíku valdsumboði hafa að öllum líkindum of mikið álit á sjálfum sér og of lítið álit á öðrum. En maðurinn sem einstaklingur verður að vera sem frjálsastur að því að sinna ábyrgð sinni gagnvart sjálfum sér og samfélaginu !
Þegar valdsumboði er beitt í heimildaleysi og ofstæki rétttrúnaðarhyggju og reynt með þeim hætti að svipta aðra hugarfrelsi verða afleiðingarnar yfirleitt slæmar og við ættum að þekkja nokkuð mörg dæmin um slíkt !
Hvernig var hið vaxandi ofbeldisstig gírað upp á hinum friðsælu Norðurlöndum ? Með því að stjórnvöld buðu ótakmörkuðum fjölda innflytjenda að vaða uppi á þjóðarheimilunum. Þjóðirnar voru aldrei spurðar leyfis. Það var ekkert lýðræði viðhaft !
Hverjir eiga þessi lönd, þjóðirnar sem hafa byggt þau síðustu þúsund árin og meira til eða skammsýn yfirvöld sem taka enga ábyrgð á mistökum sínum og þjóna eigin landsfólki illa og sviksamlega ?
Ofbeldið kemur fyrst frá innflytjendum sem eru ekki aðlögunarhæfir. Þar virðist einkum vera um múslima að ræða. Þegar fram í sækir bregðast ýmsir heimamenn svo við hinni stöðugu ágengni með beitingu ofbeldis.
Hvorugt ofbeldið hefði komið til ef einhver skynsamleg stjórnun hefði verið á innflutningi fólks til Norðurlanda. Undirrótin liggur í þeim mistökum sem þar voru gerð og ætla seint að fá einhverja leiðréttingu. Yfirvöld grafa sig í villukenningum og neita að viðurkenna staðreyndir !
Að ætla að kveða niður frjálsa umræðu varðandi vandamál sem hafa verið búin til af skammsýnum valdaklíkum, með því að beita rétttrúnaðar-forskriftum og innleiða sérpantaðar lagasetningar um hatursorðræðu, er fáránleg aðferðafræði nú á tímum og gengur gegn lýðræðislegum frelsisgildum. Þar er eitthvað á ferð sem á rætur í myrkri miðaldanna !
Þar er verið að beita andlegu ofbeldi gegn fólki í skjóli valda og sérhagsmuna og reyna að fella kúgunarfjötra á sjálfstæða hugsun !
Látum ekki múlbinda okkur og segja okkur hverjar skoðanir okkar eiga að vera. Verum frjáls að því að meta mál á eigin forsendum og styrkjum lýðræðið með þeim hætti, eins og vera ber !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 52
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 886
- Frá upphafi: 357154
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 696
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)