Leita í fréttum mbl.is

Píslarvottar eđa gróđapungar ?

 

 

Ţađ hafa margir orđiđ píslarvottar í ţessum heimi og ţurft ađ líđa mikiđ. Fólk sem hefur stađiđ heilt í trú sinni og sannfćringu hefur oft hlotiđ slík örlög. Ţađ er eitt af hinum miklu harmsefnum Sögunnar !

 

En ţjáningar píslarvotta hafa sjaldnast veriđ verđlagđar á peningalegum mćlikvarđa, enda er slíkt ekki hćgt. Hinsvegar virđist sem sjónarmiđ nútímamanna gangi út á ţađ ađ allt megi bćta međ peningum !

 

Ţađ er undarleg siđvilla ađ setja verđmiđa á allt nú til dags og jafnvel ţađ sem enganveginn er hćgt ađ bćta. Konur fá greiddar bćtur hafi ţeim veriđ nauđgađ og ţar međ á víst allt ađ vera klárt og kvitt, - líklega ekki síst fyrir nauđgarann. Hann á ţá kannski ađ geta sagt stórhneykslađur eftir á :

,, Hvađ er ţetta, af hverju er veriđ ađ nudda mér upp úr ţessu, ég er búinn ađ borga henni fullar bćtur !”

 

En hvernig er hćgt ađ meta andlega og líkamlega áverka í slíkum tilfellum til fjár ? Hvernig getur kona sem verđur fyrir slíku ofbeldi fallist á ađ ţiggja peningalega bótagreiđslu fyrir slíkt eins og ţađ sé kvittun fyrir allt sem henni var gert og hún megi bara vera ánćgđ ?

 

Ţađ er eins og nútíminn sé ađ reyna ađ leysa siđfrćđileg úrlausnarefni mannshugans á eins veraldlega praktískan hátt og unnt er og alfariđ á kostnađ ţeirra andlegu verđmćta sem hverjum manni eiga ađ vera gefin !

 

Nú eru í gangi eftirhreytur klúđurslegrar međferđar dómskerfisins á málum sem sköđuđu ófáa einstaklinga sem fyrir sökum voru hafđir án fullnćgjandi sannana, og dćmdir og brennimerktir sem glćpamenn. Ţeim málum virđist vera stefnt í ţann farveg ađ peningalegar bćtur eigi ađ gera ţar allt slétt og fellt !

 

Ţar virđist margra ára ómćldur sársauki og sálarkvöl einstaklinga, sem sumir hverjir eru nú ţví miđur látnir, fyrst og fremst orđiđ peningalegt hagsmunamál sem virđist snúast um ţađ eitt ađ fá sem hćstar bćtur !

 

Ţađ er ekki langt síđan ýmsir ţekktir lögfrćđingar sáust í sjónvarpi óska hver öđrum til hamingju međ ćtluđ málalok í ţessu mesta dómstóla-vitleysumáli seinni ára. Ţađ sýndist vera mikill jólahugur í mannskapnum, ţar var mikiđ fađmast og klappađ á bök og sumar konur virtust kysstar óspart, ađ minnsta kosti ţćr sem ţóttu frambćrilegar til slíkra hóta. Tárin flćddu og allir litu út fyrir ađ vera svo dćmalaust ánćgđir međ niđurstöđu mála – allir sáttir ađ leikslokum !

 

En spyrja má međal annars, hvađa ţátt áttu lögfrćđingar í ferli umrćddra mála ? Hverjir annast um dómskerfiđ í landinu og eiga ađ tryggja ađ réttlćtiđ fái ţar sinn framgang ? Hverjir voru ábyrgir fyrir öllu klúđrinu ?

Hvernig gátu ţessi mál fariđ eins og ţau fóru međ allt ţetta faglćrđa og sérfróđa kerfisliđ ađ störfum sem átti ađ gćta laga og réttar ?

 

Hversvegna fór svo ađ píslarvottar einir voru framleiddir á gangsettu fćribandi dómskerfisins í gegnum umrćdd málaferli og nánast allt gert ţar međ öfugum hćtti, jafnvel međ hjálp yfirlýstra sérfrćđinga erlendis frá ?

 

Og nú virđist sem skađabótamál séu nćsta skrefiđ og á ţeim eiga lögfrćđingarnir líka ađ fitna. Og ađ sjálfsögđu á almenningur ađ borga allt klúđriđ ţegar verđmiđinn hefur veriđ samţykktur af öllum ađilum !

 

Já, ţađ virđist sem sagt vera ađalmáliđ ađ hinar peningalegu bćtur verđi sem hćstar svo ađ ţeir sem viđ ţeim taka geti tekiđ ţví rólega ţađ sem eftir er, – jafnframt ţví líkast til ađ borga sínum lögfrćđingum samţykktar summur fyrir vel unnin störf !

 

Ţađ er sitthvađ í ţessu ferli sem virkar eiginlega á ţann veg, ađ píslarvćtti ţeirra sem voru andlega myrtir af ranglćti kerfisins í ţessum málum virđist eiga fyrir sér ađ verđa - sögulega séđ - lítiđ annađ en fundin leiđ til fjáröflunar !

 

Enn sem fyrr á ađ leysa samfélagslegt vandrćđamál međ ţví ađ bjóđa fólki peningalegar bćtur vegna ranginda sem ekkert getur í raun bćtt.

Siđleysi samtímans virđist ţannig jafnvel geta valdiđ ţví ađ píslarvottar geti breyst í gróđapunga ?

 

Á hvađa leiđ erum viđ í réttarfarsmálum ? Eru lögfrćđingar orđnir ríki í ríkinu ? Undir hvađa reglum starfa skiptastjórar, hverjir skipa ţá og hverskonar sjálftökuréttur á launum virđist vera í gildi ţar ?

Mörgum ţykir sem lögfrćđingur sem fćr einn stóran bita af slíku tagi geti bara fariđ á eftirlaun ađ ţví loknu og lifađ flott !

 

Afskaplega margt í sambandi viđ dómskerfiđ í landinu virđist orđiđ ógeđfellt í meira lagi og ţar er ađ sjá sem stöđug sérgćsku hagsmunamál peningalegs ávinnings séu farin ađ kasta svo stórum og dökkum skugga á réttlćtisgyđjuna ađ hún virđist bara ekki sýnileg lengur !

 

Flćkjustigiđ í dómskerfinu virđist stöđugt breiđa úr sér og fátt sýnist ţar á hreinum grunni. Jafnvel erlendir ađilar međ öll sín óstandsmál gagnrýna kerfiđ hér og telja augljóst ađ margt sé ţar til meins og skađa.

Ekki virđumst viđ ganga götuna til góđs í réttarfarslegum efnum !

 

En eitt er ţó sennilega í allra augum víst og ljóst og ţađ er - ađ lögfrćđingar í ţessu landi eru ekki neinir píslarvottar og verđa ţađ líklega seint !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 1180
  • Frá upphafi: 316779

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 884
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband