9.8.2019 | 21:01
Nokkrar vangaveltur um Sögu !
Það hefur allar götur legið fyrir að Japanar höfðu aldrei nokkra möguleika á að sigra Bandaríkin, jafnvel þótt þeim tækist með sviksamlegum hætti að sökkva nokkrum úreltum herskipum fyrir þeim í Perluhöfn. Isoroku Yamamoto á að hafa sagt eftir þann atburð : ,,Ég óttast að það eina sem við höfum áunnið, sé að hafa vakið sofandi risa !
Og Yamamoto sjálfur fékk ekki að kemba hærurnar. Í apríl 1943 komust Bandaríkjamenn að ferðaáætlun hans til vígstöðva-eftirlits og skutu vél hans niður og drápu hann og mestan hluta herráðs hans. Japanar áttu líklega engan mann með tilsvarandi hæfni sem gat tekið við af Yamamoto og var því dauði hans þeim mikið áfall og álitshnekkir um leið !
En hversvegna Bandaríkjamenn voru að eyða mannafla sínum í að hertaka hinar og þessar smáeyjar hér og þar um Kyrrahafið, hef ég aldrei getað skilið. Helst mætti halda að þar hafi verið sett í gang eitthvert sjónarspil eða leikvöllur fyrir hershöfðingjana og flotaforingjana. Þeim leiddist ekki að stunda sitt stríðs-áhugamál því hvernig sem fór urðu bara aðrir að gjalda fyrir það með lífi sínu !
Auðvitað hefði átt að beina öllum höggum að heimalandi andstæðingsins Japan sjálfu strax í byrjun. Varla hefðu Japanar setið í ró með heri sína hér og þar og út um allar eyjar, ef heimalandið hefði verið í hættu og orðið fyrir stöðugum árásum á meðan. Bandaríkjamenn hefðu átt að hafa fulla burði til að herja með slíkum hætti á Japan mjög fljótlega eftir að stríðið hófst og það er undarlegt að það skuli ekki hafa verið gert !
Hergagnaframleiðsla Bandaríkjanna hafði þvílíka afkastagetu að Japanar áttu engin svör við henni. Það var sama hvort verið var að framleiða flugmóðurskip, tundurspilla, kafbáta eða flugvélar, allt var gert með margföldum yfirburðum í Bandaríkjunum. Af hverju var samt verið að stunda þetta útskanka-stríð í stað þess að miða hernaðar-áætlanir við að lama hjarta andstæðingsins ?
Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að sumir hafi bara viljað láta skemmtunina vara sem lengst. Þegar stríð er í gangi þá er oft eins og það séu jól hjá hershöfðingjunum. Þá eru þeir í alvöru tindátaleik - og það sem meira er - í sviðsljósinu. Ekki bara að fletta kortum í einhverjum herráðs-sölum. Það er sagt að nokkurskonar hirðljósmyndari hafi til dæmis fylgt Eisenhower hvert fótmál, nema á klósettið !
Og þegar Bandaríkjamenn ákváðu að varpa kjarnorku-sprengjum á Hiroshima og Nagasaki, til að spara bandarísk mannslíf að sögn, eftir að hafa spanderað þeim villt og galið um allar eyjar og sker, af hverju var þá ekki frekar tekin sú ákvörðun að varpa bara einni sprengju á Tokyo. Þar var japanska yfirstjórnin til staðar, þar voru þeir sem báru ábyrgð á árásarstefnu Japana !
Ef gera átti slíka árás, sem auðvitað átti ekki að gera, hefði höfuðborgin frekar átt að verða skotmarkið heldur en einhverjar almennar borgir landsins. Tokyo var höfuðvettvangur ábyrgðar og valda í Japan. En það breytir því hinsvegar ekki að samt hefði undir öllum kringumstæðum verið um óverjandi og ófyrirgefanlegan stríðsglæp að ræða !
Bandaríkin eru enn í dag eina ríki veraldarinnar sem hefur varpað kjarnorkusprengjum á fólk og það meira að segja almenna borgara. Þjóð Washingtons, Adams, Jeffersons og Lincolns hefur ein þjóða framið slíkan örlagaglæp og vonandi fer engin önnur þjóð í þau hræðilegu spor !
En minna má á, að talið er fullvíst að MacArthur hershöfðingi og fleiri í forustuliði Bandaríkjanna hafi síðar í raun viljað fá að nota kjarnorkuvopn í Kóreu. Það segir náttúrulega sína sögu um virðingu þessara aðila fyrir mannslífum þegar á allt er litið !
En allur hernaður Bandaríkjamanna í stríðinu á Kyrrahafsvígstöðvunum var hinsvegar með ólíkindum. Hvað skyldi mörgum mannslífum hafa verið fórnað á Iwo Jima og öðrum smáeyjum sem skiptu í raun engu máli í heildar samhengi hlutanna ? Það þurfti fyrst og fremst að sigra Japan heima fyrir og þar hefði frá byrjun átt að láta höggin dynja !
Ótal bækur hafa verið skrifaðar og fjöldi kvikmynda gerður með allskyns áróðursefni um hina vesalings aðþrengdu og illa stöddu Ameríkana, í hetjulegri vörn gegn japanska ofureflinu hér og þar, en þannig var það bara ekki. Japanar voru ekkert ofurefli fyrir Bandaríkjamenn og áttu aldrei nokkurn möguleika á sigri !
Þetta minnir mjög á lýsingarnar af indíánastríðunum, þar sem varnarlausir landnemar voru að berjast við blóðþyrsta villimenn og riddaraliðið stöðugt að vinna ótrúlegar hetjudáðir gegn algjöru ofurefli. En indíánarnir áttu aldrei nokkra andspyrnu-möguleika gegn endalausum innflytjenda-straumnum og mannréttindi þeirra voru fótum troðin og einskisvirt með ótrúlega svívirðilegum hætti. Þar er um að ræða eina ljótustu sögu glæpsamlegs framferðis í allri mannkynssögunni !
Indíánar Norður Ameríku voru murkaðir niður og sviknir í öllum samningum, þó þeir væru bara að reyna að verja rétt sinn til landsins eins og eðlilegt var. En staða þeirra var vonlaus í öllum skilningi þess orðs !
Á móti þeim voru menn sem höfðu þá afstöðu til mála að enginn indíáni væri góður nema hann væri dauður. Villimennskan var meiri hjá þeim sem þóttust vera fulltrúar siðmenningarinnar !
Málstaður þeirra sem tapa fær aldrei sanngjarna umfjöllun. Suðurríkin höfðu til dæmis fullan rétt til að segja skilið við alríkið og stjórna eigin málum. Þar var um sömu réttindavörsluna að ræða og þegar nýlendurnar þrettán risu upp gegn Englendingum. En þrælahaldið varð Suðurríkja-mönnum fjötur um fót. Það er erfitt fyrir menn að sannfæra aðra um að þeir standi í frelsisbaráttu þegar þeir á sama tíma vilja halda öðrum í ánauð !
Hinsvegar var borgarastyrjöldin í Bandaríkjunum í raun að meginhluta valdabarátta milli þeirra sem stóðu með alríkinu og hinna sem töldu sjálfstæði einstakra ríkja grundvallar-atriði. Hollusta manna var yfirleitt frekast bundin þeirra heimaríki !
En þrælahaldið spillti málstað Suðurríkjanna allt frá byrjun og árás þeirra á Sumter virkið fól í sér afgerandi mistök. Alltaf gildir það fornkveðna, að trúverðugleiki manna byggist á því að þeir séu sjálfum sér samkvæmir !
En Bandaríkjamenn virðast því miður afar sjaldan vera sjálfum sér samkvæmir. Þeir virðast ekki telja að sú regla eigi við þá, bara alla aðra. Á sama tíma og þeir segjast standa fyrir gömul og góð sæmdargildi, virðast þeir hiklaust brjóta þau gildi, hvenær sem þeim sýnist, ef þeir telja það þjóna efnislegum hagsmunum sínum og þeir komast líka upp með slíkt framar öllum þjóðum !
Og ef til vill hefur það orðið til þess að ólíklegustu aðilar hafa tileinkað sér ýmsa ósiði þeirra. Japanar virðast til dæmis hafa lært margt af Bandaríkjamönnum frá stríðslokum og ekki hvað síst í viðskiptalegu tilliti. Á tímabili virtist viðskiptajöfnuður þjóðanna meira að segja vera með þeim hætti að spurning væri hver hefði í raun og veru sigrað í stríðinu ?
Margt var rætt um vesturþýska ,,efnahagsundrið á sínum tíma, en þegar litið er á allt það bandaríska fjármagn sem mokað var í Vestur-Þýskaland eftir stríðið, þarf engan að undra að uppgangurinn hafi verið mikill. Hann var hinsvegar ekki byggður á neinni sérstakri efnahagslegri snilld vesturþýskra leiðtoga, heldur á ótakmörkuðum yfirdrætti frá Bandaríkjunum !
Margir afla sér upplýsinga með mjög einhæfum hætti. Lesa gögn frá einni fréttaveitu og láta það duga. En ef menn í raun og veru vilja grafa að rótum mála og komast eitthvað nær því sanna, verða þeir að kynna sér fleiri heimildir og fara í rannsóknarleiðangur í þeim efnum !
En þá geta menn líka oft staðið frammi fyrir býsna óþægilegum hlutum og verða að kunna að taka því sem þá kemur upp. Eitt er nefnilega víst og satt, að glansmyndir sem settar eru upp, eru aldrei í takt við hinn raunverulega sannleika !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 809
- Frá upphafi: 356654
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 641
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)