Leita í fréttum mbl.is

Leikiđ á svörtum nótum !

 

Margrét Thatcher er og verđur gođ á stalli hjá mörgum. Hún komst til valda í Bretlandi ţegar frjálshyggjan reiđ ţar húsum sem mest og var svo ljónheppin ađ hliđstćđur valdhafi var vestanhafs í Hvíta húsinu nánast allan hennar tíma. Ţađ skipti máli fyrir Thatcher ađ eiga frjálshyggju-bandamann ţar, enda vegur breskur ráđamađur ekki mikiđ nú á dögum nema međ ţví móti !

 

Ţađ slitnađi ţví aldrei slefan milli Thatchers og Reagans međan ţau sátu ađ völdum, og auđhringar og önnur máttarvöld myrkranna, kunnu sér ekki lćti ţví ţetta voru sko leiđtogar eins og ţeir áttu ađ vera - ađ ţeirra mati. Ţeir fengu svigrúm til alls og ef eitthvađ skorti á var fyrirstađan fjarlćgđ međ einhverjum hćtti. Thatcher var ţannig alfariđ pólitíkus fjármagnsaflanna og hins svarta íhalds !

 

Til allrar óhamingju var Verkamannaflokkurinn lengi vel í forustukreppu á hennar tíma og náđi af ţeim sökum enganveginn vopnum sínum. Hann stóđ sig ţví hvergi í stykkinu og margir leiđandi menn ţar orđnir deigir og linir og makráđir eins og krötum hćttir svo til ađ verđa. Margt fleira kom líka til sem létti kerlu róđurinn viđ ađ brjóta niđur almenn velferđar markmiđ, en viđ ţá iđju fann hún sig öllu öđru fremur. Seint verđur um hana sagt ađ hún hafi veriđ hliđholl alţýđu manna !

 

Ţađ var nokkuđ snautlegt ađ Thatcher skyldi ađ lokum verđa ađ víkja fyrir John Major, sem er líklega einhver litlausasti forsćtisráđherra Bretlands, ţótt ţeir hafi nú nokkrir veriđ heldur rýrir í rođinu. En stađreyndin var sú, ađ eftir rúman áratug viđ völd voru nánast allir búnir ađ fá alveg nóg af

,, Járnfrúnni ” og yfirgangi hennar og frekju og henni var enganveginn stćtt á ţví ađ sitja lengur. Ekki var ţví mikil reisn yfir endalokunum !

 

Ţađ er haft fyrir satt ađ Thatcher hafi einhverntímann, eftir ađ hún flćmdist frá völdum, látiđ ţau orđ falla, ađ eitt helsta afrek hennar hafi veriđ ađ skapa ,,The New Labour !” Ţađ hefur sennilega hlakkađ í henni ţegar hún lét ţau ummćli flakka. Hún hefđi líklega alveg eins getađ sagt, ađ hún hefđi skapađ hćgri /vinstri manninn ,, Tony Blair !”

 

Tćkifćrissinnuđ hćgri sveifla Verkamannaflokksins kom Blair til valda og ţađ má alveg fćra rök fyrir ţví ađ hann hafi blandađ í stefnu flokksins ákveđnum skammti af Thatcher-isma, en Blair var alla tíđ mjög ófyrirleitinn tćkifćrissinni. Heilsteypt stefna og framtíđarsýn var ekki til í hans vopnabúri. Hann spilađi á stöđu mála frá degi til dags og fór marga hringi ef honum bauđ svo viđ ađ horfa. Kjaftagleiđur var hann alla jafna og óforskammađur og blađrađi sig löngum í gegnum allt !

 

Ţegar loks kom ađ ţví ađ hann eftirlét skugga sínum Gordon Brown forsćtisráđherra-embćttiđ munu fáir hafa saknađ hans, svo illa var hann búinn ađ leika eigin orđstír. Ţađ voru eiginlega allir svo fegnir ađ losna viđ hann, ađ ţađ var í fyrstu ekki hugađ mikiđ ađ eftirmanninum !

 

En Brown var í raun af sama sauđahúsinu en hafđi hinsvegar enga útgeislun sem Blair hafđi ţó. Ţegar hann tók viđ, var ţađ eins og ţegar Halldór tók viđ af Davíđ. Ţumbarar tóku viđ í báđum tilfellum og reyndust afleitir leiđtogar eins og viđ var ađ búast !

 

Ţađ er vafasamt ađ breskt velferđarkerfi bćti stöđu sína í komandi tíđ, ţví hvađan ćtti viljinn til ţess ađ koma ? Kratar í Bretlandi virđast alfariđ komnir á mála hjá fjármagnsöflum og markađsvćđingar-postulum engu síđur en íhaldsmenn og víđar má sjá svipađ ferli eins og til dćmis í Svíţjóđ, ţar sem kratar hafa algerlega misst tengslin viđ fyrri hugsjónir !

 

Sennilegt er ađ almenn lífskjör versni á nćstu árum í Evrópu og margt leiti í gamlan farveg međ snobbi, konungadýrkun og skerđingum á almennum mannréttindum. Í ţeim hópi sem ađhyllist hvađ mest svarta íhaldsstefnu, endurvakta mismunun og fjárhagsleg forréttindi. verđur nafn Margrétar Thatcher líklega alltaf ofarlega á blađi, en varla hjá öđrum !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 805
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 632
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband