Leita í fréttum mbl.is

Lýđveldiđ Ísland !

 

 

Ţegar Ísland var lýst lýđveldi var ţjóđin tilbúin ađ leggja af stađ í leiđangur. Hefja vegferđ til góđra mála og mannlífs sem gćfi forsendur fyrir ađ hver mađur gćti notiđ réttlćtis og virđingar í samfélaginu !

 

Margt hefur gerst síđan og sannarlega hefur margt áunnist. En margt hefur líka fariđ á annan veg en ađ var stefnt. Farsćldarţjóđfélagiđ hefur ekki orđiđ eins og vonir stóđu til. Margskyns hindranir hafa komiđ í veg fyrir ţađ, ekki síst hin samviskulausa sérgćska sem alltaf gleymist ađ gera ráđstafanir viđ. Samfélagsleg samstađa, jafnvel í mestu réttlćtismálum, hefur ţví oft orđiđ minni en skyldi !

 

Viđ tókum upp á ţví ađ hafa forseta, sem einhverskonar yfir-blúndulagningu á lýđveldis-sköpunina og hefur mér aldrei hugnast sú ráđstöfun. Ólafur Ragnar hnykkti ţó á ţví ađ embćttiđ gćti virkađ sem öryggisventill fyrir ţjóđina í stórum vafamálum, en eftirmađur hans er ekki sérlega líklegur til ađ taka fast á málum ţegar ţannig stađa er uppi !

 

Guđni er vafalaust gćđaskinn, og ţeir hafa sjálfsagt veriđ ţađ allir forsetarnir, en kostnađur og annađ réttlćtir ekki ađ vera međ svona embćtti bara fyrir hégómann, pompiđ og lúkkiđ !

 

Ţađ hefđi veriđ tekiđ eftir ţví í veröldinni ef viđ Íslendingar hefđum skoriđ okkur úr međ ţetta og viđhaft annađ og betra siđamat. En ţar féllum viđ á manngildisprófinu. Og nú eru hátíđisdagar eins og 17. júní notađir óspart af forsetaembćttinu til ađ drita út orđum, ţó alltaf sé veriđ ađ tala um ađ stilla slíku í hóf. En sjaldnast verđur haldiđ aftur af hégómanum !

 

Ég er ţokkalega sáttur viđ ađ vera Íslendingur, en 17. júní er mér samt meira virđi sem fćđingardagur móđur minnar en sem ţjóđhátíđardagur. Og ţó er hann međ vissum hćtti ţjóđhátíđardagur í mínum huga, einmitt vegna ţess ađ hann er fćđingardagur móđur minnar. Hún hefđi orđiđ 90 ára í dag en varđ bara fimmtug. Krabbameiniđ sá til ţess eins og međ svo marga ađra. Ástvinamissi verđum viđ öll ađ reyna !

 

Móđir mín fćddist á Sigríđarstöđum í Vesturhópi, bć sem fyrir löngu er kominn í eyđi. Engin var ljósmóđirin, fađirinn einn til stađar og hann tók á móti dóttur sinni. En ţó allt vćri líklega af skornum skammti af veraldlegum gćđum, var gleđi ungu hjónanna vafalaust heil og sönn og ţeirra fyrsta barn ţar međ fćtt, heilbrigt og sterkt !

 

Ţá var Ísland konungsríki, en sem betur fer losuđum viđ okkur viđ ţađ stjórnarform áriđ sem móđir mín fermdist og gerđumst lýđveldi. En ţá ţurftum viđ endilega ađ vera svo ţroskalítil ađ stofna ţetta forsetaembćtti………. til dýrđar hégómanum !!!!!!!!!!!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 442
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 1680
  • Frá upphafi: 317938

Annađ

  • Innlit í dag: 364
  • Innlit sl. viku: 1310
  • Gestir í dag: 350
  • IP-tölur í dag: 349

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband