Leita í fréttum mbl.is

Engum er Kári líkur !

 

Sú var tíđin ađ hér á landi lifđi mađur sem ţótti afreksmađur mikill og ađ flestu leyti vel gerđur. Sigurđur jarl Hlöđvisson í Orkneyjum og Flosi á Svínafelli sögđu báđir um hann ađ hann vćri engum líkur !

 

Ţađ er kunnugt ađ sagan á ţađ til ađ endurtaka sig. Nú er enn kominn fram á ţjóđarsviđiđ mađur ađ nafni Kári og munu ýmsir ćtla ađ hann sé engum líkur, ekki síđur en nafni hans fyrir rúmu árţúsundi. Hann er ađ minnsta kosti vígfimur til orđs og ćđis og rökfastur í besta lagi :

 

Kári býsna brattur er,

birtir rćđur fimar.

Magnađur í málin fer,

meira en lítiđ skimar !

 

Nútíma-Kári er eins og allir vita mjög vísindalega hugsandi mađur. Hann kom ađ mér skilst frá Bandaríkjunum á sínum tíma, eftir ríkulega skólun ţar, búinn til stórrćđa. Líklega var hann á ţeim tíma međ ţá hugsjón helsta í klárum kollinum ađ kenna okkur mörlöndum ćđri speki út frá hávísindalegum formúlum á ekta nútímavísu !

 

Ţađ hefur ţó gengiđ heldur illa, ţví viđ Íslendingar erum sjaldan ginkeyptir fyrir innfluttri háspeki og kjósum yfirleitt frekar hundaţúfuheimspeki átthaganna. Nútíma-Kári er ţví stundum ţreyttur á okkur og meintu skilningsleysi okkar á bođunarhlutverki hans. En hann lćtur ekki deigan síga fyrir ţví og talar beinskeytt gegn ţví sem honum finnst ađfinnsluvert og telur sig geta bent á lausnir í mörgu. Mćtti ţví sem best kveđa um hann á eftirfarandi hátt:

 

Forstjóri í verkum vaskur,

varast alla hleypidóma.

Er sem fleytifullur askur

flesta daga af ţykkum rjóma !

 

Mađurinn hefur vissulega margt fram ađ fćra og hann skimar víđa og virđist hafa til ađ bera alsjáandi auga eins og Óđinn forđum. Hann hikar heldur ekki viđ sem fyrr segir ađ hafa ţađ á orđi sem hann sér, jafnt í fólki sem ađstćđum öllum. Um slíkt mćtti sem best kveđa eftirfarandi:

 

Skyldi hann hafa sjálfur séđ

súra eins og fýlupoka,

tíu ára telpu međ

talsvert mikinn eđlishroka ?

 

En hver er ţessi mađur, hann er vissulega umdeildur og menn hafa ýmsar skođanir á honum. Er hann sjálfstćđur yfirmađur vísindaseturs á rammíslenskum forsendum eđa ţjónustumađur erlendra lyfjahringa ?

 

Er hann harđsođinn einkaframtaksmađur - eđa er hann, og getur hann veriđ ţjóđhollur jafnt fyrir ţví ? Eđa er hann í öđrum og verri skilningi, enn einn hirđmađur erlendra hagsmuna á Íslandi ? Nógir eru ţeir svo sem til eins og fyrri daginn. Hvar og hvernig er Nútíma-Kári nákvćmlega stađsettur á sviđinu sem persónuleiki ? ,,To be or not to be,” ţađ er spurningin ?

 

Kannski vildi hann verđa ríkur,

valda kaus ađ sleikja klíkur ?

En varla er hér annar slíkur.

Engum manni er Kári líkur !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 443
  • Sl. viku: 1328
  • Frá upphafi: 317968

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1015
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband