Leita í fréttum mbl.is

,, A House Divided Against Itself Cannot Stand !”

 

 

Međ hvađa hćtti byrjađi hinn einsýni fjölmenningaráróđur síđari tíma ? Hvar voru stofnuđ ríki sem ekki byggđu á ţjóđmenningu og sameiginlegum rótum ? Og hvernig hafa ţćr tilraunir gengiđ ?

Hafa ekki Bandaríkin og Sovétríkin veriđ, hvort međ sínum hćtti, dćmi um slík fjölmenningarríki ?

 

Viđ getum í ţessu sambandi spurt ýmissa spurninga : Hversvegna leystist Júgóslavía upp sem ríki ? Af hverju gátu Tékkar og Slóvakar ekki lifađ undir sama ríkisţaki ? Af hverju er Skotland ađ ţreifa sig áfram til sjálfstćđis ? Af hverju vill Katalónía verđa sjálfstćtt ríki og Baskahéruđin sömuleiđis ? Af hverju sameinuđust Vestur og Austur Ţýskaland ?

 

Í Sovétríkjunum átti ađ brćđa saman í eina heild meira en 100 ţjóđir, stórar og litlar, međ eins ólíkan bakgrunn og hugsast gat. Ţađ átti ađ brćđa ţetta allt saman á grundvelli nýrrar hugmyndafrćđi. En hvernig fór ? Jafnvel mjög skyldar ţjóđir gátu ekki komiđ sér saman um stöđu mála. Allt fór í óefni og allt rak sig ţar á annars horn og sundrađist !

 

Stćrsta ögnin í ţeim fjölmenningarpotti sleit sig fyrst frá öllu saman og yfirtók svo allt ađ lokum. Ţannig fór međ ţá fjölmenningu ? Nú sitja allir ţar austur frá undir ćgivaldi Rússa, eins og var á keisaratímanum. Til hvers var barist og ósamstćđri ríkisheild komiđ á ? Milljónum mannslífa fórnađ fyrir ónýtan einingardraum ?

 

Bandaríkjanna bíđa sömu örlög. Ţau fá ekki stađist til lengdar. Andstćđurnar innan alríkisins eru orđnar allt of miklar og sprengja bráđlega af sér allar núgildandi lagaviđjar. Ţađ er ekki stefnt sömu leiđ. Fjölmenning Bandaríkjanna gengur ekki upp öllu lengur međ sína alríkiskúgun og lýđrćđiđ ţar er sjáanlega komiđ ađ ţolmörkum !

 

Ekkert á ađ sameina alla Bandaríkjamenn nema fáninn, og hann dugir ekki til. Ţjóđlegar rćtur eru svo margvíslegar ađ ţćr vísa ekki á neina samleiđ. Á sínum tíma sagđi Lincoln, er hann lokađi á ţađ ađ Suđurríkin mćttu fara sína leiđ : ,, A House Divided Against Itself Cannot Stand !”

 

En ţar var aldrei um eitt hús ađ rćđa heldur ţrjátíu og fjögurra húsa ţorp. Tuttugu og ţrjú húsanna voru undir valdi sem ellefu hús í ţorpinu voru ekki lengur tilbúin ađ sćtta sig viđ. Ţađ var engin friđsamleg lausn fundin á ţví vandamáli. Báđir ađilar héldu fast viđ sitt. Ţađ endađi međ borgarastyrjöld og brćđravígum !

 

Sama má segja um öll ríki sem reyna ađ byggja tilveru sína á fjölmenningu og samsteypu ţess sem á ekki samleiđ ,,A House Divided Against Itself Cannot Stand !” Ţjóđasafn er ekki ţađ sama og ţjóđ !

 

Áriđ 1861 áttu ţáverandi Bandaríki ekki lengur samleiđ. Og reyndar var ţađ ljóst löngu fyrr. Ţau ríki sem slitu sig frá alríkinu á ţeim tíma fengu samt ekki viđurkenningu á frelsi sínu til ađ gera ţađ og ráđa sínum eigin örlögum. Ţau fengu ekki ađ flytja burt úr alríkisţorpinu !

Forustumenn alríkisins í Washington vildu ráđa ţar málum. Réttur einstakra ríkja til sjálfsákvörđunar var fótum trođinn. Ţví fór sem fór !

 

Styrjöldin sem fylgdi kostađi 600.000 manns lífiđ og tólf ára yfirdrottnun Norđurríkjanna yfir Suđurríkjunum varđ framhaldiđ. Suđurríkin voru hersetin og urđu ţannig fyrsta nýlenda bandaríska alríkisvaldsins og ţar komust bandarískir ráđamenn á arđránsbragđiđ !

 

Norđurríkin léku í raun hlutverk Stóra Bretlands nýlendutímans gagnvart hinum sigruđu Suđurríkjum. Frelsi íbúa ţar til ađ ráđa eigin málum var virt ađ vettugi. Ţrćlahaldiđ hafđi aldrei veriđ meginmáliđ í deilunni ţó margir vilji alltaf láta sem svo hafi veriđ. Ţađ var fyrst og fremst tekist á um ríkisheildina og sjálfrćđisfrelsi hvers ríkis gagnvart alríkisvaldinu !

 

Heimsveldishugsunin fór eftir borgarastyrjöldina ađ verđa daglegur gestur í Hvíta húsinu og ađ lokum settist hún ţar ađ. Hugsjón frelsisstríđs nýlendutímans var ţar međ gleymd og grafin ásamt öllu ţví sem ţá hafđi veriđ barist fyrir. Hervaldiđ eitt sat eftir, grátt fyrir járnum í hásćti hrokans, í höfuđborginni sem kennd var viđ ,,frelsishetjuna” Washington hershöfđingja !

 

,,A House Divided Against Itself Cannot Stand !” Sú stađreynd opinberađi sig enn og aftur međ skýrum hćtti í árásinni á ţinghúsiđ í Washington fyrir rúmu ári. Enginn hefđi trúađ fram ađ ţví, ađ slíkur atburđur gćti átt sér stađ ţar vestra. En ţađ sem gerđist var bara stađfesting á veruleika ţess sem er komiđ til ađ vera. Fólk á ekki lengur samleiđ !

 

Bandaríska lýđrćđisbyggingin hefur í raun aldrei veriđ sérlega sterk ţó hún sé stór. Í Bandaríkjunum er margt á sveimi sem byggir ekkert upp en rífur margt niđur. Öfgafullur fasismi er víđa til í Bandaríkjunum og hann fer vaxandi og ógnar öllu lýđrćđi í ţessu mikla sambandsríki.

Harđlínumenn til hćgri eru ađ missa tök sín og ţeir vita ţađ. Ćtlun ţeirra er ađ endurheimta fyrri valdastöđu sína međ öllu ţví ofbeldi sem til ţarf. Árásin á ţinghúsiđ sannađi ţađ afgerandi !

 

Hin svokallađa bandaríska ţjóđ er margklofin og valdamiklir hópar innan ríkisins stefna út og suđur. Sundrungin eykst í alríkinu og Bandaríkin munu falla eins og önnur fjölţjóđaríki fyrir ţeirri vöntun sem gerir alla innviđi ţeirra í raun og veru máttvana. Ţar er hver höndin upp á móti annarri. Burđarvirki ríkisins er ţegar ađ miklu leyti orđiđ ónýtt !

 

Fjölmenningin í Bandaríkjunum getur ţannig enganveginn skilađ af sér heildstćđu öryggi til lengdar, hvorki fyrir heiminn né Bandaríkin sjálf.

Jafnvel gjörsamlega óhćfur valdamađur eins og Donald Trump vissi ađ Bandaríkin voru ekki mikil lengur. Hann vildi gera Bandaríkin ,, Great Again !”

 

En slíkt getur enginn gert héđan af. Bandaríkin eru ţegar vegin og léttvćg fundin. Ţau hafa spillt sínum tćkifćrum og eru nánast rúin trausti. Spurningin er ađeins hvenćr hiđ endanlega fall ţeirra verđur !

 

Kannski verđa í framtíđinni 3 – 4 ríki ţar sem Bandaríkin eru nú. Kannski verđur til sérstakt ríki ţar suđvestantil og kannski rísa Suđurríkin á ný sem sjálfstćtt ríki. Kannski verđur Nýja England sérríki ? Hver veit ?

 

Stađreyndin í veruleikanum er einfaldlega sú - ađ ađeins ţjóđríki geta haldiđ velli til lengdar ; ekki ríki sem verđa suđupottar átaka vegna ţess ađ ţegnarnir eiga enga samleiđ !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 136
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 1374
  • Frá upphafi: 317632

Annađ

  • Innlit í dag: 120
  • Innlit sl. viku: 1066
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband