Leita í fréttum mbl.is

,,Ţá vil ég tala líka !”

 

 

Ađ leggja orđ í belg, ađ leggja eitthvađ inn í umrćđu, hlýtur ađ vera flestum nćrtćkt og eđlislćgt, ef ţeir á annađ borđ hafa einhverjar skođanir fram ađ fćra, sem ţeir geta gengiđ út frá. Ađ öllu eđlilegu ćtti ţađ ađ geta talist ósköp mannleg tilhneiging ađ vilja segja sitt !

 

Ástćđan fyrir mínum pistlaskrifum hefur alltaf veriđ mjög einföld. Ég hef viljađ fylgja inntaki ţekktrar vísu eftir Káinn og löngum haft hana fyrir mín einkunnarorđ - en hún hljóđar ţannig :

 

Fyrir ţví lítiđ hef ég haft

heimsku minni ađ flíka.

En ţegar ađrir ţenja kjaft

ţá vil ég tala líka !

 

Og af hverju skyldi mađur ekki láta í sér heyra, ţegar tjáning orđs er orđin jafn yfirtaksmikil og hún er í samfélaginu í dag ? Ef nánast allir eru ađ ţenja kjaft ţví skyldi mađur ekki gera ţađ líka ? Er ţađ ekki frelsi og mannréttindi ađ tjá sig og láta hvergi deigan síga ?

 

Sem betur fer sitja Íslendingar ekki almennt úti í horni – í fýlu – og ţegja. Fólk tjáir sig, lćtur í sér heyra og hefur í flestum tilfellum frá mörgu ađ segja. Netiđ er ţannig orđiđ ađ nokkurskonar Háskóla samfélagsins !

 

Í deiglu ţess er ţví margvíslegt lćrdómsefni í gangi. Og lýđrćđiđ á ađ geta blómstrađ í gegnum mannleg samskipti međan ţau eru heilbrigđ og falslaus. Eđa hvađ segir hiđ fornkveđna en gildisbćra orđtak, mađur er manns gaman !

 

Netiđ er orđinn vettvangur umrćđu sem ekki verđur svo auđveldlega kćfđ. Rödd fólksins fćr ađ heyrast, fólk getur sagt skođun sína. Sennilega er flestum valdaöflum illa viđ netiđ jafnvel ţó ţau noti ţađ líka !

 

Möguleikar umrćđunnar eru orđnir svo fjölbreyttir ađ kúgarar valdbeitingarinnar eru í stökustu vandrćđum. Allt lekur út međ einhverjum hćtti !

 

Viđ ţurfum menn eins og Julian Assange, menn sem berjast gegn leyndarhyggjunni og myrkravaldinu í heiminum, öllu svínaríinu og ofbeldinu í kringum ríkisvćddar kúgunarstofnanir. Fólk vill fá ađ búa viđ friđ en ekki stríđ. Ţađ vill fá ađ eiga sitt líf međ frjálsum hćtti !

 

Höldum umrćđunni áfram og verjum umrćđuréttinn. Orđ eru til alls fyrst og látum ábyrgđ fylgja orđum, okkur sjálfum til ćru og uppbyggingar !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 291
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 317787

Annađ

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 1198
  • Gestir í dag: 249
  • IP-tölur í dag: 247

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband