30.8.2022 | 13:53
Menn eru gerendur hlutanna !
Eitt af þeim orðskrípum sem leiðandi fólk hefur gjarnan gripið til, ekki síst í seinni tíð, er að ekki eigi að deila á manninn heldur málefnið. Þetta er líklega gert í varnarskyni til að létta ádeilu á þá sem forustu-hlutverkum gegna. En það gleymist þá að menn eru fyrst og síðast gerendur hlutanna !
Á sem sagt að gagnrýna nazismann en ekki Hitler ? Á að gagnrýna kommúnismann en ekki Stalín ? Á að gagnrýna kapítalismann en ekki Morgan eða Rockefeller ? Af hverju er viðleitnin iðulega sú að fría þá menn við ábyrgð sem voru fremstir í því að skapa ógæfuferlið sem varð ?
Hvað hefði orðið úr nazismanum ef Hitler hefði ekki haft forustuna með sefjunarvaldi sínu og djöfullegum framgangsmáta ? Hvernig hefði kommúnisminn hugsanlega þróast ef Stalínisminn hefði ekki komið til ? Hverjir mögnuðu upp arðránseðli kapítalismans meira en Morgan og Rockefeller ? Staðreyndir Sögunnar segja oftast sitt með skýrum og afgerandi hætti !
Af hverju má þá ekki tala hreint út um hlutina og vísa ábyrgð illrar framvindu til þeirra sem fyrir henni hafa staðið og standa ? Við vitum auðvitað að þeir sem hafa völd og mikið af peningum eignast formælendur og áhangendur í þessum heimi langt umfram verðleika, en af hverju má ekki gagnrýna þá fyrir breytni þeirra ef hún gefur fullt efni til þess ?
Við vitum líka að keyptir formælendur og áhangendur eru ekki þekktir af því að vera sannleikans megin þegar mál eru gerð upp. Þar er hvorki sannfæring eða samviska vakandi í brjóstinu aðeins buddunnar lífæð !
Málefni verða ekki til af sjálfu sér. Þau eru vakin upp og sett fram af einhverjum. Ef þau eru og reynast fyrirlitleg frá eðlilegu, siðrænu og mannlegu sjónarmiði, þá er sá líka fyrirlitlegur sem veitir þeim brautargengi. Það ætti að vera auðvelt mál að skilja það !
Það er því ekkert óeðlilegt eða rangt við að gagnrýna viðkomandi mann fyrir að vekja upp það sem reynist illt og niðurbrjótandi fyrir heilbrigð samfélagsleg gildi. Gerandi slíks athæfis veldur upphafinu og hlýtur að teljast ábyrgur fyrir því sem hann hrindir af stað !
Gott er jafnan að gagnrýni sé hófstillt en ekki merkt ofstæki og öfgum. En að gagnrýna bolta en ekki mann er að drepa allri markvissri ádeilu á dreif og þar með árangri hennar. Einhver sparkar boltanum og boltinn gerir ekki neitt einn og sér. Gagnrýni þarf því að beinast að gerendum hlutanna !
Þeir sem boða niðurrif heilbrigðra samfélagslegra gilda eru ekki og mega ekki verða hafnir yfir gagnrýni. Laodíkeu andi þeirra hlýðir engum lögum og stefnir ekki að neinu góðu. Hann er víða á ferli í dag og gegn honum þarf að berjast fyrir uppbyggingarmálum réttlætis og sannleika, í nafni allra heilbrigðra siðagilda mannlegs samfélags !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 247
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 356948
Annað
- Innlit í dag: 216
- Innlit sl. viku: 848
- Gestir í dag: 209
- IP-tölur í dag: 208
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)