Leita í fréttum mbl.is

Pappírsbúkar kjarkleysisins !

 

 

Stefan Zweig var mikill hćfileikamađur og eftir hann liggja merk ritverk. Hann lifđi á ţeim tímum ţegar nazisminn virtist ćtla ađ útrýma allri mennsku úr veröldinni. Zweig var Gyđingur og ţó ađ erfitt hafi veriđ fyrir marga ađ lifa umrćdda tíma, mun ţađ hafa veriđ langtum erfiđara fyrir Gyđinga. Sá kynstofn stóđ frammi fyrir algjörri útrýmingu !

 

Sú heimsmynd sem nazisminn málađi upp á heimskortiđ gerđi ekki ráđ fyrir neinu lífsrými handa Gyđingum. Ţar var ein mesta mannvonska sem opinberast hefur ađ verki. Stefan Zweig, Albert Einstein, Sigmund Freud og ađrir ţálifandi Gyđingar fundu fyrir ţeirri illsku meira en ađrir, vegna ţess ađ hún beindist sér í lagi ađ ţeim og ţeirra ţjóđ !

 

Ţeir urđu margir hverjir ađ flýja land, en hvert áttu ţeir ađ fara ? Mörg ríki ýfđust viđ ţeim og vildu ekki veita ţeim viđtöku. Jafnvel Ísland er ekki sagt hafa boriđ ţar hreinan skjöld. Stefan Zweig og kona hans fóru til Brasilíu. Ţar hélt hann áfram ađ skrifa bćkur, uns volćđi vonleysisins virđist hafa yfirtekiđ alla hugsun hans.Ţađ er gömul og ný saga í hörđum heimi !

 

Ţau hjónin sviptu sig lífi í febrúar 1942 og virđast ekki hafa gert sér nokkra grein fyrir ţví ađ ţá var ađ byrja ađ rofa til gegn ógn nazismans. Svo myrkt hlýtur ađ hafa veriđ í huga ţeirra á lokastundinni. Kjarkleysi gagnvart stöđu mála gerđi líklega út af viđ ţau !

 

Stefan Zweig ritađi á seinni árum sínum bók um Erasmus, hinn eitt sinn alkunna húmanista. Erasmus ritađi verk sín á frábćrri latínu og var ekki ţjóđtungumađur. Ţessvegna hafa flest rit hans orđiđ gleymskunni ađ bráđ nema kannski síst lofgerđin um heimskuna. En eins og flestir vita er aldrei vöntun á heimsku í ţessari veröld okkar og víđa er hún lofuđ !

 

Bók Zweigs um Erasmus er merkileg eins og flest verk hans hafa veriđ og hefur nýlega veriđ ţýdd á íslensku af Sigurjóni Björnssyni. Ţar er nánast hver setning hlađin sterku innihaldi fyrir hugsunarlegum framgangi !

 

Ţađ kann hinsvegar ađ vera mikil spurning hvort Zweig er ţar í raun og veru ađ skrifa um Erasmus eđa sjálfan sig. Hann kemur nefnilega víđa inn á kjarkleysi Erasmusar og ótta hans viđ ađ taka beina afstöđu til mála. Ţađ er eins og hann sé ađ glíma viđ eigiđ kjarkleysi og finna svör viđ ţví !

 

Erasmus var alla ćvi kvíđinn og kjarklaus mađur og líklega töluvert kjarklausari en Zweig. Báđir ţessir hćfileikamiklu menn voru í raun viđkvćmir pappírsbúkar sem vildu umfram allt fá ađ vera í friđi međ sín hugđarefni frá skarkala heimsins !

 

En heimurinn var í báli á beggja dögum og ţeir soguđust inn í ástandiđ eins og ţađ var. Annar tók aldrei neina ákveđna afstöđu til mála og dćmdi sig ţannig úr leik, hinn fylltist vonleysi um framtíđ mannkynsins og kaus ađ fyrirfara sér !

 

Á örlagatímum geta slíkir menn aldrei orđiđ leiđtogar, ţrátt fyrir mikla hćfileika. Til ţess mun kjarkleysi ţeirra vera allt of mikils ráđandi í sálarlífi ţeirra. Zweig lýsir ţví mjög afgerandi í sögu sinni um ćvi Erasmusar, en sú saga segir líklega býsna mikiđ um hann sjálfan !

 

Frásögn Zweigs virđist ţannig knúin af einhverri innri ţörf höfundar til ađ útskýra og jafnvel réttlćta - ađ ekki verđa allir hetjur ţegar á hólminn er komiđ. Ţar er hann greinilega í mikilli vörn fyrir Erasmus og líklega sjálfan sig. Ţađ er hinsvegar verkefni hugsandi lesenda ađ dćma um hvernig honum vannst sú vörn !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 1325
  • Frá upphafi: 317304

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1028
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband