Leita í fréttum mbl.is

Hugleiđingar um framtíđ sem verđur kannski ekki lifuđ !

 

Fróđlegt er ađ skođa veraldarsviđiđ út frá ţeirri sviđsmynd sem kann ađ vera á nćstu grösum ef hernađarhyggjan fer stöđugt vaxandi og allir vilja veifa vopnum og halda víst ađ ţađ sé leiđin til friđar, en svo er auđvitađ ekki og hefur aldrei veriđ !

 

Nokkur ríki í heiminum eru ţađ stór og fjölmenn ađ ţađ er engum fćrt ađ reyna ađ hernema ţau og ráđa yfir ţeim. Viđ getum til dćmis í ţví sambandi nefnt Bandaríkin, Brasilíu, Kanada, Rússland, Kína og Indland og raunar fleiri ríki !

 

Nokkur ríki eru ţar ađ auki svo fjölmenn, ţó ţau séu ekki svo rosalega stór, ađ ógerningur vćri ađ halda ţjóđum ţeirra niđri međ hervaldi og hersetu. Ţađ ţyrfti milljóna her til ţess og skćru-hernađur og andstađa viđ slíka hersetu krefđist mannfórna sem enginn árásarţjóđ ţyldi til lengdar. Ţar yrđi um margfalda Víetnam-styrjöld ađ rćđa og ólýsanlegt rottustríđ út í gegn !

 

Ef til stórstyrjaldar kemur milli Nató-ríkja og Rússlands út af Úkraínu-málunum er líklegt ađ framvindan verđi sú ađ fleiri ríki muni fljótlega dragast inn í ţá átakasögu. Enginn veit til hvers slík atburđarás kćmi til međ ađ leiđa. Ţá mun dauđinn verđa viđ allra dyr og hinsta sjálfskaparvítiđ, Ragnarökin sjálf verđa ekki umflúin úr ţví. Eins og menn sá svo munu ţeir og uppskera !

 

Ţađ má nefnilega telja nokkuđ víst ađ til kjarnorkuvopna muni verđa gripiđ áđur en lýkur. Strax og halla fer á annan ađilann í slíkri styrjöld mun hann nota ţađ sem hann hefur til. Ţar mun eflaust koma til hinn eilífi sjálfsvarnarréttur og sú hugsun ađ sćlast verđi ţá sameiginlegt skipbrot og endanlegt fall. Ţađ verđur nefnilega aldrei neinn sigurvegari eftir kjarnorku-styrjöld !

 

Í slíkri styrjöld mun til dćmis bandaríska ţjóđin fá ađ kynnast ţví helvíti af eigin reynd sem hún hellti yfir óbreytta borgara í Hiroshima og Nagasaki, almenna ţegna sigrađrar ţjóđar. Allt stjórnvaldsliđ Bandaríkjanna vildi endilega fá ađ prófa nýja leikfangiđ í nafni hins ameríska friđar, en sá falski friđur hefur veriđ ţjóđum jarđar dýr allt fram á yfir-standandi stund !

 

Kjarnorkan mun ekki hlífa neinum og enginn mun sleppa frá tortímingarmćtti hennar ef til hennar verđur gripiđ. Jafnvel Jens Stoltenberg mun ekki lifa slíkt af ţó kok-hraustur ţyki nú um stundir. Leiđtogar í austri og vestri munu farast ásamt ţjóđum sínum. Engir Nató-sagnfrćđingar munu verđa eftir til ađ skrifa ţá sögu og engir Rússasagn-frćđingar heldur. Allir verđa dauđir og kannski verra en ţađ !

 

Kjarnorkukafbátar í undirdjúpum hafsins munu sjá um hefnd fyrir óvćnta árás ef út í ţađ fer. Og hćtt er viđ ađ stórborgir heimsins margar hverjar muni fá sinn blóđuga skammt rausnarlega útilátinn í dauđa og eyđileggingu. Ţeir sem lifa svo sjálfar sprengjurnar af munu síđan deyja miklu verri dauđa af afleiđingum geisla-virkni !

 

Ţađ mun ţá toppa sig endanlega til hvers grćđgi mannsins hefur leitt hann, ţegar vítislogar kjarnorkustríđs flćđa yfir jörđina og ţetta heillum horfna mannkyn hefur útspilađ sitt lífshlutverk !

 

Eru ţađ slík örlög sem menn sćkjast eftir og vilja fá yfir sig ? Ţađ er nefnilega engu líkara en svo sé !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 35
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 604
  • Frá upphafi: 365502

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband