23.11.2007 | 23:53
SPARTAKUS - frumort ljóð.
" Neisti af heift í ösku þrælaóttans,
ormstönn dauðabeygs í gervi þóttans ".
Kvöld í Róm - Einar Benediktsson
*
Ávallt ég dáist að Þrakverjans þrótti,
þrælanna foringi og hetja hann var.
Rómverjum flestum stóð af honum ótti,
ægiskjöld reiðinnar gegn þeim hann bar.
Frelsisþrá vakti hann í körlum og konum,
kjarkurinn aldrei í lífinu brást.
Kúgaðir fundu við hörkuna í honum
hugrekki samfara virðingu og ást.
Frelsið var alla tíð hugsjónin hæsta,
hún var sá kraftur sem lyfti hans dáð.
Heimsveldið riðaði á grunninum glæsta,
geigurinn fyllti þess öldungaráð.
Þóttinn samt bjó þar í meitluðu máli,
margur þó hættuna fyndi á sér.
Neistinn var orðinn að æðandi báli,
ánauðug þýin að voldugum her.
Spartakus stýrði og stjórnaði honum,
stefndi að sigurleið hlekkjunum frá.
Fullur af krafti og knýjandi vonum
kúgunarvaldinu barði hann á.
Yfirstétt valdhrokans öllu þá beitti,
ótaldar hersveitir kallaði til.
Fjármunum ótæpt í verkefnið veitti,
vildi gegn hættunni bráðustu skil.
Þrælarnir máttu ekki fagna við frelsi,
fannst hvergi vottur af rómverskri dyggð.
Öllu var tjaldað svo héldist við helsi,
heimsveldisdýrðin á kúgun var byggð.
Reistu við heragann hörðustu dómar,
höfðingjavaldið var skelfingu fyllt.
Crassus hinn bölvaði blóðhundur Rómar
bætti við ferli sem þegar var illt.
Rómverskir ernir með alhvesstar klærnar
upp voru vaktir á grimmasta hátt.
Vægðarlaus hefnd fyrir vígsakir ærnar
veitt skyldi í gegnum hinn eggjaða mátt.
Þurfti ekki hugsun frá samvisku að svæfa,
siðblinda kúgarans er honum þjál.
"Byltingaruppreisnir best er að kæfa
í blóði af hörku " var Crassusar mál.
Spartakus vissi hvað illt var í efni,
óvinafylgjurnar glefsandi sá.
Grundaði vandann í vöku og svefni,
vonaði og trúði þó sigurinn á.
Hagsmuni fólksins hann vildi þar verja,
virtist þó leiðin til frelsisins myrk.
Sameinuð mótstaða heimsveldisherja
hættuna sýndi í vaxandi styrk.
Brátt létu Rómverjar skríða til skara,
skelfileg orusta geisaði um hríð.
Hlaut svo að lokum á helslóð að fara
að heimsveldið sigraði þrautpíndan lýð.
Í valnum þar þúsundir lífvana lágu,
ljótur var slóðinn þeim atburði frá.
Spartakus féll þar - í frelsisins þágu -,
fórnin var mikil þeim vígvelli á !
Rómaborg fagnaði í hástemmdum hroka,
hyllti sinn stóreflda morðingjaher.
Dyrum til frelsis hún fljót var að loka,
festandi alla á klafa hjá sér.
Mættu sem áður í marmarasali
mælskunnar hofmenn og geisuðu þar.
En krossfestir þrælar í þúsundatali
þó báru vitni sem sterkara var.
Sannaðist þar eins og sannast í öðru,
svikræðisviljinn gegn hungruðum lýð.
Rómaborg umbreytt í eitraða nöðru
ól sig á blóði og nærðist við stríð.
Alræði kúgarans alls staðar var þar,
auðstéttin hvarvetna misréttið ver.
En gullþorsta Crassusar gátu þó Parþar
gefið þá fyllingu er skilaði sér.
Rómverska ógnin er alltaf til staðar,
yfirgangsvaðandi og ranglætishörð.
Þjóðir hún dregur til kveljandi kvaðar,
kveikjandi hatur um stríðshrjáða jörð.
Úlfynjukynið með ormstennur sínar
ennþá með þótta á jörðinni býr.
Þekkist sem áður með þarfirnar brýnar,
þrælkunarviljann í heimsveldisgír.
Fullgilt þó áfram með fjörkrafti hljómar
frelsislag milljóna af þjáningum hvesst.
En nú er hún bandarísk - böðulshönd Rómar,
breytt er um gervi en inntakið sést.
Rís hún sem áður gegn réttlætisorðum,
ræður sem fyrr yfir morðingjaher.
En Spartakus enn er á ferð eins og forðum,
- frelsið hann hvarvetna styður og ver.
Rúnar Kristjánsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er lokastyrjöldin handan við hornið ?
- Stórauknar arðránskröfur gegn Íslandi !
- ,,Hanskinn sem passar við bandarísku höndina“ !
- Lítilsháttar söguleg samanburðarfræði !
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 119
- Sl. sólarhring: 147
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 377856
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 921
- Gestir í dag: 98
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)