Leita í fréttum mbl.is

LITLA STÓRVELDIĐ

Ţađ er oft merkilegt ađ heyra alţingismennina okkar, suma hverja, tala um alţjóđastjórnmál og utanríkismál. Ţađ mćtti stundum ćtla ađ á bak viđ ţá stćđu 300 milljónir manna og her grár fyrir járnum.

Ţađ er hinsvegar engan veginn svo og ţó ađ alţingismenn vilji tjá sig um heimsmálin, eins og reyndar ófáir gera, ţá er vćnlegast ađ tala bara út frá almennri skynsemi en ekki einhverju óskilgreindu valdi sem er svo ekki neitt neitt ţegar allt kemur til alls.

En öll erum viđ međlimir í ţessum heimsklúbbi sem jarđríkiđ er, og ćttum auđvitađ hvar sem viđ annars erum, ađ fá ađ segja skođun okkar á málum hispurslaust og óţvingađ.

En hvernig sem ţađ annars er, efast ég um ađ fulltrúar nokkurs smáríkis geri sig breiđari í veröldinni nú um stundir en einmitt " íslenskir gráđuriddarar ". Og dramb er falli nćst, segir máltćkiđ.

Ţađ leynir sér nefnilega ekki ađ forsjármenn okkar virđast hreinlega hundrađfalda ţjóđarfjöldann ţegar ráđherragildi ţeirra er annarsvegar. Enda er ađ ţví stefnt ađ auka vćgi okkar hjá Sameinuđu ţjóđunum um ađ minnsta kosti - 300 milljónir - króna !!!

Ímyndarleikur litla stórveldisins er virkilega farinn ađ ganga nokkuđ langt.

Og hvernig lýsir hann sér ? Jú, međ sama hćtti og minnimáttarkennd sem brýst út í mikilmennskubrjálćđi. Viđ erum bestir í öllu og eigum rétt til alls !

Ţađ er t.d. kunnara en frá ţurfi ađ segja ađ engin ţjóđ í dag á önnur eins fjármálaséní og viđ Íslendingar. Ţađ kunna bara engir á fjármál nema  alikálfar einkavćđingar Davíđs & Co.

Wall Street hringekjan er svo sannarlega komin á fleygiferđ í litla stórveldinu međ tilheyrandi gullkálfsdansi og grćđgisvćđingu.

Ţađ krjúpa nú hreint ekki svo ófáir nemar og lćrlingar í musterum hagfrćđinnar og lúta markađsgođunum í ákafri tilbeiđslu. Markađsmálabiblían er ţar á borđinu allan sólarhringinn og Mammon er bćđi höfundur og útgefandi. En hvar skyldi andinn vera óíslenskari en einmitt í fjármálageiranum ? Ţar er evran dýrkuđ á kostnađ krónunnar, ţar er enskan dýrkuđ á kostnađ móđurmálsins og menn vilja bara leggja ţetta allt niđur, allt sem er ţjóđlegt og gerir okkur ađ Íslendingum !

Hvernig skyldi Íslandssagan minnast ţeirra auđmanna, eftir svo sem 100 ár, sem nota völd sín og áhrif í dag til ađ níđa niđur ţjóđlegan íslenskan anda ?Ég held ađ ţeir verđi ekki metnir mikils eftir á ţó margir frukti fyrir peningum ţeirra í dag.

Hćttum ţessum stórveldistilburđum, hćttum ađ viđhafa ţennan bölvađa hroka, verum bara Íslendingar á réttum forsendum ; ástundum friđ og góđ samskipti viđ nágranna okkar í hvívetna og minnumst ţess ađ viđ erum bara 300.000 sálir, sem eigum allt okkar undir ţví ađ viđ getum haldiđ áfram ađ vera brćđur og systur í landinu sem enn er okkar.

Já, landinu sem enn er okkar, ţví hvađ getur orđiđ, ef ţeir ná sínu fram í landsstjórninni sem vilja framselja sjálfstćđi okkar og frelsi og meta einskis allt sem er íslenskt og ţjóđlegt ? Vörum okkur nú og eftirleiđis á leikbrćđrum Gissurar jarls og Ţorgils skarđa sem eru stöđugt  ađ reyna ađ mynda samfylkingu međal ţjóđarinnar gegn sjálfstćđi ţjóđarinnar !

Óţjóđlegri aumingjar eru ekki til á Íslandi í dag !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 1179
  • Frá upphafi: 316778

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband