Leita í fréttum mbl.is

FRÁ KYNBOMBUM TIL KVEĐSKAPAR

 Ţađ hefur alla tíđ veriđ látiđ mikiđ međ konur sem hafa ţótt fríđar og föngulegar. Fáir hafa sýnilega taliđ ţađ ágalla ţó slíkar konur hafi stundum virst hafa afskaplega einfalda innréttingu til höfuđsins. Eingöngu er horft á ytri gerđina - hina efnislegu skel.

Ég hugsađi dálítiđ um ţetta ţegar Ann Nicole Smith lést fyrir skömmu. Hún var ein af ţeim konum sem ţótti tilheyra ţessum hópi og virtist sátt viđ ţađ ađ vera frekar kyntákn en manneskja. En hver veit ţó hvađ í hjartanu býr.

Ann Nicole sagđi víst einhverntíma ađ fyrirmynd hennar vćri Marilyn Monroe og sennilega má segja ađ ýmislegt hafi ţćr átt sameiginlegt.

Hvorug ţeirra mun hafa kynnst hamingjunni mikiđ á lífsleiđinni og ekki var Jayne Mansfield ţar gćfumeiri. Allar höfđu ţessar konur geysimikiđ ađdráttarafl á karlpeninginn en ţađ tengdist áreiđanlega ekki áhuga fyrir heilastarfsemi ţeirra. Ţćr voru kynbombur eins og ţađ er kallađ og höfđu ţau áhrif á flesta karlmenn, ađ ţeir hlupu sjálfkrafa í harđasta hormónagír viđ ţađ eitt ađ sjá ţćr.

En hold er mold og allar fóru ţessar kynbombur illa. Jayne Mansfield lést á besta aldri í bílslysi, Marilyn Monroe yfirpillađi sig í ţunglyndi og sennilega hefur Ann Nicole látist af sömu ástćđu.

En fjölmiđlar gerđu sér mikinn mat úr ţessum konum međan ţćr voru og hétu. Myndablossarnir fylgdu ţeim hvert sem ţćr fóru, nema á klósettiđ, og hneykslissögurnar um líferni ţeirra voru stöđugt blađaefni. Menn voru í hundrađatali á launum viđ ađ njósna um ţćr og slúđra um ţćr. Allt var ţetta gert í nafni upplýsingaskyldu viđ almenning !

Ţessar konur voru međhöndlađar eins og girnileg kjötstykki sem ćtluđ eru til manneldis. Fjölmiđlarnir hrópuđu upp : " Fáiđ ykkur vćnan bita af Jayne Mansfield, smakk, smakk, tombóluverđ, - hér er lćri af Marilyn Monroe, nammi namm, geriđ ţiđ svo vel, góđur prís, - gleypiđ í ykkur brjóstin á Ann Nicole, fáiđ ekki betri kjör, kaupiđ, kaupiđ, kaupiđ !

Og aumingja konurnar međtóku frćgđina á ţessum afarkostum, enda sem fyrr segir, ekki taldar sérlega skarpar til höfuđsins og kannski viljalaus verkfćri í höndum óprúttinna bisnissmanna.

Hamingja ţeirra var lítil sem engin og líf ţeirra kannski ađ mestu leyti misheppnađ. En glansmyndum af ţeim er viđhaldiđ ţrátt fyrir ţađ.

Ég orti smá eftirmćli um Ann Nicole upp á ţjóđlegan, íslenskan máta. Ţađ er engum alls varnađ og einhverntíma hefur áreiđanlega veriđ ort um ómerkilegri manneskju, ţví til eru ţeir til dćmis sem eru vondir viđ allt gamalt fólk, en ţađ var Ann Nicole ekki.

 

EFTIRMĆLAVÍSUR UM ANN NICOLE SMITH.

 

Anna Nikólína er látin,

líkast til af sumum grátin.

Fréttasnatar tala og tárast,

trúlega er ţeim máliđ sárast !

 

Ţótt hún vćri svona og svona,

sást ţó vel ađ hún var kona.

Sífellt vakti sjónarhylli

silikonuđ barmafylli !

 

Samt má líka kosti kynna,

klárlega ţá mátti finna.

Góđ hún var viđ gamalmenni,

gafst ţeim reisnin best međ henni !

 

Mörgum ţótti hún augnayndi

eins og gyđja á sólartindi.

Ljós á hár og hasarkroppur,

en heilinn ţótti víst međ gloppur !

 

Vítt um álfur fréttin flýgur,

fjörlífskennd í mörgum sígur.

Ţađ er eins og ýmsir finni

afturkipp á getu sinni !

 

Karlpeningur heimsins harmar,

helst ţó kannske elligarmar.

Af sér hömlur oft ţeir slitu

er ţeir hana á skjánum litu !

 

Anna Nikólína er látin,

líkast til af sumum grátin.

Smá var ćvi-auđnu grindin,

endađi hún sem fyrirmyndin !

                                                


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 792
  • Frá upphafi: 356973

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 620
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband