23.4.2008 | 20:07
Siðferðileg utanríkismálastefna - eða ?
Í tvískiptum leiðara Mbl. 18. mars sl. var komið inn á býsna athyglisverða hluti. Fyrri hlutinn fjallaði um Kína og nágranna en seinni hlutinn um Ísrael og nágranna. Ég ætla í þessum pistli að fjalla um það sem sagt var um Kína og nágranna þess en læt seinni hlutann bíða betri tíma. Í umfjöllun sinni um Kína fór leiðarahöfundur Mbl. hörðum orðum um þetta stórríki austursins.
Hann sagði að Kína væri ríki sem kúgaði fólk ! Þar ríkti einræðisstjórn í nafni kommúnismans ! Og eins og í öðrum kommúnistaríkjum væri fólk kúgað í Kína ! Það nyti ekki frelsis ! Það nyti ekki skoðanafrelsis og tjáningarfrelsis !
Já, sumum virðist ákaflega annt um frelsið - einkum þegar það hentar pólitískum markmiðum og hægt er að koma höggi á réttan aðila.
Við getum nú haldið ýmsu fram um kúgun og sviptingu frelsis hér og þar og það er eins og mig hálfminni að Mbl. hafi jafnan farið fáum orðum um ástandið í Chile á tímum Pinochets. Ég trúi því þó varla að það hafi beinlínis verið vegna þess hvað frelsisvöntunin í Suður-Ameríku hefur mikið tengst bandarískum áhrifum þar syðra, en óneitanlega virðist þó sem leiðarahöfundi Mbl. séu öllu hugstæðari frelsisskerðingarnar þarna austurfrá !
En svo kemur leiðarahöfundur auðvitað að meintri kúgun Kínverja á Tíbetum, sem er sagður einn ljótasti bletturinn á okkar samtíma ! En samt hafi þessi kúgun farið býsna leynt og svo er sagt umbúðalaust að það sé vegna þess að það henti ekki hagsmunum Vesturlanda að styggja kínverska stórveldið !
Þetta er nokkuð merkileg niðurstaða í leiðara Mbl. Það hefur ekki tíðkast mikið þar á bæ að skamma " góðu gæjana " jafnvel þó þeir hafi verið staðnir að því að vera í vondum félagsskap og iðulega gera margt slæmt. Þessi leiðari flokkast því sennilega undir framfarasinnuð skrif !
En svo fara hugleiðingar leiðarahöfundar heldur versnandi að minni hyggju.
Þá er nefnilega farið að tala um Taiwan og þörf íbúanna þar á því að fá sjálfstæði. Síðan er farið ýmsum orðum um það mál og undrast að við Íslendingar skulum ekki vera tilbúnir að samþykkja sjálfstæði Taiwan og inntöku þess sem ríkis í SÞ. Varðandi það er auðvitað bent á Kosovo sem fordæmi og það á sem sagt að bæta einni vitleysu við aðra.
Nú er það svo, að það er ekki hægt að bera saman Tíbet og Taiwan í þessu sambandi. Tíbetar eru sérstök þjóð sem á sitt sérstaka land, þó það sé hernumið eins og sakir standa.
Ég hef aldrei getað skilið hversvegna Kínverjar fóru að hernema Tíbet og tel að þeir hafi haft lítið upp úr því nema skaða og skömm.
En þegar við lítum á Taiwan er þar um að ræða land sem tilheyrt hefur Kína frá alda öðli. Japanska yfirtakan á eyjunni breytti engu um það.
Íbúar Taiwan eru og hafa að mestu verið kínverskir, svo aldrei hefur verið um að ræða í því tilfelli sérþjóð með sérstök landsréttindi.
Það er því ljóst að þó ríkisstjórnin í Peking hafi engin réttarfarsleg rök fyrir yfirráðum í Tíbet, hefur hún sitthvað að segja um yfirráð yfir Taiwan.
Þar er um að ræða kínverskt land, sem byggt er Kínverjum og aðskilnaður eyjarinnar frá meginlandinu skapaðist eingöngu af pólitískum ástæðum.
Ég fæ ekki séð að Pekingstjórnin muni undir nokkrum kringumstæðum gefa rétt sinn til Taiwans eftir. Taiwanstjórn Chiang-Kai-shek og eftirmanna hans var í fleiri ár viðurkennd innan SÞ sem fulltrúi kínversku þjóðarinnar - þó hún væri það ekki. Bandaríkin tryggðu þann yfirgang með ofurvaldi sínu.
Þá þótti fulltrúum svonefndra frjálsra ríkja eðlilegt að fjölmennasta ríki jarðarinnar ætti engan fulltrúa innan Sameinuðu þjóðanna og menn geta ímyndað sér hvað það bætti nú öryggið og friðinn í heiminum að halda Kína þar fyrir utan með bolabrögðum til fleiri ára.
En dettur leiðarahöfundi Mbl. og yfir höfuð einhverjum heilvita manni það í hug, að Taiwan geti fengið sjálfstæði og þannig sé hægt að ræna kínversku landi undan heimatorfunni ?
Það er að vísu bent á Kosovo sem dæmi um slíkt, en þó að vesturveldin hafi getað kúgað Serba með stríði og hervaldi og stolið af þeim landi, þá á ég nú eftir að sjá að þeir leiki sama leikinn gagnvart Kína.
Taiwan verður því sennilega aldrei sjálfstætt ríki og kínverska þjóðin verður varla nokkurntíma tveggja ríkja þjóð eins og Albanir hafa nú verið gerðir.
Að bera saman Tíbet og Taiwan í þessu sambandi er því ósanngjarnt gagnvart Tíbetum sem vissulega eru að berjast fyrir þeim sjálfstæðisréttindum sem af þeim voru tekin með hervaldi á sínum tíma.
Í lok umfjöllunar sinnar um þetta efni, kastar leiðarahöfundur Mbl. hinsvegar fram mjög góðri hugmynd, sem gengur út á það að við Íslendingar ættum að hefja nýja utanríkismálastefnu til vegs og virðingar, byggða á siðferðilegum grundvelli. Að gjöra rétt án tillits til hagsmuna !
Síðan segir leiðarahöfundur réttilega, " slík utanríkispólitík er hvergi rekin " !
Af hverju skyldi það nú vera ?
Ég vil reyndar ekki tala um pólitík í þessu sambandi, heldur um stefnu, en vissulega væri það stórt skref til góðrar áttar, að byggja samskipti okkar við aðrar þjóðir á því viðhorfi einu að framfylgja réttlæti á sönnum siðferðisgrundvelli.
En hræddur er ég um að siðferðilegur styrkur okkar Íslendinga sé ekki slíkur um þessar mundir, að stjórnvöld okkar hafi getu og vilja til að framfylgja því sem rétt er af þeirri einu ástæðu að það sé rétt !
Ég hygg því miður að þau muni áfram sem hingað til hafa fullan hug á því að halda okkur í hópi þeirra " staðföstu ríkja " sem hylla hagsmunapólitíkina umfram allt - að mestu án tillits til þess hvernig það fer með blessað réttlætið !
En ég vil þakka leiðarahöfundi Mbl. fyrir mjög merkilega hugmynd sem kemst trúlega í framkvæmd þegar mannlegur þroski leyfir það - segjum eftir svona 2000 ár héðan í frá !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)