9.5.2008 | 22:40
EFTIRHREYTUR
Morgunblaðið er afskaplega óútreiknanlegt fyrirbæri í fjölmiðlun. Það hef ég uppgötvað í gegnum kynni mín af blaðinu sem staðið hafa í nokkuð mörg ár.
Svargrein mín við sendibréfi Ellerts Schram beið í nokkrar vikur hjá blaðinu og birting virtist ekki á döfinni. Að lokum þraut mig þolinmæði og ég birti greinina hér á síðunni - en viti menn, daginn eftir birtist greinin í blaði allra landsmanna !
Er það tilviljun eða hvað ?
Ég get nú eiginlega ekki fallist á þá útfærslu að þegar grein birtist í blaðinu 11. mars, sé tilhlýðilegt að geyma skjótsent svar við henni til 6. maí !
Þá eru sennilega flestir búnir að gleyma fyrri greininni og vita ekkert hverju er verið að svara þegar svargreinin loksins kemur. Þetta eiga nú vanir blaðamenn að vita og ef verið er að opna umræðu í blaði með greinaskrifum, gengur ekki að láta fleiri vikur líða milli svara.
Það er engin umræða í gangi sem hægt er að henda reiður á þegar þannig er staðið að málum. En kannski er það einmitt meiningin, í sumum tilfellum, að drepa umræðunni á dreif og lágmarka áhrif hennar.
Ég get ekki að því gert að mér geðjast ekki vel að fjölmiðlum, eins og þeir virðast oft setja upp málin í dag og hafa kannski alltaf gert í og með. Það er allt of mikið gert af því að velta sér upp úr málum þar sem mannseðlið kemst á lægsta stig. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að fjalla um það sem gerist en það er hægt að gera það með ýmsum hætti.
Margítrekuð umfjöllun og endurtekningar um mannlega harmleiki er meira en fréttaflutningur. Þá er verið að gera sér mat úr viðbjóði sem söluvöru og það er engum til góðs þegar á allt er litið.
Fjölmiðlamenn tala gjarnan um að þeir þjóni upplýsingaskyldu við almenning, en oft virðist sem þeir séu öllu heldur að þröngva ýmsum sjónarmiðum upp á almenning - þá er eins og búið sé að heilaþvo alla á fjölmiðlinum með einhverri fyrirskipaðri rétthugsun og önnur sjónarmið varðandi viðkomandi mál eru þá ekki viðurkennd á nokkurn hátt.
Þegar Júgóslavíustríðið stóð yfir var t.d. fréttaflutningur nánast yfir línuna á móti Serbum, fréttirnar komu frá vesturevrópskum fréttastöðvum eða frá Zagreb, Sarajevo eða Pristina - yfirleitt aldrei frá Belgrad. Málstaður Serba kom hvergi fram og það var eins og svo væri litið á að hann væri ekki til.
Mér er kunnugt um að Serbi búsettur hérlendis, fór á þessum tíma með ýmis málsgögn á tiltekinn fjölmiðil til þekkts fréttamanns og bað hann að skoða þau og rannsaka. Fréttamaðurinn vildi það ekki og sagði fruntalega að það væri regla á sinni fréttastofu að birta ekki neitt sem kæmi frá Serbum !
Þjóðfélagshópar á Balkanskaga stóðu í deilum og stríði og einn aðili var brennimerktur sekur. En hver skyldi nú hafa verið munurinn á Milosevic og Tudjman ?
Hvað segir nýútkomin bók Cörlu Del Pontes " The Hunt " um Albani í Kosovo og leiðtoga þeirra Hachim Thaci ? Menn ættu kannski að kynna sér út frá þeim upplýsingum hverskonar maður albanski forsætisráðherrann í Kosovo er, - maðurinn sem Vesturveldin gerðu þar að leiðtoga ?
Hann er sagður hafa auðgast stórkostlega á því að flytja unga Serba nauðuga frá Kosovo í hundraðatali yfir til Albaníu og hirða úr þeim líffæri til sölu. Hvað varð um fórnarlömbin, af hverju mátti ekki rannsaka málið ?
Pólitísk rétthugsun stóð í vegi - aðeins einn var sekur samkvæmt henni.
Tilraun Serba til þjóðernishreinsunar í Kosovo var því úthrópuð sem glæpur um allar jarðir en þjóðernishreinsanir Króata í Krajina voru varla nefndar á nafn.
Þó liggur fyrir að á bilinu 200 til 300 þúsund Serbar voru reknir frá Krajina af króatíska hernum og Tudjman fékk óáreittur að gera það sem Milosevic mátti alls ekki gera. Í dag er Milosevic talinn glæpamaður en Tudjman þjóðhetja !
Upplýsingaskylda við almenning, byggð á sannleika, er þannig ekki alltaf uppi á borðinu í fjölmiðlum heldur iðulega einhver forræðishyggja hjá fréttamönnum varðandi það hvernig eigi að mata almenning.
Þegar menn eru orðnir haldnir af einhverju rétthugsunar-prógrammi í fréttaflutningi og upplifa sig í einskonar áróðursþjónustu fyrir slíkt, er líklegt að sannleikurinn verði þar fljótlega gerður útrækur og aðeins sé tekið við því sem styður ríkjandi rétthugsun. Þá er ekki verið að upplýsa almenning heldur afvegaleiða hann.
Ég velti þessum pælingum upp til að minna fólk á það að það má aldrei líta svo á að fréttir einstaks fjölmiðils séu endilega það rétta í málinu. Það eiga einhverjir fjölmiðlana, áhrif einhverra eru ríkjandi og áróður er fastur liður í þessu öllu saman. Menn eru að gera út á þessu sviði til að hafa áhrif og hagnast með einhverjum hætti. Hagræðing staðreynda er því oft stór þáttur í fréttafóðrinu sem lagt er fyrir almenning og allt of margir gína þar við beitunni.
Það þarf að vega og meta allt, afla sér upplýsinga frá fleiri aðilum og kynna sér málin á eigin spýtur áður en farið er að tjá sig of mikið með niðurstöður. Í þeirri sannleiksleit getur netið orðið að gagni með ýmsum hætti.
Mín kynni af fjölmiðlum hafa kennt mér að taka yfirleitt engu sem öruggu efni og vera tortrygginn á hlutina. Fjölmiðlamenn þurfa, að mínu mati, að taka sig verulega á í afstöðu sinni til þess grundvallarþáttar sem búa á í starfi þeirra - að upplýsa almenning um það sem er að gerast í veröldinni.
Þar þarf sannleikurinn ávallt að vera í öndvegi ef menn á annað borð vilja vera heilir í því að sinna þar skyldu sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2008 kl. 17:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 24
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 593
- Frá upphafi: 365491
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 506
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)