Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
28.1.2012 | 10:04
Tækifærismennska eða heilög einfeldni ?
Allir þeir sem sleiktu sig upp við Ólaf meðan hann var og hét, hafa nefnilega í seinni tíð verið á harðahlaupum frá öllu því sem tengir þá við hann og reyna sem mest að gera lítið úr samskiptum sínum við hann. Þó hefur það nú komið fram að Ólafur hafi jafnan ráðið sviðinu þar sem hann var hverju sinni og aðrir viðstaddir fruktað fyrir honum.
Ég veit t.d. um prest nokkurn sem heldur úti bloggsíðu og skrifar þar ýmislegt athyglisvert. Viðkomandi maður er með menntagráðu með aðaláherslu á siðfræði frá erlendum háskóla og nefnir það að sjálfsögðu á síðu sinni sér til gildisauka, enda er slíkt ekki lítið veganesti fyrir mann í öllu siðleysinu hérlendis. Prestur þessi mun hafa starfað sem biskupsritari hjá kirkjunni þegar Ólafur Skúlason var þar starfandi biskup. Hann þekkti þó Ólaf Skúlason auðvitað ekki neitt og hafði náttúrulega lítil sem engin samskipti við hann sem biskupsritari - eins og gefur að skilja !
Þessi ágæti maður skrifaði á bloggsíðu sína eftir hið umtalaða sjónvarpsviðtal sl. haust við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, að hann hefði eftir viðtalið fyllst óhug og setið sem lamaður !
" Hvílík skepna hefur þessi biskup verið ! " segir hann svo, en dregur um leið í land, - sennilega fyrir áhrif siðfræðigráðunnar, og talar um að maðurinn hafi verið sjúkur, sem er skynsamlega ályktað. En í lok pistils síns segir viðkomandi svo : " Eftir að ég skrifaði um þessi mál í sumar, höfðu einar fjórar konur samband við mig og sögðu mér hryllilegar sögur úr sinni barnæsku. Ég bað þær um að tala við Stígamót. Hvatti þær til að koma fram. Bið þær um að hringja aftur ef ég get leiðbeint þeim frekar því að nöfn þeirra gleymdust mér ! "
Ég las þessi orð mannsins þrisvar sinnum því ég átti dálítið erfitt með að skilja þau. Hann segir að konurnar hafi sagt honum hryllilegar sögur, allar fjórar, og hann man ekki hvað þær hétu. Hann benti þeim bara á Stígamót ?
En nú við breyttar aðstæður, sér hann að líklega hefði hann þurft að sinna þessu eitthvað meira og hvetur konurnar til að hafa samband aftur, ef hann gæti hjálpað þeim eitthvað...!
Til hvers skyldu þær nú hafa verið að hringja í hann ef ekki til að fá hjálp ?
Einhvernveginn finnst mér nú að þessi prestur með siðfræðigráðuna sé ekki alveg sannfærandi í málflutningi sínum með þetta og það læðist svona að manni sú hugsun að hann hafi einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á því sem konurnar voru að segja og hugsanlega haft það eitt í huga að losna úr símanum sem fyrst.
Ég velti því líka fyrir mér hvort ég myndi gleyma svo létt nafni konu sem hringdi í mig og segði mér hryllilega reynslusögu úr lífi sínu ?
Og þarna var um fjórar konur að ræða sem gleymdust allar hvað nöfnin snertir !
Eins og ég sagði hér fyrr, þá virðast býsna margir hafa gleymt öllum samskiptum sínum við Ólaf Skúlason og hvað þeir hoppuðu í kringum hann hér áður fyrr, hlóðu á hann lofi og mærð og hengdu á hann fálkaorður og fleira upphefðardrasl. Nú vilja þessir fyrri viðhlægjendur hans ekkert við hann kannast á nokkurn hátt og undrast - eins og þeir segja - skepnuskap mannsins. Fálkaorðurnar hafa kannski í hans tilfelli bara verið eins og einhverskonar yfirskilvitleg staðfesting á því - að í kvennahópi hafi hann verið sem fálki innan um rjúpur.
Er það ekki með ólíkindum hvað sumir menn komast langt - einir og óstuddir ?
Og fá fálkaorður án þess að nokkur eigi hlut að máli aðrir en þeir sjálfir !
Ég furða mig eiginlega á þessu en verð þó að segja eitt að lokum.
Jafnvel þó menn gleymi nú Ólafi Skúlasyni og öllum hans ferli, vegna mannlegrar gleymsku og nauðsynja sinna, þá eiga menn nú ekki að gleyma nöfnum fjögurra manneskja sem senda þeim fjórfalt hjálparákall í síma og það ætti útlærð gráða í siðfræði að geta sagt hverjum manni !
22.1.2012 | 10:37
Um presta og prestur og fleira
Þar sem ég hef þegar látið í ljós þá skoðun mína að veigamikill munur sé á því hvort presturinn er karl eða kona, tel ég rétt að þær konur sem hafa tekið sér það hlutverk að verða hirðar í kristinni kirkju, verði ekki nefndar prestar heldur prestur. Þannig er karlmaðurinn prestur en konan presta.
Munurinn á tilskipuninni í hlutverkið er sá að prestsskipun karlsins er samkvæmt Orði Guðs en prestsskipun konunnar er samkvæmt orði heimsins eða kirkju sem fylgir kröfum tíðarandans.
Nýyrðið - presta - ætti að falla vel að íslensku máli og nútíðarvaldið ætti því ekki að þurfa að vera ósátt við það, þar sem það undirstrikar líklega sérstöðu konunnar á enn einum sigurvelli kvenréttindabaráttunnar.
Það er nefnilega eitt höfuðeinkenni Laodíkeu-tímans sem er síðasta kirkjuöldin, að konum er beitt gegn körlum. Það er uppreisn í gangi gagnvart lögum og reglu, aga og heilbrigðum gildum, og höfuðmottó þeirrar uppreisnar er og hefur verið " mannréttindi " !
Undir fána baráttu fyrir mannréttindum felst barátta fyrir nýrri hlutverkaskipan karls og konu, barátta fyrir siðlausum markmiðum, barátta fyrir virðingarleysi gagnvart lífinu á frumstigi og lokastigi, barátta fyrir niðurrifi félagslegra gilda.
Sameiginlega hafa karlar og konur byggt upp þjóðfélög fram til þessa. Heilbrigðir einstaklingar vaxa best upp í samfélagi þar sem karlinn er karl og konan er kona, karlinn er faðir og konan er móðir. Þegar þessu er öllu snúið á hvolf og samstarfi kynjanna ógnað, raskast öll lögmál og samfélagsfriðurinn er úti. Hverjum er það í hag ? Hvorki körlum, konum - eða börnum !
Öll ófremdar-framvinda byrjar yfirleitt með því að röngum aðila er réttur litlifingur. Það leiðir svo af sér - að gengið er á lagið og höndin öll tekin.
Endurskoðun allra hluta, í þágu þess andavalds sem öll gildi vill brjóta og afnema - svo lögleysan ein ríki - er nú á teikniborði tíðarandans.
Uppreisnarandi er að verða allsráðandi þáttur í viðhorfi nútímamannsins til samfélagslegra gilda. Menn vilja hafa frelsi til alls og þola engin höft.
En frelsi eins til að kúga annan býður heim ófrelsi fyrir allt samfélagið !
Margir þjóna í dag markmiðum sem þeir munu síðarmeir sjá að voru röng.
Jákvæð hugtök eru notuð meira og meira til að tryggja neikvæðum hlutum framgang og fjöldinn allur af fólki lætur blekkjast. Þegar það loksins sér hvernig í pottinn hefur verið búið, verður orðið of seint að bjarga málum við.
Mannkynið allt er á fyrirfram hannaðri sporbraut til heljar, hvort sem horft er til hins náttúrulega umhverfis eða andlegrar stöðu.
Þar er framvinda í gangi sem verður ekki stöðvuð héðan af. Unnið er af kappi víða um heim af allskyns myrkraöflum að undirbúningi fyrir valdatöku sem slík öfl hafa lengi stefnt að. Meðan Bandaríkin og Sovétríkin stóðu brynjuð hvort gegn öðru, var slík valdataka ekki gerleg, en nú getur austrið og vestrið sem best tekið höndum saman og lotið sama leiðtoga - og hann mun koma í fyllingu tímans.
Sagði ekki Paul Henri Spaak, utanríkisráðherra Belgíu forðum eftirfarandi orð :
" Við viljum leiðtoga sem er nógu öflugur til að njóta almenns trausts. Sendið okkur slíkan mann og hvort sem hann er guð eða djöfull, þá munum við taka á móti honum ! "
Spaak þessi var formaður nefndar sem vann að undirbúningi stofnunar Efnahagsbandalags Evrópu á sínum tíma !
14.1.2012 | 11:08
Hver eru tákn tímanna ?
Fram eftir öldum þjónuðu eingöngu karlmenn sem prestar í kristnum kirkjum og allt þar til á okkar tímum þótti það ekkert sérstakt misréttismál gagnvart konum.
Þessir prestar voru reyndar ekki allir beinlínis fæddir til þess að inna frambærilega af höndum þá þjónustu sem prestsembætti á að fylgja, en það má heldur ekki gleyma því að fjölmargir prestar hafa verið miklir og góðir menn í hirðisstarfi sínu. Og það má heldur ekki gleymast að þótt konur hafi ekki gegnt embætti sem prestar, var hlutverk þeirra innan kristinna safnaða alls ekki lítið, það mun öllu frekar hafa verið slíkt að það verður seint ofmetið.
Margháttuð mikilvæg þjónustustörf sem konur höfðu með höndum, voru allt frá upphafi unnin innan safnaðanna og flest bendir til þess að kristið æskulýðsstarf hafi lengi framan af hvílt á herðum þeirra. Við getum t.d. séð það í Biblíunni að Tímóteus átti móður og ömmu sem voru mikilhæfar kristnar konur og eru þær báðar nefndar með nafni í Ritningunni.
Við getum merkt það á því og mörgu öðru að hlutverk kvenna í kristnum samfélögum var hreint ekki lítið eða ómerkilegt eins og sumir vilja vera láta, þó þær hafi ekki verið settar til þess að þjóna þar sem prestar.
Kvenprestar voru hinsvegar yfirleitt til staðar í flestum heiðnum trúarbrögðum. Það voru til margskonar hofgyðjur, Vestumeyjar, Bakkantinnur og fleiri afbrigði af því tagi. Ég ætla samt ekki að fjölyrða um það mál að sinni, þó mér þyki rétt að undirstrika það að kristindómurinn hafði fram á okkar daga þá sérstöðu að vígja eingöngu karla til prestsembætta. Sú tilhögun mála varðar ákveðna hlutverkaskipan sem undirstrikuð er í Guðs Orði.
Nú hefur hinsvegar sú kirkja sem við höfum sem kristna kirkju í dag, látið undan þrýstingi tíðarandans og breytt fyrri hlutverkaskipan. Þar eru nú kvenprestar komnir til starfa og brátt verða konur líklega orðnar í meirihluta í prestastétt.
Ég tel að með þeirri breytingu sé kristin kirkja ekki lengur það sem hún var né það sem hún á að vera. Það er mín skoðun og ég fer ekki af henni - meðan ég les það út úr Orðinu að hver hafi sitt hlutverk í áætlun Guðs og eigi að halda sinni stöðu.
Við vitum það hinsvegar að nú til dags er oft talað um kvennakirkju og kannski á kirkjan öll eftir að verða slík kirkja, en í henni verður Kristur náttúrulega ekki höfuðið því slík kirkja getur aldrei orðið kirkja hins Lifandi Guðs.
Kannski erum við þá að tala um allt aðra kirkju - kirkju Jessabel-andans !
Við lifum nú á tímum þar sem sjálfsagt þykir að gera uppreisn gegn öllum gömlum gildum, hvort sem þau hafa þótt góð eða slæm, því tíðarandinn er gegnsýrður þeim heilaspuna núlifandi manna að allt þarfnist endurskoðunar vegna þess að nú viti menn allt betur en áður hafi verið vitað.
Þessvegna erum við hætt að ganga gömlu göturnar, þessvegna er margt orðið á annan veg en við kannski kjósum helst - innra með okkur.
Rétttrúnaður trúleysisins ræður málum í dag með meðfylgjandi siðleysi og afneitun á tilvist Almættisins. Undir blásandi byr hins guðlausa tíðaranda er svo ýmislegt, sem fyrir aðeins nokkrum áratugum hefði verið talið framgangsmál siðleysis, sett fram sem mannréttindamál í dag.
Svo illa hefur okkur borið af leið hinna réttu siðaboða og það á undra skömmum tíma.
Svokölluð kvenréttindi hafa verið mikið baráttumál í nútímanum, enda búið að sá miklu til þess að svo gæti orðið, bæði í efnisheiminum og andaheiminum. Samfélagsbyggingin er öll að riðlast vegna þess að grunneiningar hennar eru að verða sundurtættar af völdum manna og djöfla.
Hjónaband, heimili og fjölskylda, allt er þetta að leysast upp í óskapnað þeirrar lögleysu sem kallast skal fullkomið frelsi í dag.
Hin aldagamla hlutverkaskipan milli karls og konu er að hrynja, því bæði kynin hafa þar yfirgefið skyldur sínar. Karlmaðurinn er að nálgast það að verða kona og konan að nálgast það að verða karl. Innan tíðar getur hin ráðandi fjölskyldumynd verið orðin svo afskræmd að fæstir munu vita þar lengur hvað er eðlilegt og hvað óeðlilegt.
Og þá mun flest til feigðar stefna, því ekki kennum við börnunum það sem við kunnum ekki lengur sjálf. Hugtök sem við höfum þekkt og haft á hreinu, hugtök eins og faðir og móðir, munu þá heyra sögunni til með þeim skilningi sem tengdist þeim.
Þegar byrjað er að gera hluti sem eru ekki af því góða, tekur það oft langan tíma fyrir fólk að sjá hvað í raun er á ferðinni. Kynslóðin sem hóf niðurrifsverkið er kannski öll fallin í gras áður en afleiðingarnar verða ljósar. Og þó þær verði ljósar munu alltaf finnast nægir hagsmunaaðilar til að verja meinvætti mannfélagsins. Það verður því aldrei neinn gerður ábyrgur fyrir samfélagslegu niðurrifs-verki, að minnsta kosti ekki fyrir neinum jarðneskum landsdómi !
Eins og fram kemur í Ritningunni, sagði Kristur mönnum að vera vakandi og lesa tákn tímanna !
Hver eru tákn tímanna í dag og hvað les fólk úr þeim ?
Hljóta þau ekki að blasa við okkur hvert sem litið er, ef við hættum bara að hegða okkur eins og strútar, og horfum vakandi í kringum okkur ?
Eitt af því sem ætti að segja okkur skýrt hvar við erum stödd í hinum ört fallandi náðartíma er það hvað hin góðu gildi eru lítilsmetin í dag ásamt gömlu götunum. Fáir horfa í trú til Jerúsalem, hinnar helgu borgar, en flestir virðast fúsir til að lúta Babylon, móður hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar, skækjunni miklu.
Tákn tímanna eru skýr og segja sitt um stöðu mannkynsins og þá jörð sem við höldum áfram að vanhelga og eyðileggja sem dvalarstað lífs og framtíðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 16
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 585
- Frá upphafi: 365483
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 498
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)