Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
27.5.2012 | 12:58
Röngu skilaboðin !
Á síðari árum hefur það gerst æ algengara að heildinni sé refsað fyrir það sem lítið brot af henni gerir. Vegna þess að 5 prósent borgara landsins hlýða ekki settum reglum eru sett bönn og allskyns hömlur á frelsi hinna 95 prósentanna !
Með slíku er verið að senda röng skilaboð til fólksins í landinu af hálfu yfirvalda og afleiðingarnar eru auðvitað slæmar fyrir samfélagið.
Það er þannig stöðugt verið að koma þeim boðum til þín sem borgara í þessu landi, að þó að þú hagir þér fullkomlega í samræmi við lög og reglur, verðir þú að sætta þig við að verða fyrir allskonar búsifjum og erfiðleikum í daglegu lífi þínu vegna þess að einhverjir aðrir standa ekki sína plikt.
Það er beinlínis verið að segja við þig - af hálfu þeirra er síst ættu að haga sér þannig : " Láttu þér ekki detta í hug að það verði eitthvað virt við þig að þú standir þig vel og sért góður og ábyrgur þjóðfélagsþegn, þú verður að gjalda fyrir hina sem eru það ekki !"
Og þetta viðhorf virðist orðið allsráðandi. Þegar búið er til kerfi í viðskiptum til að auka þjónustu og hjálpa upp á greiðslugetu viðskiptavinanna, skilar það sér kannski alveg eftir vonum hjá yfir 90 prósentum þeirra sem í hlut eiga, en vegna þess að nokkur prósent standa sig ekki, er kerfið lagt niður.
Í stað þess að víkja þeim úr kerfinu sem svíkjast um skyldurnar gagnvart því og krefjast frekari tryggingar af þeirra hálfu, er öllum hinum refsað sem standa sig !
Það virðist aldrei mega styggja neinn sem brýtur reglur og hegðar sér óábyrgt ?
Í flestöllum þéttbýlisstöðum landsins er nú fullt af hraðahindrunum sem eru skemmandi fyrir bíla og af hverju eru þær tilkomnar ?
Þær hafa verið settar upp vegna þessara 5 prósenta eða bara 2 prósenta sem eru að leika sér að því að brjóta lög og reglur með hraðakstri, aðila sem sýna hegðun sem ekki ætti að líðast neins staðar !
Í stað þess að setja upp alvöru reglur með hækkunarstuðul á sektum gagnvart hinum brotlegu, eftir því hversu brot þeirra eru alvarleg og endurtekin, er stöðugt níðst á okkur hinum sem erum þó að reyna að fylgja reglunum !
Það kemur högg á bíl í hvert skipti sem honum er ekið yfir hraðahindrun og það má auðveldlega reikna út hvað það gerir bílnum á ársgrundvelli að verða fyrir svo og svo mörg hundruð höggum af þessu tagi.
Kostnaður bíleigenda og samfélagsins alls getur orðið umtalsverður vegna þessa ef allt er talið og auðvitað á ekki að standa svona að málum.
Yfirvöld eiga ekki að stunda skemmdarstarfsemi á bílum !
Hér á Skagaströnd eru þessar hraðahindranir orðnar drjúgmargar í ekki stærri bæ og mál að þeim fækki og helst ættu þær alveg að hverfa.
Áður voru þær reyndar sumar hannaðar með framhjáhlaupi sem er nú kapítuli út af fyrir sig, enda fann nú lögreglan sjálf fyrir því að sú útfærsla var ekki heppileg og raunar með ólíkindum vitlaus.
Það ber auðvitað að taka á hraðakstri hvar sem er með sektum gagnvart hinum brotlegu og ekki síst í þéttbýli. Það á að láta agavaldið skella þá sem til þess hafa unnið. Þeir eiga að fá að finna fyrir vendinum. Það sendir rétt skilaboð í anda þess - að með lögum skuli land byggja.
En það er stöðugt hlífst við að láta hin brotlegu 5 prósent axla ábyrgð sína. Það er stöðugt haldið verndarhendi yfir þeim sem neita að fara eftir settum reglum og lögum landsins. Skilaboðin til þeirra eru einfaldlega : " Haldið bara ykkar striki og gerið bara það sem ykkur þóknast !"
Og svo á þjóðin að borga fyrir hina brotlegu sí og æ, hraðakstursfíflin, þá sem svína á þjónustukerfunum, útrásarvíkingana, innanbanka-ræningjana og yfirleitt alla þá sem brjóta lög og reglur í þessu landi !
Samúðin er alltaf með þeim - á kostnað okkar hinna sem reynum að standa okkar plikt ! En röng skilaboð geta smám saman fætt af sér röng viðbrögð.
Hvað ef 95 prósentin verða að lokum svo þreytt á því hvernig komið er fram við þau og löghlýðni þeirra, að þau ákveða bara að fara að hegða sér eins og siðvilltu 5 prósentin ?
Myndi það ekki þýða endanlegt niðurbrot samfélagsins ?
Er kannski andi lögleysisins svo að verki í þessu að engu er viðbjargandi lengur, vegna þess að menn eru orðnir svo rótfastir í röngum vinnubrögðum ?
Og ef svo er ekki, hvenær ætla þá yfirvöldin í þessu landi að fara að efla lög og reglur með því að senda frá sér rétt skilaboð ?
22.5.2012 | 19:26
Evrópustofa áróðursins og óskildu málin !
Það hefur varla farið framhjá neinum hvernig þjóðfélagslegt neyðarástand hefur skrúfast upp í Grikklandi. Stjórnarfarið í landinu gekk fyrir björg og allt hrundi í þjóðfélagi sem þó var aðili að efnahagslegu himnaríki að áliti sumra.
En staðreyndirnar töluðu með sinni köldu tungu !
Svo - þó að þeir séu margir hér á Íslandi sem telja það jafngilda félagslegri upptöku í sæluklúbb að ganga í Evrópusambandið, bjuggu Grikkir ekki við neina sérstaka öryggisvist þó þeir hafi gengið þar inn á sínum tíma.
Og því má spyrja - hvað veldur, hver heldur, hver geldur ?
Jú, Evrópusambandið er fyrst og fremst klúbbur þeirra sem geta mætt þeim kröfum sem gerðar eru hverju sinni af hálfu greifanna í Brussel.
Aðildarþjóðir sem geta ekki uppfyllt kröfur sambandsins eru settar út fyrir dyr, settar í skammakrókinn og eiga að sitja þar öðrum til viðvörunar.
Menn geta því rétt ímyndað sér hvernig ráðamönnum hér muni ganga í því hlutverki að gera greifunum til hæfis, eftir frammistöðu sína á undanförnum árum fyrir eigin þjóð. Það kynni því brátt að koma upp grískt ástand hér með afleiðingum sem enginn gæti séð fyrir.
Evrópusambandsklúbburinn er ekki neitt kærleiksheimili mannréttindanna þegar allt er dregið fram í dagsljósið. Þar ræður enn andi stáls og kola frá fyrstu tíð. Bak við grímuna sem höfð er uppi við leynist hið ómanneskjulega auðvald í öllum sínum valdhroka og þegar það hefur safnað öllum þráðum saman mun það ekki telja sig þurfa að leynast lengur !
Og þeir sem verða komnir inn fyrir það járntjald sem þá mun afhjúpa sig með sigurhrósi, munu ekki hreyfa sig mikið á eigin forsendum eftir það.
Draumurinn um stórríkið mun þá breytast í martröð bandingjanna !
En hinn sykursæti áróðurstími er samt enn á dagskrá hérlendis - af hálfu Brusselvaldsins. Það er enn verið að veiða fólk. Það er enn verið að múta og hygla með ýmsum hætti !
En kannski er líka að koma tími hótana !
Og sannarlega er það hörmulega lágkúrulegt að heyra hvernig aumingjarnir í Samfylkingunni og ræflar annarra flokka hrópa upp hver í kapp við annan, að það séu óskyld mál, að Evrópusambandið klappi okkur með annarri hendinni og berji á okkur með hinni !
En það er einmitt það sem verið er að gera af hálfu ráðstjórnarinnar í Brussel !
Og á sama tíma og slík atburðarás á sér stað, á hin Evrópustofulega upplýsingastarfsemi sem hér hefur verið sett á fót, að starfa að því - eins og sagt er, að kynna fyrir Íslendingum með hlutlausum og ærlegum hætti, hvað felist í því að ganga í Evrópusambandið !
Er slíkt ekki eitthvað í líkingu við það að vilja fræðast um tilgang og gagnsemi hermdarverka í gegnum upplýsingastofu á vegum Al Qaida ?
Það er mikil nauðsyn á því að landsmenn geri sér fulla grein fyrir því hverskonar flokkur Samfylkingin er og hversu óþjóðlegt fyrirbæri er þar á ferðinni.
Við Íslendingar þurfum sannarlega á annarri forustu að halda en flokks sem hefur þá einu framtíðarsýn að komast í þá stöðu að verða kommissaraflokkur á Íslandi fyrir ráðstjórnarvaldið í Brussel !
19.5.2012 | 08:19
Þjóðin verður sjálf að hreinsa til - kerfið gerir það ekki !
Í tengslum við landsdómsmálið kom berlega í ljós að allt of fáir menn hérlendis eru tilbúnir að hugsa um ábyrgð pólitíkusa út frá þjóðlegum heildarhagsmunum.
Þeir eru hinsvegar allt of margir sem hugsa fyrst og fremst um flokkslega hagsmuni. Hollustan við þjóðina er þannig greinilega minni hjá mörgum en hollustan við flokkinn. Það er t.d. slæmt til þess að hugsa
- að menn sjái sig frekar sem flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum en sem íslenska ríkisborgara !
- að menn sjái sig frekar innan Samfylkingarinnar sem aðila að Evrópusambandinu en sem sjálfstæða Íslendinga !
- að menn sem eiga að stýra málum okkar séu kannski öllu frekar í sumum tilfellum að vinna gegn íslenskum þjóðarhagsmunum en með þeim !
Sankti Jóhanna Sigurðardóttir, sem er því miður forsætisráðherra Íslands sem stendur, talaði fyrir nokkru úr ræðustóli á Alþingi og rakkaði þar niður gjaldmiðil landsmanna ! Ég hélt að það væri starfsskylda hennar að gæta hagsmuna Íslands og í því fælist það meðal annars að tala ekki gjaldmiðil þjóðarinnar niður ? Þessi manneskja er sjáanlega ekki hæf til að skila starfi sínu eins og henni ber að gera !
Sér einhver fyrir sér forsætisráðherra annars lands hegða sér með slíkum hætti ?
Efnahagsleg veltistaða Íslands og veik staða krónunnar er ekki hvað síst afleiðing af vanhæfri meðferð pólitíkusa þessa lands á öryggismálum þjóðarinnar. Þeir drógu þjóðina fram af hengiflugi hruns og hryllings með gjörsamlega óábyrgri stjórn efnahagsmálanna.
Þeir voru gerendur hrunsins ásamt útrásarvíkingunum sem voru búnir til og gerðir út af þeim. Í dansinum um gullkálfinn fyrir hrunið var Ólafur Ragnar með í leiknum, öll þáverandi ríkisstjórn var með í leiknum - að meðtalinni Sankti Jóhönnu og mikill meirihluti þingsins !
Svo heldur þetta yfirslekti að fólk muni ekki hvernig það hegðaði sér !
" Eftir höfðinu dansa limirnir " segir spakmælið og höfuðskepnur þjóðfélagsins voru hreint ekki í lagi og stóðu enganveginn sína plikt gagnvart þjóðinni !
Rannsóknarskýrslan er himinhrópandi vitnisburður um vítaverða frammistöðu kerfisins á vaktinni fyrir þjóðarhag. Þar var enginn vakandi á vaktinni !
Og svo má ekki draga neinn til ábyrgðar, þá fara menn að tala um ofsóknir, pólitískar nornaveiðar og tilraunir til að sverta ákveðna flokka ! Hvar og hvernig eru menn staddir gagnvart almannahagsmunum á Íslandi þegar þeir tala þannig, hvaða gildi og vægi hefur þjóðarheildin í hugum þeirra ?
Ég held að þeir sem stunda slíkan málflutning séu yfirleitt ekki mjög áhyggjufullir út af hagsmunum þjóðarinnar, en horfi þeim mun meira ofan í eigin vasa og þykist gjörla vita hvern þeir eigi að styðja svo það skili sér sem best í prívat-ágóða úr lukkupotti sérgæskunnar !
Við getum ekki lengur búið við þetta forustulið sem sýnir lítið sem ekkert af ærlegri manndáð og virðist aldrei geta unnið neitt af heilindum fyrir fólkið í landinu -
Þó það gangi gleitt um svið
geðs með sveiflur rammar,
allt er þetta óhæft lið,
Íslandi til skammar !
Það gildir það sama varðandi fyrir og eftirhruns klíkuna í Stóra-Þjóðarógæfuflokknum, Evrópusambands-dáleidda Samfylkingarónefnuna, Ný-Framsóknar vælukórinn og Vinstri græn í veltigír sitt á hvað - lýsum fullu frati á allt þetta óhæfa og löngu úr sér gengna lið !
Við þurfum nýtt fólk til forustu, heiðarlegt og gott fólk - til að leiða þjóðina inn á veg sannleikans, réttlætisins og mannúðarinnar, inn á veg lagasetninga sem hægt er að virða og hafa þjóðarhag að leiðarljósi - inn á brautina helgu !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook
11.5.2012 | 19:28
Gagnabanki um glæpina gegn fólkinu
Það er sennilega að verða flestum ljóst, að yfirvöld þessa lands hafa hvorki haft vilja né burði til að takast á við þá víðtæku spillingu sem ríkir í kerfinu, fjármálageiranum og stjórnmálunum og nánast hvar sem um einhver völd eða peninga er að ræða.
Rannsóknarskýrsla alþingis er ekki nefnd á nafn lengur og allra síst í þinginu sem nú virðist á harðahlaupum frá öllu því sem það lofaði fólki eftir hrun, meðan mesti óttinn var í þingmönnum gagnvart tunnubarsmíð og búsáhalda-lamstri. Fólk hefði þurft að sýna einbeittari og úthaldsbetri viljafestu í þeim mótmælum sem viðhöfð voru til þess að knýja á um viðunandi lausnir mála.
Skollaleikurinn í kringum landsdómsmálið hefur líka verið slíkur að það hefur verið með eindæmum og ekki síst lokakaflinn. Í raun og veru hefur það mál sýnt okkur skýrt og greinilega á hvaða spillingarstigi ráðamenn landsins eru.
Það er nefnilega kýrljóst af því máli, að stjórnmála-mafían í landinu telur sig hafna yfir lögin og slær samtryggingar-skjaldborg um sína svörtu sauði. Samfylkingin bjargaði sínum og leyfði Árna Matt að fljóta með og auðvitað lá alltaf fyrir að píslarvotti Stóra Þjóðarógæfuflokksins yrði forðað frá málinu með einhverskonar lagatæknilegu froðuskúmi og furðulegheitum í málatilbúnaði.
Fjölmiðlar landsins sem flestir eru að meira eða minna leyti reknir á forsendum fjármagnseigenda, greindu líka löngum frá landsdómsmálinu með þeim hætti að ólíklegt er að þar hafi ráðið óháð fréttamennska. Svokallaðir útrásarvíkingar hafa fengið geysilega mikil tækifæri til að tjá sig í fjölmiðlum og oftast í " drottningarviðtölum " í þeim stíl sem tekinn var upp af Davíð Oddssyni hér um árið. Það er ólýðræðislegt í alla staði þegar t.d. ríkissjónvarpið, gefur slíkum mönnum færi á að nota heilu og hálfu tímana í útsendingu til að bera af sér sakir og jafnvel úthúða öðrum í leiðinni.
Að sjálfsögðu á að vera andmælandi til staðar og það á að gefa þeim sem horfa og hlusta, færi á að heyra málin frá fleiru en einu sjónarhorni. Þarna er tvímælalaust verið að gefa þessum mjög svo umdeildu fjármagnseigendum færi á að tala fyrir sínu máli langt umfram það sem eðlilegt getur talist í fjölmiðli sem teljast á óháður og í eigu þjóðarinnar.
Drottningarviðtöl á að afnema í ríkissjónvarpinu, enda er slíkt fyrirbæri á engan hátt forsvaranlegt í ríki sem kennir sig við lýðræði. Hér á Íslandi eiga hvorki að vera kóngar eða drottningar af neinu tagi. Það á að vera liðin tíð og löngu úrelt mismununar-fyrirkomulag stéttaskiptingar. Hér á bara að vera fólk sem á að búa við það réttlæti að yfirvöld þjóni velferð þess á jöfnum lagalegum grundvelli.
Með tilliti til alls þess sem gerðist í lífi fólks út af hruninu og afleiðingum þess og þeirri féflettingu sem landsmenn urðu fyrir af völdum sofandi ráðamanna og blóðsugubankanna sem komið var hér á fót, er mikil nauðsyn á því að byggja upp gagnabanka með upplýsingum um það sem gerðist. Þar þarf að safna saman vitnisburðum fólks um það hvernig það var leikið og hvílíkir glæpir voru drýgðir gegn því af þessu margbölvaða frjálshyggjuliði sem tók hér allt yfir.
Þar þarf að sýna svart á hvítu hvernig bankarnir komu fram gagnvart einstaklingum um allt land, hvernig fólk var svikið og talað inn á ranga hluti viðvíkjandi ávöxtun á sparifé sínu og eignum, hvernig þúsundir landsmanna glötuðu langtímasparnaði sínum og ótaldir aldraðir einstaklingar sínu öryggisfé vegna blekkingarleiðsagnar frá bönkunum, hvernig sérfræðiaðstoðin skilaði sér gagnvart fólki sem átti að geta treyst á slíkar leiðbeiningar.
Þessi gagnabanki þarf að vera hafsjór af upplýsingum og fróðleik um mesta skítmennskuskeið Íslandssögunnar svo ódáðirnar sem framdar voru gleymist ekki og verði ævarandi víti til varnaðar og sýni nakta skömm þeirra sem skömmina eiga !
Við eigum ekki að treysta neinum manni í þessu ráðamannaliði sem er að hreykja sér - enn í dag - og hefur ekkert lært !
Það þarf að skipta um hvern einasta mann á þingi sem tilheyrir fjórflokksmafíunni. Í þeim samtryggingarhópi er enginn maður sem á skilið traust þjóðarinnar og stuðning. Það er nú margsannað mál !
Tíminn frá hruni hefur verið afgerandi próf fyrir manndóm þeirra og getu og útkoman er eitt allsherjar NÚLL !
Líðum ekki óværuna lengur !
Fáum nýtt fólk á þing, í ríkisstjórn og á Bessastaði - heilbrigt fólk sem hefur eðlilegt jarðsamband við þjóðina í landinu !
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 53
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 622
- Frá upphafi: 365520
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 534
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)