Leita í fréttum mbl.is

Evrópustofa áróđursins og óskildu málin !

Ţađ hefur varla fariđ framhjá neinum hvernig  ţjóđfélagslegt neyđarástand hefur skrúfast upp í Grikklandi. Stjórnarfariđ í landinu gekk fyrir björg og allt hrundi í ţjóđfélagi sem ţó var ađili ađ efnahagslegu himnaríki ađ áliti sumra.

En stađreyndirnar töluđu međ sinni köldu tungu !

Svo - ţó ađ ţeir séu margir hér á Íslandi sem telja ţađ jafngilda félagslegri upptöku í sćluklúbb ađ ganga í Evrópusambandiđ, bjuggu Grikkir ekki viđ neina sérstaka öryggisvist ţó ţeir hafi gengiđ ţar inn á sínum tíma.

Og ţví má spyrja - hvađ veldur, hver heldur, hver geldur ?

Jú, Evrópusambandiđ er fyrst og fremst klúbbur ţeirra sem geta mćtt ţeim kröfum sem gerđar eru hverju sinni af hálfu greifanna í Brussel.

Ađildarţjóđir sem geta ekki uppfyllt kröfur sambandsins eru settar út fyrir dyr, settar í skammakrókinn og eiga ađ sitja ţar öđrum til viđvörunar.

Menn geta ţví rétt ímyndađ sér hvernig ráđamönnum hér muni ganga í ţví hlutverki ađ gera greifunum til hćfis, eftir frammistöđu sína á undanförnum árum fyrir eigin ţjóđ. Ţađ kynni ţví brátt ađ koma upp grískt ástand hér međ afleiđingum sem enginn gćti séđ fyrir.

Evrópusambandsklúbburinn er ekki neitt kćrleiksheimili mannréttindanna ţegar allt er dregiđ fram í dagsljósiđ. Ţar rćđur enn andi stáls og kola frá fyrstu tíđ. Bak viđ grímuna sem höfđ er uppi viđ leynist hiđ ómanneskjulega auđvald í öllum sínum valdhroka og ţegar ţađ hefur safnađ öllum ţráđum saman mun ţađ ekki telja sig ţurfa ađ leynast lengur !

Og ţeir sem verđa komnir inn fyrir ţađ járntjald sem ţá mun afhjúpa sig međ sigurhrósi, munu ekki hreyfa sig mikiđ á eigin forsendum eftir ţađ.

Draumurinn um stórríkiđ mun ţá breytast í martröđ bandingjanna !

En hinn sykursćti áróđurstími er samt enn á dagskrá hérlendis - af hálfu Brusselvaldsins. Ţađ er enn veriđ ađ veiđa fólk. Ţađ er enn veriđ ađ múta og hygla međ ýmsum hćtti !

En kannski er líka ađ koma tími hótana !

Og sannarlega er ţađ hörmulega lágkúrulegt ađ heyra hvernig aumingjarnir í Samfylkingunni og rćflar annarra flokka hrópa upp hver í kapp viđ annan, ađ ţađ séu óskyld mál, ađ Evrópusambandiđ klappi okkur međ annarri hendinni og berji á okkur međ hinni !

En ţađ er einmitt ţađ sem veriđ er ađ gera af hálfu ráđstjórnarinnar í Brussel !

Og á sama tíma og slík atburđarás á sér stađ, á hin Evrópustofulega upplýsingastarfsemi sem hér hefur veriđ sett á fót, ađ starfa ađ ţví - eins og sagt er, ađ kynna fyrir Íslendingum međ hlutlausum og ćrlegum hćtti, hvađ felist í ţví ađ ganga í Evrópusambandiđ !

Er slíkt ekki eitthvađ í líkingu viđ ţađ ađ vilja frćđast um tilgang og gagnsemi hermdarverka í gegnum upplýsingastofu á vegum Al Qaida ?

Ţađ er mikil nauđsyn á ţví ađ landsmenn geri sér fulla grein fyrir ţví hverskonar flokkur Samfylkingin er og hversu óţjóđlegt fyrirbćri er ţar á ferđinni.

Viđ Íslendingar ţurfum sannarlega á annarri forustu ađ halda en flokks sem hefur ţá einu framtíđarsýn ađ komast í ţá stöđu ađ verđa kommissaraflokkur á Íslandi fyrir ráđstjórnarvaldiđ í Brussel !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 1183
  • Frá upphafi: 316782

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 887
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband