Bloggfærslur mánaðarins, september 2014
27.9.2014 | 10:04
Frjáls og óháð umræða ? - eða þannig !
Ég er lítið fyrir að hlusta á Bylgjuna, enda hef ég aldrei verið hrifinn af einhliða viðhorfum og innihaldslitlu blaðri en hvorttveggja virðist mér fyrirferðarmikið á umræddri stöð. En stundum er ég staddur þar sem Bylgjan er í gangi og heyri hvað er verið að tala um og ég verð að segja að sjaldan finnst mér það merkilegt fyrir minn smekk !
Ég man það til dæmis að fyrir nokkru var Helgi Hjörvar tekinn þar í viðtal út af skuldaleiðréttingar-málunum og hann hafði ekki lengi setið fyrir svörum þegar útvarpsmaðurinn, viðmælandi hans, sagði heldur fruntalega : „Þið sátuð nú í 4 ár og gerðuð ekki neitt !
Helga virtist hálfpartinn fatast við þetta inngrip og hann greip ekki til hvassra andsvara, sem vissulega hefðu þó átt fullan rétt á sér í þessu tilfelli.
Daginn eftir var Bjarni Benediktsson í viðtali og þá var nú talað á heldur notalegri hátt. Það var greinilegt að engum á Bylgjunni datt sú ósvinna í hug að segja við Bjarna : „ Þið sátuð nú í 18 ár samfleytt og það endaði með allsherjar hruni !"
En vinstri stjórnin 1209-2013 átti skilyrðislaust að þrífa upp 18 ára skít hægri flokkanna á þessum 4 árum og fyrst hún gat það ekki, var hún vegin og léttvæg fundin ! Og ekki nóg með það, þeir sem drulluðu hér yfir allt og ollu hruninu, gerðu stjórninni það eins erfitt að vinna þjóðina út úr vandanum og þeir frekast gátu !
Ragnheiður Elín Árnadóttir var á Bylgjunni fyrir nokkrum vikum og fór þá mörgum fögrum orðum um það að margt gott væri í gangi og menn mættu ekki vera svo neikvæðir að sjá það ekki. Það yrði að gefa stjórnvöldum svigrúm til athafna og vinnufrið !
Já, það er nefnilega það ! Var hún ekki ein af þeim sem var í því í fjögur ár samfleytt að rakka niður allt sem vinstri stjórnin var að gera og sjá til þess að hún hefði sem minnstan vinnufrið, við allt að því óbærilegar efnahagsaðstæður ? Ég man ekki betur. Alveg er það með ólíkindum hvernig sumt fólk getur talað !
En það er sitthvað að vera í stjórn og vera í stjórnarandstöðu. Það virðist til dæmis lítill vilji til að semja í vinnudeilum af hálfu annars aðilans, þegar treyst er á það að lög verði sett á verkföll og það er ekkert nýtt að slíkt sé gert þegar hægristjórn er í landinu. Það er líka enn auðveldara núorðið þegar druslur dóminera í ASÍ !
Áróður er víða rekinn eins og margir vita og sannleikurinn er þá sjaldnast mikils metinn. Ég velti því fyrir mér hverjir eigi í raun Bylgjuna og á hvaða forsendum hún sé rekin ?
Líklega er hún skilgreind sem frjáls, óháð útvarpsstöð, en er eitthvað slíkt til í veruleikanum ? Það er svo mikill hægri andi í þeirri umræðu sem fer fram á þessari stöð, að ég læt engan segja mér að þar sé eitthvað frjáls og óháð á ferðinni. Það leynir sér ekki hvaða sjónarmið liggja á bak við rekstur Bylgjunnar !
Ég heyrði um daginn í mönnum þeim sem ég kalla Bylgju-Láfana. Þeir töluðu um að það væri verið að hirða allt af fólki, sjávarauðlindin hefði verið tekin, lífeyrissparnaður fólks og nú væri verið að taka viðbótarsparnaðinn og svo þyrfti þjóðin að fara að borga gjald fyrir að sjá sínar eigin náttúruperlur !
„Það er allt hirt af fólki" sögðu þessir sérfræðingar og útvarpsmaðurinn alfrjálsi spurði í heimatilbúnu sakleysi sínu : „Og hver gerir það ?" Og þá var svarið : „Þú getur nú sagt þér það sjálfur !" Og svo hlógu allir mikið........já, hlógu !!!
En mér finnst þetta ekkert fyndið. Það sem er og hefur verið að gerast eru grafalvarlegir hlutir. Og þó að Bylgju-Láfarnir - sem eru að minni hyggju, í einkavinahópi fjármagnselítunnar í landinu, tali oft í útvarpi eins og þeir séu sérútvaldir talsmenn manneskjuvænna sjónarmiða, tel ég þá samt sem áður innmúraða og innvígða í valdablokk sem hefur aldrei haft manneskjuleg sjónarmið að leiðarljósi. Og kannski var það einmitt þessvegna sem þeir gátu hlegið svo hressilega yfir stöðu mála ?
Hverskonar menn eru það eiginlega sem hlægja svona að ógæfu eigin þjóðar ? Er það eitthvað til að gantast með þegar allt er hirt af fólki ?
Já, kannski er það svo, þegar menn eru í raun og veru sammála því sem verið er að gera, þó þeir láti annað uppi. Sérhagsmunatilhneigingar koma alltaf upp um sig með einum eða öðrum hætti og Bylgju-Láfarnir eru þar sterklega grunaðir um græsku bæði af mér og öðrum. Skoðið bara feril þeirra og berið hann saman við orð þeirra á Bylgjunni og sjáið hvernig útkoman verður ?
Yfirlýst „frjáls og óháð útvarpsstöð" eins og Bylgjan - er hvorki frjáls eða óháð í mínum skilningi og þjónar - að minni hyggju - aðeins því sem henni var og er ætlað að þjóna og þessvegna er hún til sem slík !
19.9.2014 | 23:58
Skotar höfnuðu sjálfstæði !
Það er dapurlegt til þess að hugsa, að skoska þjóðin - svo hæfileikamikil og merk sem hún er, skuli ekki hafa treyst sér til að rífa sig frá enska valdinu og hefja nýtt líf undir merkjum sjálfstæðs ríkis.
En það var svo sem ýmsu til tjaldað að halda aftur af Skotum varðandi sjálfstæðismálin og það vantaði ekki að stjórnvöld í London lofuðu þeim gulli og grænum skógum, ef þeir bara héldu sig við fyrra stjórnar fyrirkomulag og færu ekki að spila alfarið upp á eigin spýtur.
Það mátti segja, ekki síst rétt fyrir kosningarnar, að gylliboðin streymdu norður á bóginn og sjálfsagt hafa þeir verið ófáir sem gleyptu við flugunum. En samt töldu margir að Skotar myndu standa fast í fætur og tryggja fullu sjálfstæði framgang.
En svo kom 18. september 2014 og því miður reyndist dagurinn sá ekki búa yfir niðurstöðu í anda þeirra Williams Wallace og Róberts Brúsa. Það var allt annað viðhorf sem setti mark sitt á þessar kosningar. Sjálfstæðisvilji skosku þjóðarinnar reyndist mun minni en áður hafði verið ætlað.
Langtíma forræði Englendinga virtist valda því að staðfestan til fullrar ábyrgðar eigin mála varð ekki nógu sterk meðal Skota og hlaut ekki nægilegt brautargengi. Það má því hreinlega segja að skort hafi á kjark og djörfungu hjá skoskum kjósendum til að taka sjálfstæðis-skrefið að fullu, enda sem fyrr segir, búið að bjóða þeim ýmislegt og um leið hræða þá með ýmsu móti .
Um það baktjaldaspil var kveðið með eftirfarandi hætti :
Enska mútan manndóm rotar,
margir skriðu í Edinborg.
„London, Darling " skræktu Skotar,
skelfing var það hvimleitt org !
Og í framhaldi þeirrar vísu fylgdi önnur :
Bitu Skota ráðin römmu,
reyndist stálið leir.
Undir pilsfald ensku mömmu
aftur skriðu þeir !
Það var verulega leitt, því það hefði sannarlega verið vel við hæfi og eftirminnilegt ef Skotar hefðu kosið sér sjálfstæði á sjö hundruð ára afmæli orustunnar við Bannockburn. En svo fór því miður ekki og niðurstaðan getur varla talist sérlega virðingarverð fyrir þjóðernislegan orðstír skosku þjóðarinnar.
Rættist sambands-sinna von,
svo fór þessi lota.
Teymið Clegg og Cameron
kunni að sigra Skota !
Hugsanlegur flutningur lykilstofnana á sviði fjármálavalds frá Skotlandi, ef sjálfstæði yrði niðurstaða kosninganna, hefur sjálfsagt valdið ugg hjá ýmsum Skotum, og margir munu hafa óttast breytingar í þeim efnum sem og öðrum. Það hefur áreiðanlega haft sitt að segja varðandi afstöðu margra kjósenda.
Að morgni kosningadagsins varð einhverjum þessi vísa á munni :
Nú við magnað mála stig
mæta Skotar kjörstað á.
Skyldu þeir ætla að skíta á sig
og skeinast svo á næstu krá ?
Og þegar úrslit urðu kunn kvað sami höfundur :
Hugarfrelsið fjötrar þvinga,
færri vildu á þá skera.
Undirlægjur Englendinga
áfram Skotar kusu að vera !
Og það verður að segjast eins og er, að hver svo sem framtíð Skota verður, finnst manni heldur ólíklegt að sagan eigi eftir að telja 18. september 2014 meðal þeirra virðingarverðustu daga !
En kannski á skoska þjóðin eftir að endurmeta stöðu sína og sambandið við Englendinga á komandi árum og kannski verður kosið aftur um sama mál ? Það ætti að vera hægt að kjósa aftur um fleiri mál sem felld hafa verið en aðild að Evrópusambandinu og opnun áfengisverslana ?
Skotar aftur mál sín meti,
marki leið til sigurfórnar,
svo að lært þeir loksins geti
að líf er til - án enskrar stjórnar !
Á klettastapanum Einbúa á Skagaströnd var Andrésarfáninn dreginn í hálfa stöng þegar úrslit skosku kosninganna lágu fyrir - og þótti undirrituðum það fullkomlega skiljanlegt og mjög við hæfi eins og á stóð !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.9.2014 kl. 15:13 | Slóð | Facebook
16.9.2014 | 20:02
Vesturlanda galeiðan !
Það virðist í mörgu vera viðtekin regla á Vesturlöndum, að líta beri svo á að betri lífskjör og svokölluð velferð á seinni tímum, sé fyrst og fremst því að þakka hvað mikinn dugnað, ráðdeild og skynsemi Evrópumenn hefðu haft umfram aðra. En þar er hinsvegar að miklu leyti um að ræða einskonar afleidda hugarfarstengingu við eina af fegrunarútgáfunum af heimsveldishugsun Breta og Frakka og annarra sem töldust til minni postula gömlu nýlendustefnunnar.
Sannleikurinn varðandi þetta er nefnilega allur annar og verri. Evrópumenn völtuðu yfir aðrar þjóðir með hernaði og allra handa arðráni, rændu þær og undirokuðu með þvílíkum yfirgangi að jafnvel yfirlýstir villimenn í Afríku og víðar undruðust „ógeðslega villimennsku hinna siðmenntuðu árásarmanna !"
Það vekur furðu manns að sjá hvernig hinar hvítu yfirburðaþjóðir hegðuðu sér gagnvart öðrum þjóðum þegar útþenslustefna þeirra var í algleymingi. Framkoman við Kínverja og Japani var ekkert nema ofbeldisstefna þar sem þessar merku þjóðir voru neyddar til þess með hervaldi að lúta lágt. Kínverjar þráuðust lengi við og guldu þess harðlega, en Japanir tóku þann kostinn að tileinka sér tækni og vopnabúnað vesturlandaþjóða til þess að verja sjálfstæði sitt og frelsi í gegnum þá leið. Þeir urðu líka fyrsta Asíuþjóðin sem sigraði í stríði við Evrópumenn !
Saga nýlenduveldis Breta og Frakka, Spánverja, Hollendinga, Belga og Portúgala er hryllilega blóði drifin saga. Það er sagt að heilu borgarhverfin í Lundúnum hafi verið byggð fyrir fé sem kreist var út úr Indverjum. Lífskjörunum heima fyrir var lyft með ótakmörkuðu arðráni og þjófnaði í öðrum heimshlutum, og ekki síst þar sem fyrir voru þjóðir sem máttu sín lítils gegn yfirburða vopnavaldi Evrópumanna.
Öllu sem einhver veigur var í var stolið og rænt og hirt af þessum þjóðum. Margar ómetanlegar gersemar ýmissa þjóða eru enn á söfnum í Bretlandi, Frakklandi og víðar og hafa hvorki verið keyptar eða fengnar með nokkrum þeim hætti sem heiðarlegur getur talist. Þeim var einfaldlega stolið á þeim tímum þegar bölvuð nýlenduveldin komust upp með allt !
Hvíti kynstofninn sem hefur lengstum leikið jörðina okkar verst af öllum kynflokkum jarðar, virðist geyma í sér meiri græðgi og siðvilltari yfirgangshneigð en aðrir þegar hann telur tækifærin bjóðast til auðgunarbrota. Hann hefur níðst á ótal frumstæðum þjóðum í nafni siðmenningar sem einungis hefur verið orðskrípi í hans munni og yfirbreiðsla til að hylja yfirdrottnun og heimsveldiságang !
Evrópumenn hafa fleytt sér áfram á galeiðu þessarar yfirdrottnunar áratugum saman, lífskjör og velmegun vesturlanda hefur byggst mest á því að undir þiljum á galeiðunni eru þrælar sem knýja skipið áfram með áraburði og ef þeir róa ekki nógu vel hafa svipuhöggin óspart verið gefin.
Þessir þrælar eru fyrst og fremst þjóðir þriðja heimsins, en þeim er stöðugt haldið í spennitreyju fátæktar og neyðar, svo áfram sé hægt að flytja auðinn úr löndum þeirra til að mæta græðgi Vestur Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er um að ræða einn versta mannréttindaglæp samtímans !
Og svo er alltaf talað um þróunarhjálp og aðstoð við þessar þrautpíndu þjóðir ! Þar eiga sannarlega við vísuhendingarnar „ gefa sumir agnarögn /af því sem þeir stela. Það er víst býsna margt skráð hjá Sameinuðu þjóðunum og öðrum svokölluðum hjálparbatteríum Vesturlanda sem þróunarhjálp, já, jafnvel sitthvað sem gæti sem best flokkast undir það að verið sé að losa sig við drasl.
Kolryðgað járnarusl frá Íslandi er líklegt til að vera þar á meðal og er vandséð að hvaða gagni slíkt geti orðið í Afríku sem er sem óðast verið að gera að ruslakistu Vesturlanda - álfu úrgangs frá yfirálfunni !
Ef eitthvað af „góða hvíta fólkinu" á Vesturlöndum færi nú að hugsa og velta því fyrir sér á lystilegu hádekkinu á galeiðunni, fyrir hvaða afli hún gengi, gæti verið að ýmislegt færi út af hinu daglega dansspori lífsins. En það fólk sem arðrænir aðra, lifir á svita annarra, vill yfirleitt sem minnst vita af því böli sem það skapar. Svo það er ekki líklegt að mikil hugsun skapist varðandi slíkt hjá „góðu hvítu fólki !"
Fólk í þeirri stöðu er eins og fyrirfólkið í Suðurríkjunum sem lifði áður fyrr praktuglega - á þrælahaldinu, en þóttist samt ala með sér göfugar hugsjónir og standa jafnvel öðrum framar að manngildi. Norðurríkjamenn sögðust hinsvegar vera á móti þrælahaldi en viðhéldu verkunum þess hjá sér með svívirðilegu launamisrétti og sambærilegri undirokun þeirra sem minnimáttar voru. Þeir voru sem sagt lítið skárri !
Það er löngu kominn tími til þess að vesturlanda-galeiðan ljúki sinni siglingu á þeim forsendum sem hingað til hafa gilt. Þær forsendur hafa alltaf verið yfirgengilega ómanneskjulegar og hræðilegar í ranglæti sínu. Það er blóðugt misrétti að fólk í Afríku eða austur í Asíu þræli allt sitt líf til að við Vesturlandamenn getum fitnað á kvöl þeirra og kúgun.
Leyfum þessu fólki að lifa í friði fyrir græðgi okkar og yfirgangi og njóta þeirra auðlinda sem lönd þeirra búa yfir. Meðan við höldum áfram uppteknum hætti er allt tal okkar um þróunarhjálp og mannréttindi einskisvirði og verra en það !
Gæti nokkur Vesturlandabúi hugsað sér það hlutskipti að vera galeiðuþræll ?
10.9.2014 | 22:25
Pýramídi á hvolfi !
Þjóðfélagsgerðin virðist stefna stöðugt í þá átt að storka lögmálum eðlisfræðinnar. Í stað þess að vera pýramídalagaður skapnaður á traustum grundvelli, sem efst státar af gildisbærum hyrningarsteini, er hún alltaf að verða meira og meira líkari pýramída á hvolfi. Undirstaðan veikist en yfirbyggingin þenst út, þeim fækkar sem vinna í framleiðslugreinunum en þeim fjölgar stöðugt sem hreiðra um sig ofar í pýramídanum öfuga í krafti menntunar og tröpputignar og ætla sér að lifa á arðinum af þeim verðmætum sem aðrir skapa. En það er ljóst að pýramídi á hvolfi heldur ekki jafnvægi til lengdar. Á einhverjum tímapunkti fellur hann vegna þess að þá er yfirþyngdin orðin undirstöðunni um megn !
Og hvað gerist þegar slíkur samfélagspýramídi í öfugri stöðu hrynur ? Það verða efnahagslegar þrengingar sem munu kippa allri velmegun áratugi til baka. Það skapast ástand sem tekur svo til eingöngu mið af hæfni einstaklingsins til að komast af. Það verður til veruleiki sem kallar á „survival of the fittest !"
Þá bjarga engum gráður og titlar, þeir sem alltaf hafa verið skeindir af öðrum verða við slíkar aðstæður aumastir allra aumra, ófærir um alla lífsbaráttu !
Það verður grátur og gnístran tanna, vol og væl. Menn munu engjast sundur og saman af óbærilegri kvöl vegna glataðra hlunninda, grenja yfir horfinni dýrð og óttast þá framtíð sem tryggir þeim engin forréttindi nema síður sé !
Fall pýramída á hvolfi er refsing fyrir glórulaust ábyrgðarleysi, því ráðamenn geta ekki alltaf sagt um samfélag sem þeir hafa svikið „ það lafir meðan ég lifi, " ! Að því kemur að mælir syndanna er fylltur og og ekki er lengur hægt að ávísa vitleysu samtímans á vonlausa framtíð, framtíð sem þegar er búið að eyðileggja fyrir þeim sem hana koma til með að erfa og eiga. Er það þannig sem við ætlum að búa um mál og leggja þau í hendur barna okkar - næstu kynslóðar, þeirra sem eiga samkvæmt Guðs og manna lögum að erfa landið ?
Allir menn þurfa að vera sjálfum sér sem samkvæmastir og ráðamenn ekki síst. Að tala fjálglega um matarskatt í stjórnarandstöðu sem óafsakanlegan gjörning gegn þeim sem minnst hafa milli handanna, en ætla svo að leggja hann á í stjórnarstöðu er ekki að vera sjálfum sér samkvæmur. Sömuleiðis er það skynvillumál að byggja mál áfram á þeim grundvallar-misskilningi að samfélagsbyggingin geti verið pýramídi á hvolfi, fyrirbæri sem þenst út á æ minni undirstöðu !
Er kannski stefnt að því að leggja framleiðslugreinar þjóðfélagsins af sem slíkar, afnema allt atvinnulíf sem stendur undir nafni, og láta hvern og einn lifa á því að velta pappír milli handa sinna með þá hugsun eina í kolli að enginn vinni jafn mikilvægt starf ?
Sagt hefur verið, að til forna hafi pýramídar verið reistir eingöngu til að vera grafhýsi. Það er kannski ósannað mál hvort svo hafi verið í raun, en það er öruggt mál að pýramídi á hvolfi endar með því einu að vera ein allsherjar samfélagsgröf !
5.9.2014 | 23:55
Hin deyjandi norðurlönd !
Það er ekki svo langt síðan við Íslendingar vorum stoltir af því að tilheyra norræna bræðrasamfélaginu, krossfánalöndunum, þeim þjóðum sem höfðu byggt upp bestu velferðarríki heims á tuttugustu öldinni í krafti verkalýðshugsjóna og jafnsýnar á samfélagsleg réttindi manna. Við tókum ríkan þátt í margskonar norrænu samstarfi og þó að við næðum því aldrei að byggja hér upp hliðstæða velferð og ríkti á hinum norðurlöndunum, virtist þó lengi vel miða eitthvað í þá átt. Og það höfðu vissulega margir trú á því að það væri stefnan og að takmarkið væri gott og eftirsóknarvert !
En aukin velsæld ýtti undir margar af verstu hneigðum mannseðlisins og það komu breyttir tímar, tímar sem fluttu með sér vaxandi hægri sveiflur, sem smám saman undu upp á sig og báru að lokum með sér blásýrumettaðan anda hinnar baneitruðu frjálshyggju. Efnishyggjueinsýni og kenningin „hver er sjálfum sér næstur", fór að verða samfélagslega áberandi á ný, en hún er líkt og endranær fyrsta boðorð allra sérhagsmunapúka og eigingirnisdjöfla þessa heims !
Og í framhaldi af þeirri óheilla framvindu var svo smátt og smátt hætt að líta til norrænnar fyrirmyndar varðandi samfélagslega uppbyggingu og farið að einblína á Ameríku. Og það varð til þess að Ísland hætti að vera norrænt ríki með hugsjón fyrir velferð heildarinnar, en varð þess í stað að einhverskonar vasaútgáfu af dollararíkinu vestra, nokkurskonar Litlu Ameríku !
Og það skal undirstrikað að það varð fyrir þrýsting og atbeina ákveðinna afla þjóðfélagsins sem þessi breyting átti sér stað. Menn í verslun og viðskiptum fóru í tugatali vestur um haf til að læra listina að græða. Svo komu þeir heim, þessir íslensku bisnissmenn sem heilaþvegnir dollarakarlar, uppfullir af auðgunarþrá og með allskyns hugmyndir um bráðsnjallar viðskiptafléttur og hugsun sem snerist 99,9% um að féfletta náungann !
Ameríski draumurinn eða hrollvekjan varð íslenski draumurinn eða martröðin, og býsna margir fóru að líta nær ótakmarkað upp til þeirra sem skyndilega urðu moldríkir, en minna var hugsað um það hvernig þeir höfðu orðið það. Aðferðin virtist ekki skipta máli ef hún skilaði bara fé í vasana. Siðferðið hneig í valinn og heiðarleikinn með. Svo djúpt höfum við sokkið, að við virðumst ekki enn gera okkur grein fyrir afvegaleiðslunni, þó nánast allt sem í gangi hefur verið hafi varað okkur við og hefði þannig átt að geta fengið okkur til að leiðrétta stefnu þá sem virðist ráða í samtímanum og þjónar ekki þjóð og landi til góðra hluta !
Og ekki er sagan betri á hinum norðurlöndunum þó þau hafi kannski ekki fallið á alveg sama hátt í gullkálfsginið. En þau hafa fallið fyrir einstaklega óþjóðlegum kratisma sem er kominn langt með það ólánsferli í stjórnunarháttum að afhenda þessi lönd öðrum herrum í fyrirsjáanlegri framtíð, ef ekkert verður að gert.
Múslima-streymið inn í velferðarkerfi norðurlandanna er lengi búið að vera svo mikið að yfirtaka á norrænum gildum er sjáanlega á næsta leiti. Fjölmargir innflytjendur úr löndum hálfmánans eru greinilega ekki að koma til norðurlanda til að gerast hollir þegnar viðkomandi landa, heldur til að njóta góðs af því sem aðrir hafa byggt upp og breyta samfélaginu til eigin gilda !
Hvenær skyldi annars krafan um Sharia lög fara að koma fram í Svíþjóð ? Það er full ástæða til að spyrja um það, því þarlend stjórnvöld gera sér mest far um sleikjuhátt gagnvart múslimum, og þar virðist fjölmenningar-innrætingin orðin að einhverskonar hugarfarslegu átumeini sem knýr á og ýtir undir tortímingarvilja gagnvart flestu því sem menn ættu að telja sér skylt að verja sem mest og best. Ástandið sumsstaðar í sænsku þéttbýli er í raun komið á þjóðhættulegt stig, en yfirvöld liggja þar bara í dvala og engin sinna er á neinu í þessum málum því rugluð viðhorf um dýrkun fordómaleysis og víðsýni ráða þar för til feigðar !
Danir eru ekki í öllu betri stöðu, þeir lærðu að vísu eitthvað af málinu með myndirnar í Jótlandspóstinum og hafa rumskað svolítið, en þeir eru í eðli sínu værukærir og sofna sennilega aftur, enda munu þeir missa sitt samfélag alveg eins og Svíar á næstu áratugum ef fer sem horfir !
Norðmenn sofa vært undir sinni gullsæng og hafa ekki sýnt nein merki þess að eitthvað hringi hættubjöllum við þeirra eyru, þó átt hafi sér stað hryllilegur atburður í landi þeirra sem var í raun afleiðing af óþjóðlegri fjölmenningarstefnu stjórnvalda. En yfirvöld þar virðast afar seinþroska í ályktunarhæfni og munu seint draga réttan lærdóm af því sem gerst hefur.
Í stuttu máli sagt, norðurlöndin, sem þau norðurlönd sem þau hafa verið, eru deyjandi samfélög, norræn gildi með kristindóm að kjölfestu eru á útleið og annað á innleið !
Og hvað er þetta annað ? Hvaða yfirtaka er að skapast í þessum löndum ?
Það er sú stefna sem kemur fram í þeim lúmska gjörningi að best sé að taka þjóðlönd yfir innanfrá, búa þar til fimmtu herdeildir sem í fyllingu tímans verða til staðar fyrir annað vald en það sem í viðkomandi löndum býr !
Sagan geymir fjölmörg dæmi um hliðstæða framvindu mála. En það er sofið og sofið, og fjölmenningarkórinn sönglar í sífellu sitt glötunarstef „ Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir !"
Og Norðurlanda kanínurnar, klifurmýsnar og hérarnir, öll saklausu, norrænu smádýrin brosa blítt við öllum aðkomnu rándýrunum, bjóða þau velkomin í skóginn sinn og halda að allt sé og verði í besta lagi, þangað til þau verða étin einn daginn - daginn sem skógurinn þeirra hættir að vera á leið í hið ætlaða himnaríki vináttunnar og breytist snarlega í það helvíti sem fylgja mun yfirtökunni !
Þá verða hin deyjandi norðurlönd endanlega dauð og grafin og Arabía norðursins komin til að vera, með öllu því harðræði sem því mun fylgja fyrir norrænan minnihluta þessara landa !
Þá verður of seint að iðrast vitleysunnar !!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
- Fulltrúar bandarískrar spillingar taka vestur-evrópska spilli...
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 38
- Sl. sólarhring: 192
- Sl. viku: 811
- Frá upphafi: 375279
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 694
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)