Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2018
27.1.2018 | 10:55
Verður Me Too byltingunni stolið ?
Mannkynssagan greinir okkur frá mörgum byltingum sem gerðar hafa verið til að tryggja réttlæti, samfélagslegan jöfnuð, félagslegt öryggi og ýmis þau gildi sem flestir vilja búa við. En býsna oft hafa réttmætar og þarfar byltingar farið í hundskjafta. Rangir aðilar hafa gert sér mat úr þeim og hirt til sín þá ávexti sem ætlunin var að tryggja fyrir þá sem ekki höfðu notið þeirra áður.
Niðurstaðan hefur svo smám saman orðið sú að öll barátta þeirra sem stóðu vaktina og voru í eldlínunni frá byrjun hefur verið eyðilögð, gerð að engu af aðilum sem þóttust vera með í baráttunni, en voru í raun úlfar í sauðargæru og sátu alltaf á svikráðum við stefnu og starf !
Ég velti því fyrir mér hvort það verði ekki líka raunin með Me Too byltinguna, því það blasir þegar við - að minni hyggju, að þar vilji ýmsir gera sér mat úr framvindu mála með allt annað en viðeigandi sjónarmið í huga.
Me Too byltingin á samt sviðið sem stendur, en sem fyrr segir býður það upp á ýmsar hættur. Það er nefnilega vandséð enn til hvers sú alda mun leiða, en vissulega eiga margir um sárt að binda í þeim efnum sem þar um ræðir og margt þarf vissulega að bæta í samskiptum kynjanna !
Einhvernveginn finnst mér samt að aðrir aðilar, og jafnvel aðrar konur en hin raunverulegu fórnarlömb, séu að reyna að hirða allt til sín varðandi þessa umræðubyltingu. Þar sem annarsstaðar sækja margir í sviðsljósið og athyglina á öðrum forsendum en þeim sem ættu að gilda !
Það er svo sem ekkert nýtt að allskyns tækifærissinnað lið hlaupi með í svona ferli og reyni að gera sér mat úr málum. Oftast kemur fölsk samstaða af því tagi niður á málefninu sem verið er að berjast fyrir og það er vont allra hluta vegna.
Athyglissjúk uppátæki fella sig þó oftast sjálf þegar til lengdar lætur og stöðugar ásakanir eru ekki og eiga ekki einar sér að gilda sem sannanir fyrir sekt manna, hvorki í þessum málum né öðrum. Hin gullna regla verður að fá að gilda sem fyrr, að enginn sé sekur uns sekt hans er sönnuð, annars verður allt réttarfar hjóm eitt og almennt borgaralegt öryggi þar með !
Me Too byltingin virðist í sumum frásögulýsingum vera farin að virka að einhverju leyti sem kvenlæg múgæsing og sumir eru meir en fúsir á að taka hana sem slíka. Það má vera að farið sé að bera þar á ýmsu sem styrkir kannski ekki stöðu mála. En við eigum eftir að sjá betur hvernig unnið verður úr málum þar og vonandi verður sú framvinda leidd af þeim sem vilja vel og best sjá þar til vega !
Það er nefnilega mikil nauðsyn á því - samfélagsins vegna, að sá kraftur sem fylgir þeirri réttlætiskröfu sem Me Too byltingin byggir tilvist sína á, verði virkjaður þeim til góðs sem þar er verið að berjast fyrir !
Þar þarf að verja þau réttlætis-sjónarmið sem knýja á og tryggja sem best rétt þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna samfélagslegs sofandaháttar gagnvart þeim brotalömum mannlegrar breytni sem hafa allt of lengi verið látnar hafa sinn gang.
En í öllum hamingjunnar bænum, látum ekki þessa byltingu éta börnin sín svo að nauðsynlegur ávinningur fari þar í hundskjafta !
Mér sýnist til dæmis nokkuð ljóst að pólitíkusar, jafnvel yfir línuna, hafi fullan vilja til þess að ná til sín einhverjum hagnaði af þessari kröftugu mótmælaöldu, en um heilindi slíkra aðila almennt og einkum gagnvart almannahagsmunum tel ég að ekki þurfi að fara mörgum orðum. Það vita allir sem vilja vita eitthvað hvernig fer oft með loforð og yfirlýsingar frá þeim sem völdin hafa hverju sinni !
Á síðustu árum hefur það sýnt sig oftar en einu sinni að íslenskir valdamenn eru ekki hótinu skárri en starfsbræður þeirra í öðrum bananalýðveldum þeirrar veraldarskonsu sem jörðin er. Þeir hafa það fyrir sið að kalla stöðugt eftir trausti fólks en gera lítið sem ekkert til að verðskulda það !
Hverjir gætu stolið Me Too byltingunni ? Það er svo sem ekki flókið mál að svara því. Allir sérhagsmunahópar þjóðfélagsins gætu þar hugsanlega viljað leggja hönd að verki, sér og sínum eigingjörnu hagsmunamálum til framdráttar. Sérgæskan er orðin svo mikil í okkar þjóðfélagi að það hálfa væri nóg. Flest er þar dregið undir eigin hít og þá er ekki spurt um ábyrgð og afleiðingar !
Me Too stendur hinsvegar fyrir samfélagslegt almannahagsmunamál. Sú mikla réttlætiskrafa sem þar býr að baki er krafa um lagfæringar og græðslu á samfélagslegu meini sem má ekki viðgangast og hefði í raun aldrei átt að geta viðgengist í sæmilega heilbrigðu þjóðfélagi !
Konur þurfa að geta treyst körlum og karlar þurfa sömuleiðis að geta treyst konum. Þegar traust fær að ráða í samskiptum kynjanna er miklum sigri náð, en til þess að svo geti orðið þurfa allir að ganga í sjálfa sig og taka þátt í endurhæfingu heilbrigðra siðagilda af fullri einurð. Það er eina leiðin til að varða réttan veg !
Látum ekki stela frá okkur neinu því sem getur orðið okkur sameiginlega til góðs !
Við erum öll hvert og eitt - ábyrg fyrir okkar samfélagi !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook
13.1.2018 | 09:55
Um sérleiðina sem aldrei átti að fara !
Viljug aka vinstri græn
vagni á hægri götu.
Við stýrið sést í bljúgri bæn
breytingin á Kötu !
Já, pólitík er víst eitt - og annað að vera sjálfum sér samkvæmur. Það hefur sannast í seinni tíð á verslunarviðskiptum vinstri grænna við íhald og Framsókn. Og eins og jafnan hefur maður skömm á óheilindum og tækifærissinnuðum viðsnúningi !
Er það ekki einmitt slíkt framferði sem hefur gert pólitíkina að óheiðarlegum hráskinnaleik í augum svo margra, þar sem ekkert traust er til ?
En Kata, já, hún Kata ! Hún ætlar víst að siðbæta pólitíkina og setur upp nefndir til þess. Og það gerir hún rétt eftir að hún sjálf hefur skrúfað sig í heilan hring í skoðanabreytingu, til þess að geta gómað einn valdastól !
Þannig er nú vinstri græna pólitíkin í dag eða öllu heldur vinstri græningja pólitíkin. Þar sem vinstri grænir hafa þannig breytst með einkar skítlegum hætti í andstæðu sína, siðbæta þeir auðvitað hvorki sjálfa sig né aðra með slíku gildisfalli, og síst af öllu íhaldið sem aldrei hefur verið eða getur orðið siðbótarhæft !
Hvenær skyldi það annars renna upp fyrir Kötu að hún hafi ekki leikið snjallan leik heldur hafi verið leikinn snjall leikur gegn henni ? Ég gæti ímyndað mér að það færi að renna upp fyrir henni á síðari hluta þriðja árs kjörtímabilsins, ef eitthvað hefur þá ekki sprengt stjórnina í frumparta fyrir þann tíma !
Og þá mun Kata líklega koma fram og segja sínar farir ekki sléttar. ,,Ég treysti þeim, segir hún þá trúlega mjög armæðufull, ,, en þeir reyndust ekki traustsins verðir !
,,Ég er nú þannig gerð að ég vil geta treyst fólki, en hef nú reynt að það er erfitt ! gæti hún svo hugsanlega bætt við, stúrin - og allir eiga að falla fyrir einlægninni !
Og svo á baráttan við íhaldið að hefjast á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist. Það er gamla Alþýðuflokksferlið í hnotskurn, að berjast gegn íhaldinu í orði en vilja sitja með því að borði - í stjórn. Þannig er það með þessa Kötu og Svandísar stjórn vinstri grænna, að þar fara illa saman fyrri orð og framdar gerðir !
Merkilegt er það annars hvað það getur vafist fyrir fólki að samræma orð og gerðir. Já, jafnvel besta fólki ! Þeir eru hreint ekki svo fáir sem ganga um og tala fjálglega um háleitar hugsjónir, gott siðferði og drengskap í öllum samskiptum, en fylgja þessu sáralítið eftir í daglegu ferli. Standa aldrei heilshugar fyrir neinum gildum.
Þar virðast fögur orð bara að eiga að vera eitthvað sem á að eiga við aðra, stefnumið sem aðrir eiga að fylgja !
Sem sagt afstaðan virðist þessi : ,,Ég vil að annað fólk sýni ábyrgð og festu í málum en vil sjálfur hafa frjálsar hendur til hvers sem er. Ég þarf náttúrulega að geta treyst öðrum, en aðrir eiga enga heimtingu á að þeir eigi að geta treyst mér. Ég vil fá að hafa mitt frelsi gagnvart öllum öðrum. Það er bara mitt einstaklingsfrelsi !
Svona virðast ótrúlega margir hugsa, en hvar er samfélagskenndin í þessari afstöðu ? Hvar er ábyrgð einstaklingsins gagnvart samfélaginu sem nærir hann og ver ?
Hún er hvergi því þarna er það uppbólginn hroki einstaklingsins sem ræður för !
Það ber ekki allt upp á sama daginn. Ætlaðar sigurstundir breytast oft undra fljótt í andstæðu sína. Fyrirætlanir sem eru kannski hugsaðar til góðs renna iðulega út í sandinn. Oft vegna þess - að þegar betur er að gáð - vantar undirstöðuna !
Núverandi ríkisstjórn hefur enga undirstöðu. Hún er byggð á rangri málamiðlun í bland við persónulega framafíkn. Þar er ekki á neinu föstu byggt. Þar er leir og kviksandur undir sem breytist fljótt í drullu þegar eitthvað gefur á bátinn !
Félagslegar jafnaðarhugsjónir sem eru einhvers virði geta enga heilbrigða samleið átt með helbláum og síbreytilegum hagsmunasveiflum sérgæskunnar !
5.1.2018 | 19:44
Bandaríska vandamálið !
Donald Trump er sýnilega vaxandi vandamál í bandaríska stjórnkerfinu og erfitt er að sjá fyrir hvað gerst getur í komandi tíð varðandi það efni. Trump er nefnilega í flestra augum alveg óútreiknanlegur maður !
Vandamálið með Trump er til dæmis það, að hann hegðar sér ekki eins og forseti, hann hegðar sér eins og forstjóri í fyrirtæki. Hann talar niður til annarra og virðist helst vilja reka hvern og einn sem ekki er að hans skapi. Það er eins og ekkert nema eldur og ofsi ráði för !
Maðurinn þykir ekki hegða sér í samræmi við þá virðingu sem forsetaembættið hefur yfirleitt fært handhafa sínum og nýtur því enganveginn þeirrar virðingar sem það ætti að geta skilað honum. Líklega þekkir hann ekki spakmælið gamla - að vandi fylgi vegsemd hverri !
Trump virðist einfaldlega ekki kunna sig og klúðrar hinu og þessu í samskiptum. Jafnvel þegar hann talar við aðra þjóðarleiðtoga er eins og hann leiki sér stundum að því að vera strákslegur og ókurteis. Það er eins og það eigi að vera eitthvað fyndið eða sýna hvað hann sé svalur og hvað hann fari létt með það að taka aðra í gegn !
Það er eins og maðurinn hafi bara ekki höndlað þá staðreynd enn með vitsmunalegum hætti að hann sé forseti Bandaríkjanna og það feli í sér skyldur varðandi framgangsmáta. Kannski hefur hann einfaldlega ekki þá vitsmuni sem þarf til þess að sinna þessu háa embætti með tilhlýðilegum hætti !
Bandaríska stjórnkerfið er eiginlega illa undir það búið að taka við manni eins og Trump í æðsta embætti þjóðarinnar. Flestir þeir sem áður hafa gegnt því hafa getað tekið tilsögn reyndra ráðgjafa, en Trump virðist hreint ekki á því að hann þurfi neina leiðsögn. Hann fer bara fram með sínum hætti og sá háttur er oft þannig að hann þykir ekki boðlegur og dregur virðingu embættisins niður í augum margra !
Í yfirstandandi tíma, þegar konur eru að rísa upp og krefjast þess að karlar sýni þeim fulla virðingu og lýsa yfir samstöðu sinni gegn kynferðislegu áreiti, er það eiginlega algjör þversögn að maður eins og Trump sitji í einu valdamesta embætti heimsins og sé nýkjörinn til þeirrar stöðu. Hann virðist nefnilega búa yfir mörgu því sem konur deila hvað harðast á í fari karla. Hvað voru þær konur að hugsa sem kusu slíkan mann til valda ? Aldrei hefði hann náð kjöri ef þær hefðu staðið sameinaðar gegn því !
Það gat í sjálfu sér ekki þjónað neinu góðu að maður í beinum tengslum við viðsjált viðskiptalífið og á kafi í allskyns málum þar og jafnvel málum af mjög misjöfnu tagi, yrði kosinn forseti Bandaríkjanna. Það hlaut að draga dilk á eftir sér og sú hefur líka orðið raunin !
Það er mikið talað um að litli einræðisherrann í Norður-Kóreu sé hættulegur fyrir heiminn allan, en hvað um Trump í þeim skilningi ? Er hann ekki þeim mun hættulegri fyrir veraldarfriðinn sem kjarnorkustríðs-hnappurinn er stærri sem hann gumar af ?
Mun bandaríska stjórnkerfið standast það álag sem maður eins og Trump í embætti forseta leggur á það ? Ýmsar spurningar sem áður hafa trúlega lítt verið hugleiddar virðast nú eiga greiða leið upp á yfirborðið. Og það er líklega vegna þess að ákveðinn vandi er kominn fram í stjórnkerfinu vegna þess hvað forsetinn er óútreiknanlegur !
Hvernig mun þingið axla ábyrgð þegar forsetinn gerir það ekki og vill fara óæskilegar leiðir í örlagaríkum málum ? Hvernig mun dómskerfið bregðast við ýmsum vafaatriðum sem upp kunna að koma í náinni framtíð varðandi stjórnarskrárbundinn rétt forsetans til ýmissa athafna ? Hvernig mun alríkisvald forsetans reynast í höndum slíks forseta gagnvart sjálfstæði og rétti hinna einstöku ríkja innan ríkjasambandsins ?
Og varðandi samskiptin við erlend ríki ! Mun bandaríska stjórnkerfið láta það viðgangast að forsetinn valdi margvíslegum skaða á samskiptum við önnur ríki með óheppilegum yfirlýsingum í tíma og ótíma og jafnvel aðgerðum sem mælast illa fyrir og virðast í ýmsum tilvikum verulega vanhugsaðar ?
Yfirvöld í sumum þjóðríkjum virðast vera farin að hugsa mál þannig að þau verði bara að reyna að halda sjó þar til Trump fer úr embætti. Og margt virðist benda til að Trump muni síðar verða talinn í hópi lökustu forseta Bandaríkjanna. Það þarf eitthvað sérstakt að gerast til þess að það mat verði öðruvísi. Forstjórinn í Hvíta húsinu virðist ákveðinn í því að gera allt sem hann getur til þess að eftirmælin um hann í embættinu komi til með að verða sem allra verst !
Valdhroki mannsins er orðinn slíkur að menn setur hljóða ! Ef Trump forseti telur sig varnarmann fyrir það sem ef til vill mætti skilgreina sem bandarískar dyggðir, þá er vörn hans í þeim efnum með því ömurlegasta sem hægt er að hugsa sér !
Mynd hans verður örugglega ekki höggvin í neitt fjall á meginlandi Norður-Ameríku, en hann sjálfur virðist vilja höggva á margt sem menn hafa hingað til talið að ætti og þyrfti að fá að standa óhaggað. Ekki bara vegna þjóðarhagsmuna Bandaríkjanna heldur hagsmuna allrar veraldarinnar !
Heimsfriðurinn byggist oft ekki hvað síst á því að réttir menn séu í lykilstöðum og færri og færri virðast trúa því að Trump sé slíkur maður. Hið lýðræðislega bandaríska stjórnkerfi stendur því frammi fyrir einni mestu þolraun sem á það hefur verið lagt og enn virðist mikil óvissa í þeim málum og raunar alveg óvíst hvernig sú prófraun muni fara ?
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 69
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 365536
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 550
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)