Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019
26.1.2019 | 12:02
,,Um vegferð hinnar háheilögu heimsku !
Öll samfélög manna eiga það sameiginlegt að þurfa að hafa eitthvað til staðar sem lifandi hvata fyrir einstaklingana að standa sig. Menn hafa löngum verið hvattir til að leggja sig hart fram í vinnu og skapa þá velferð sem þeir fái svo að njóta - og einkum er þeim yfirleitt heitið að þeim verði umbunað síðar meir !
Upp úr 1960 eða þar um bil, voru menn brýndir til starfs og dáða af stjórnvöldum um alla Evrópu, með því að lofa þeim því að þeir kæmust fyrr á eftirlaun og gætu þá átt nokkur góð ár og síðan áhyggjulaust ævikvöld. Menn yrðu bara að leggja sig fram um að skapa þá velferð sem stefnt væri að. Síðan færi uppskeran eftir sáningunni !
Og það vantaði ekki að velferðin væri sköpuð með miklu vinnuframlagi og þessum sólfagra hvata, að verðlaunin myndu skila sér í fyllingu tímans !
Þetta var auðvitað áður en farið var að ausa velferðar verðmætasköpun samfélagsins í innflytjendur og nýbúa samkvæmt formúlum fjölmenningarstefnunnar. Þegar sú vitleysa var tekin upp dró fljótt úr allri þjóðlegri athafnagleði. Enginn sá lengur ávinning af stritinu. Hann var alltaf kominn annað þegar að launum átti að koma !
Nú til dags er í raun enginn hvati til sem segir Íslendingum að ástæða sé til að leggja hart að sér til aukinnar velferðar þjóðarinnar. Menn líta svo á að loforð af hendi íslenskra stjórnvalda séu ekki marktæk og enginn standi betur að vígi eftir á !
Það trúir því enginn lengur að ástæða sé til að starfa af krafti í þessu landi. Allur ágóði af erfiði manna fer að jafnaði í vitleysu hjá stjórnvöldum, meðal annars til fólks sem ekki hefur lagt eitt eða neitt af mörkum til þjóðlegrar velferðar, vill bara þiggja !
Það er aðeins einn hópur í landinu sem býr við hvata til að sækja fram. Það eru þeir sem hafa einsett sér að verða ríkir og þeir eru þá eingöngu með einkahagsmuni sína í efstu stöðu í afar gráðugum huga. Þeir eru ekki að hugsa um samfélagið í heild. Ekki að hugsa um framlag til almennrar velferðar. Þeir vilja auðgast umfram allt og aðferðin til að ná því takmarki er þeim flestum rúm í ráðum !
Það voru einmitt þannig hugsandi menn sem voru arkitektar efnahags-hrunsins. Það var græðgi þeirra sem var þar fyrst og fremst að verki. Það vita allir hvernig það dæmi fór með þjóðarhag. Það var nánast slembilukka að hér fór ekki allt endanlega á hvolf. Það var ekki forustumönnum að þakka að svo fór ekki. En afleiðingar hrunsins eru enn að virka velferð lands og þjóðar til skaða, þó margt sé gert til að leyna ýmsu í því sambandi !
Vegakerfið er til dæmis að verða ónýtt vegna viðhaldsleysis, og það er jafnvel - svo óvenjulegt sem það er, viðurkennt af ráðherra málaflokksins. Og eina lausnin sem forustufólk ríkis og sveitarfélaga sér í þeim efnum er viðbótar skattlagning beint á borgarana, sem sagt vegatollar. Samt er vitað að stór hluti af innheimtum skatti til vegamála hefur aldrei skilað sér til þeirra hluta, heldur verið ráðstafað annað með sviksamlegum hætti. Það er ekkert nýtt að þannig sé að málum staðið í stjórnkerfi sem er úr sér gengið og rotið af langtíma spillingu !
En þó enginn peningur sé sagður fyrir hendi í ríkiskassanum til að bjarga vegakerfinu, nema með því að fara beint í vasa fólks enn og aftur, er ekki sjáanlegt annað en bankarnir stundi alþekkt arðrán sitt á landsmönnum jafnt grimmt og áður. Og þegar þær Mammons stofnanir verða einkavæddar í annað sinn, sem fólkfjandsamleg undirheimaöflin stefna leynt og ljóst að, mun bankaarðránið að sjálfsögðu aukast í þágu þeirra hákarla sem verða í náðinni þá og fá þær afhentar í fyllingu tímans fyrir kúk og kanil !
Og þó innviðir ríkis og sveitarfélaga séu víða í grautfúnu fari og lítið í raunverulegu kössunum, virðast alltaf vera til peningar til að taka rausnarlega á móti hópum innflytjenda og koma þeim vel fyrir. Og það er gert meðan margir Íslendingar eiga við fátækt að stríða og eiga jafnvel ekki þak yfir höfuðið !
Það er undarleg siðfræði að svíkja ómótmælanlegar og þjóðlegar nærskyldur en fara jafnframt hamförum í því að uppfylla óskýrar fjarskyldur, sem eru í flestum tilfellum afskaplega langsóttar !
Íslendingar sem eiga í vandræðum með að framfleyta sér og ráða ekki við kostnaðinn sem því fylgir, fá oft á sig stimpil aumingjaskapar og ómennsku. Það þykir ekkert flott eða spennandi að vera að hjálpa upp á þá. En að stefna hingað hópum útlendinga er talið flott af yfirklíkunni því það er tekið eftir því í útlöndum og ferilskrá ráðamanna fær þar með sína gluggaskreytingu.
Þessvegna er tekið á móti allra handa liði með bravúr, þeim er reddað húsnæði og öðru og svo segja ráðamennirnir með brosi eyrna á milli : WELCOME TO ICELAND, YOUR NEW HOME !
Þessum innflytjendahópum er oftast plantað niður á landsbyggðinni, en eftir nokkur ár eru flestir úr þeim komnir til Reykjavíkur, þar sem þeir mynda sín eigin samfélög í hverfum og borgarhlutum, þar sem arfleifð gamla heimalandsins ræður lögum og lofum !
Þegar svo er komið, eru allir hættir að tala um aðlögun að íslensku samfélagi. Jafnvel Rauði krossinn þegir þunnu hljóði !
Alþingi Íslendinga er nú, að mínu mati, skipað slíku liði, að þar situr ekki einn einasti maður sem mér finnst eiginlega hægt að virða og bera traust til. Það er vægast sagt ömurleg niðurstaða og stundum hljóta menn því að hugsa og spyrja sig : Til hvers hefur verið barist fyrir velferð og verðmætasköpun í þessu landi ?
Fólk á þingi virðist hreint ekki vera að hugsa mikið um þjóðlegar skyldur sínar eða að vinna af heilindum fyrir velferð íslensku þjóðarinnar. Það virðast allir vera að hugsa þar í þráhyggju einstefnunnar um eigin ferilskrá og frama í einhverju algleymi siðlausrar sjálfhverfu. Og konurnar sem áttu að bæta allt, eru engu betri en karlarnir !
Eftir svo sem hálfa öld með sama áframhaldi, og þarf jafnvel ekki þann tíma til, munu afkomendur okkar segja með dýpstu fyrirlitningu: ,,Hverskonar víðáttu-vitleysingar hafa þeir verið sem voru ráðandi í landinu fyrir 50 árum ? Við erum með fangið fullt af óleysanlegum vandamálum sem þeir bjuggu til og enginn sér fyrir endann á því fargani !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook
19.1.2019 | 20:41
Lýðræði og kynjahalli !
Lýðræði er, eins og flestir vita, byggt á þeirri meginforsendu að meirihlutinn eigi að ráða. Þá er jafnframt gengið út frá því að sá meirihluti sé frjáls að sinni skoðun og eigi að vera það. Á seinni árum hefur skapast öflugur þrýstihópur fyrir því að konur og karlar skipi valdastöður að jöfnu og þá vandast málið með lýðræðið !
Þegar einhver rétttrúnaðarstefna er komin á kortið hefur hún tilhneigingu til að ryðja því frá sem fyrir er. Og þá er yfirleitt sama hvað það er. Nú er svo komið að margur rétttrúnaðarsinninn virðist hugsa, að þegar kynjahalli skapast út af hreinu lýðræðisvali, verði lýðræðið að víkja. Það er náttúrulega ekki góð framvinda fyrir lýðræðið !
Við vitum að lýðræðislegur vilji kjósenda sem fram hefur komið í prófkjörum á síðari árum hefur iðulega verið fótum troðinn og breytt um röðun fólks á framboðslistum til að jafna út kynjahalla. Er það forsvaranlegt ? Ef einhverjir þrýstihópar í samfélaginu vilja aðra niðurstöðu en vilji kjósenda vísar til, á þá bara að breyta eftir á ? Hverskonar lýðræði er það ?
Eru sjónarmið kvenréttinda þá ekki lýðræðisleg ? Er forsjárhyggjan þar orðin svo mikil að það eigi bara að kenna kjósendum að aðhyllast ,,rétt sjónarmið með yfirgangi ? Og ef þeir ýfast eitthvað við þeim þrýstingi þá skuli bara sturtað yfir þá flóði af neikvæðum lýsingarorðum til að undirstrika meinta heimsku þeirra og aðlögunarskort ? Er þróunarstíllinn á yfirlýstum upplýsingatímum þá orðinn slíkur ?
Mary Wollstonecraft (1759-1797), frumkvöðull í kvenréttindamálum á sínum tíma, ritaði 1792 í verki sínu Vörn fyrir kvenréttindum : ,,Leyfum konum að njóta sömu réttinda og karlar og þær munu gera dyggðir þeirra að sínum !
Þetta er athyglisverð umsögn, því mörgum hefur sýnst að konur hafi með auknum réttindum hneigst öllu meira að því að taka upp ósiði karla heldur en hitt !
Það er enganveginn sjálfgefið að aukið frelsi leiði til aukinna dyggða. Framboð á ósiðum í nútímanum er til að mynda yfirleitt miklum mun meira en framboð á dyggðum og skiptir í því sambandi engu máli hvort kynið á í hlut.
Frelsi án ábyrgðar er mjög ofarlega í tíðarandanum eins og flestir ættu að geta séð en slík afstaða til mála getur aldrei talist samfélagslega séð uppbyggileg. Lýðræði má ekki verða ábyrgðarlaust frekar en önnur stjórnarform því þá fer það að skila sér á öfugan hátt við eiginlegan tilgang sinn !
Margir hafa miklar efasemdir um lýðræðið og tæpast munu þeir hinir sömu telja það vera að taka framförum með feminísku ívafi eins og útjöfnun á kynjahalla.
Eitthvað þarf jafnan að stuðla að aga og reglu í mannfélaginu og sumir hafa aldrei haft trú á því að lýðræðið sé líklegt til að styrkja þá nauðsyn.
George Washington, sem reyndar var ekki lýðræðissinni sjálfur, skrifaði eitt sinn : ,,Mannkynið látið sjálfrátt, er óhæft til þess að stjórna sér sjálft !
Það má auðvitað margt um slík sjónarmið segja, en hver og einn sem lifað hefur er barn síns tíma að mestu leyti og allar umsagnir ber að skoða með hliðsjón af því. Öll framþróun lýðræðisins verður fyrst og fremst að miðast við altæk mannréttindi en ekki sértæk mannréttindi. Sértæk mannréttindi, byggð á hagsmunum einstakra þjóðfélagshópa, munu alltaf hafa í för með sér réttindahalla á einn eða annan veg !
Lýðræði á að byggjast á persónulegu vali kjósenda á einstaklingum til forustu. Þar er ekki verið að tala um kynjajafnrétti. Þar er verið að tala um traust !
Þeir einstaklingar sem njóta trausts öðrum fremur, hljóta kosningu. Það hefur ekkert með kyn að gera. Að þvinga lýðræðið til að virka á annan veg er nauðgun !
17.1.2019 | 11:09
Engum skyldi vísa í villu !
Löngum hefur það þótt þarflegt fyrir fólk að þekkja umhverfi sitt og vita þar að minnsta kosti deili á helstu atriðum. Í gamla tímanum var það bein nauðsyn fyrir fólk að kunna að lesa landið og rata um það í myrkri, hríðarveðrum og verstu aðstæðum.
Það bjargaði ófáum mannslífum þegar menn gátu staðsett sig eftir kennileitum og komist til bæja. Meðal annars vegna þarfarinnar á því voru örnefnin á hverju strái.
Nú til dags eiga margir erfitt með að skilja þetta eða samsama sig þörfum þess tíma sem var. En lykillinn að öllum söguskilningi felst í því að gera það. Ýmsar sagnfræðilegar villur hafa ratað inn í bækur og þegar þær eru eitt sinn komnar á prent er erfitt að kveða þær niður. Einn étur þar vitleysuna upp eftir öðrum !
Svo fólk getur þessvegna verið matað á röngum upplýsingum og það jafnvel af þeim aðilum sem síst skyldu standa að slíkum vinnubrögðum.
Til dæmis um villur af slíku tagi, má benda á að í sögulýsingu Sveitarfélagsins Skagastrandar á netinu er sagt að Spákonufell sé hátt fjall og til beggja hliða teygi sig lægri fjöll. Ekki veit ég hvernig slíkar staðhæfingar komast inn í opinbera sögulýsingu, en þarna hefur eitthvað skolast heldur betur til !
Hið rétta er að Spákonufell er nú að mælingu talið 639 metra hátt, en hæsti hnjúkur Árbakkafjallsins, sem er Illviðrishnjúkur, er sagður 722 metrar á hæð og Katlafjallið hinum megin við Spákonufell 721 metri á hæð. Svo fjöllin til beggja hliða eru hærri !
Ystu Skagastrandarfjöllin eru svo Steinnýjarstaðafjall, talið 624 metrar á hæð og Fjallsöxlin sem er talin 620 metrar. Eftir það tekur Skagaheiðin við með láglendi sitt og vatnagrúa.
Annars er rétt að taka það fram að Spákonufellið var lengi vel talið 646 metra hátt þó núna sé það, samkvæmt nýrri mælingum, orðið heilum 7 metrum lægra. Kannski er breytingin til komin vegna nákvæmari mælinga sem þýðir þá líklega að fyrri talan hafi aldrei verið rétt.
En hvernig sem líta ber á það, er það samt grunur sumra að eftir að Óli Benna og aðrir fóru í miklum mæli að fara með fjölmenna hópa fólks á Borgarhausinn, sé búið að trampa Borgina niður um þessa 7 metra !
Það segir okkur væntanlega að við mennirnir þurfum að umgangast fjöllin okkar, há og lág, með aðgát og tillitssemi. Í því sambandi má sem best nefna umgengni manna varðandi hæsta fjall jarðar, Everestfjallið, sem er nánast orðið að ruslahaug upp á topp !
En númer eitt, tvö og þrjú, er að miðla réttum upplýsingum um staðhætti sem og annað til almennings og leiðrétta vitleysurnar áður en þær verða að einhverjum trúaratriðum !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook
12.1.2019 | 16:53
Um sögutúlkun sérhagsmuna !
Fyrir nokkru ræddi bloggari nokkur um byltinguna á Íslandi eftir hrun og er bersýnilegt hvert hann sækir ættir sínar í hugmyndafræðilegum efnum. Hann má líka hafa hverja þá hugsun sem hann vill fyrir mér, en þegar hann segir í umfjöllun sinni : ,,Frakkar höfðu þó rænu á að gera Robespierre höfðinu styttri, er ekki hægt annað en að gera athugasemd við slíka umsögn, sem er bæði fölsk og ómerkileg. Það er ekki unnt að samþykkja slíka sögutúlkun sem gengur þvert á það sem gerðist í raun !
Menn eins og umræddur bloggari geta stundum talað eins og þeir séu komnir af stórhertogum í 30 ættliði og það í beinan karllegg. Alltaf reiðubúnir í raun að taka svari forréttinda-aðalsins, alltaf reiðubúnir að styðja hin ráðandi peningaöfl, sjálfum sér til hagnaðar og fyrir óbreytt ástand. Ég hef skömm á slíkum sérgæðingum !
Það var ákveðið samsæri gert gegn Robespierre vegna þess að sumir voru ekki lengur öruggir um sjálfa sig. Þar voru í hópi menn sem vissu sig hafa sitthvað óhreint í pokahorninu. Þeir voru langt frá því að vera fulltrúar fyrir alla Frakka þó sumir vilji orða það þannig. Robespierre átti sér víða stuðningsmenn. Foringjar alþýðufélaganna stóðu til dæmis allir með honum. Það er athyglisverð staðreynd !
En áður en reyndi á endanlegan styrk var búið að taka Robespierre af lífi, enda voru samsærismenn með lífið í lúkunum meðan hann lifði. Sumir þeirra munu líklega hafa séð eftir því síðar að hafa snúist gegn Robespierre, því með því gerðu þeir byltinguna nánast að engu og forréttindastéttirnar hreiðruðu um sig að nýju !
Sömu aðilar og fagna yfir drápi Robespierres eru hinsvegar fullir af hryggð yfir aftöku Karls I, svo ekki sé minnst á aftöku rússnesku keisarafjölskyldunnar. Þar sést með hverjum hjarta þeirra slær. Þeir hinir sömu hafa til dæmis enga samúð með þeim 200 manns sem skotnir voru af lögreglunni í Pétursborg á hinum alræmda blóðsunnudegi 1905. Það var bara óbreytt alþýðufólk pakk !
Hvernig var það svo með Ceaucescu í Rúmeníu 1989 ? Talað er af vissum aðilum um að Rúmenar hafi tekið hann af lífi, eins og öll þjóðin hafi komið að því verki. Staðreyndin var hinsvegar sú að ýmsir menn sem höfðu ekki hreint mjöl í pokahorninu þögguðu niður í Ceaucescu, drápu þau hjónin án dóms og laga !
Menn sem höfðu jafnvel lengi verið samstarfsmenn og félagar einræðisherrans voru þar á meðal. Þeir vildu ekki að hann yrði leiddur fyrir dóm, því þá hefði hann getað vitnað gegn þeim og líklega dregið þá með sér í fallinu. Það var því tekin sú ákvörðun að þagga endanlega niður í honum og konu hans. Svo er talað um drápið á Ceaucescuhjónunum sem einhvern sérstakan réttlætisgjörning !
Osama Bin Laden var í svipaðri stöðu. Það átti alls ekki að handtaka hann og láta hann standa fyrir dómi. Það átti að þagga niður í honum. Hann vissi allt of mikið. Hann vissi allt of mikið um aðila sem vildu engan skít á sig fá, þó skítugir væru upp fyrir haus. Ástæðurnar fyrir því að Bin Laden snerist gegn Bandaríkjamönnum eru svo margar að þeim yrði seint gerð skil. En með því að gera út leiðangur til að drepa hann var hann gerður að píslarvotti í augum allra hermdarverkamanna Arabaheimsins og þeir eru hreint ekki svo fáir. Hann er hetjuímynd í augum þeirra og þannig séð hættulegri dauður en lifandi !
Ef vestræn gildi væru í raun og veru heiðruð, hefði átt að leiða þetta fólk fyrir rétt og dæma það til refsingar í ljósi þeirra sannana fyrir sekt sem komið hefðu fram við réttarhaldið. En það var ekki gert, einkum vegna þess sem fyrr greinir !
Að mæra löglausar aftökur er ekki siðaðra manna háttur. Og sá sem ætlar sér að skilja Söguna og lýsa framvindu hennar fyrir öðrum, verður að vera trúr staðreyndum.
Ef hann er það ekki, gerir hann málflutning sinn ótrúverðugan og í raun marklausan.
7.1.2019 | 15:21
Að deila landi upp í eldhólf !
Við heyrum mikið um slysfarir nú á tímum, ekki síst af völdum elds, og oft virðast forvarnir hafa verið litlar í þeim tilvikum. Samfélagsleg ábyrgð er víða brotakennd. Það er svo sem ekkert nýtt að mannslífum sé fórnað á altari gróðahagsmuna og öryggisreglur brotnar, en þó ætti öllum að vera ljóst að almannahagur byggist á samfélagslegu öryggi og sem allra traustustu varnarkerfi í þeim efnum !
Það kallar því oft á drjúga umhugsun hvernig hlutum hefur verið fyrir komið og hvernig ætlað öryggi hefur svikið, í tilfellum þar sem allt hefur farið á versta veg.
Eins og venjulega hlaupast allir frá ábyrgð þegar svo er komið og enginn þykist kannast við að hafa brotið neitt af sér. Oft hefur þó komið í ljós að mörg slys eiga sér þær orsakir helstar að ekki var farið eftir gildandi reglum um frágang öryggismála !
Við vitum að skip eru hönnuð með þéttihólfum í öryggisskyni og við vitum að hús eru byggð á hliðstæðan hátt með eldvarnarveggjum. Slíkt fyrirkomulag hefur á sjó og landi bjargað óteljandi mannslífum. Ég velti því fyrir mér af hverju sú aðferð er ekki notuð þegar land er skipulagt ? Til dæmis þar sem mikil hætta er á skógareldum !
Af hverju er ekki land skipulagt í afmörkuð brunahólf ? Gæti slíkt fyrirkomulag ekki forðað miklum áföllum, eins og til dæmis nýlega í Kaliforníu og Portúgal ?
Af hverju er víðáttumikið land opið fyrir því að verða eitt eldsvíti ef illa fer, af hverju er ekki komið fyrir varnarlínum þar með vissu millibili eins og gert er í húsum ?
Tæknigeta okkar nú á tímum ætti vissulega að geta gert okkur fært að skipuleggja land í brunahólf, svo að fólk geti átt sér trygga undankomuleið úr eldsvíti ef þörf er á. Hvernig sem menn hönnuðu slíkar varnir er ljóst að slíkt er gerlegt og hægt og í raun löngu tímabært. Við ættum öll að geta séð ávinninginn af slíku fyrirkomulagi !
Að verja líf manna og samfélagsuppbyggingu ótaldra áratuga með slíkri fyrirhyggju í forvörnum, er eitthvað sem ætti sjálfkrafa að vera hluti af allri skipulagsvinnu í byggðamálum, ekki síst þar sem óðaþéttbýlissvæði jarðar eru staðsett !
Þegar eldur fær að leika lausum hala um byggðir og skóga er mikil hætta á ferðum, en þegar stefnt er markvisst að því að takmarka mannhættu og byggðatjón með fyrirfram hönnuðum varnarlínum gegn slíkri ógn, er stórt skref stigið í rétta átt !
Það er ágætt að verja skip og byggingar með hólfakerfi, en þéttbýlt landsvæði þarf ekki síður á slíkri vörn að halda. Varnarlínur hafa verið hannaðar víða á landi gegn snjóflóðum, en af hverju er ekki brugðist við á líkan hátt gagnvart stóreldum sem geisað geta á skógarsvæðum og í byggðum og það jafnvel vikum saman ?
Heil héruð ættu ekki að þurfa að verða að logandi víti með tilheyrandi mannfalli og eignatjóni ef framrás elds yrði stöðvuð með því að beita varnarkerfi hólfunar í landfræðilegum skilningi !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 31
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 600
- Frá upphafi: 365498
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)