Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020
25.5.2020 | 16:25
Á að nýta Covid sem kúgunartæki ?
Það gerist þegar menn halda að allt sé í himnalagi, ekkert ami að og það sé bara kominn enn einn dagur með venjuleg umsvif og ávinning, að jörðin fer að ganga í bylgjum eins og í San Francisco 1906, eða að það kemur flóðbylgja eins og austur í Asíu fyrir nokkrum árum og sópar öllu með sér, eða að eldur brýst upp úr jörðinni eins og í Vestmannaeyjum og glóandi hraunstraumar taka að renna að mannabústöðum með aðsteðjandi ógn !
Og það getur verið fjölmargt fleira sem getur fallið yfir heilu þjóðasamfélögin í einu vetfangi, án þess að nokkur viðvörun sé gefin og þúsundir mannslífa geta horfið á augnabliki. Covid-veiran segir okkur á ógnvekjandi og miskunnarlausan hátt hvað efnahagskerfi heimsins eru í raun varnarlaus þegar allt kemur til alls, enda eggin að verða öll í sömu körfunni. Ein veira ræðst til atlögu og allt er í voða um afkomu þjóða um allan heim. Ætlað öryggi er alltaf að sýna sig vera falskt og óáreiðanlegt !
En þegar efnahagsáföll dynja yfir sem afleiðingar af einhverju slíku, hugsa margir sér sýnilega til hreyfings. ,,Hvernig getum við grætt á ástandinu virðast þungavigtarmenn hinnar samviskulausu fjármála-samtryggingar hugsa með sér um leið og þeir setja hákarlapólitík sína á fullan eiginhagsmuna-snúning !
Og sú pólitík er síðan látin básúna boðskapinn að ofan og hver er hann ? Jú, svohljóðandi forstjóra-boðskapur : Við viljum fá meira skipulag, meiri hagræðingu. Við viljum ná meiri afköstum út úr fólkinu. Við viljum lækka launin. Og svo segja þeir við sjálfa sig : ,,Þó að við séum með ofurlaun er ekkert vit í því að fólkið sé með ofurlaun. Þá verður ekki hægt að greiða neinn arð !
Og einkaframtakið ofursjálfbæra vill enn og aftur skríða inn fyrir þröskuldinn hjá Ríkinu. Jafnvel þó stutt sé síðan hástemmt forstjóratal hljóðaði upp á góða stöðu og grobb því samfara, er nú engin leið fær nema að klóra í skattpeninginn og láta almenning borga !
En þegar einhver aðili í samfélagsfjölskyldunni virðist vera kominn með allt of háar hugmyndir um sjálfan sig og heldur að hann sé ómissandi, heldur að hann geti sett fram endalausar kröfur og rekið sitt bú á annarra fé og kostnaði, er hann orðin ógn fyrir heilbrigða fjölskylduhagsmuni !
Og hvað er þá til ráða ? Á viðkomandi aðili að komast upp með frekjuna og yfirganginn ? Á hann að fá að halda fjölskyldunni í gíslingu ? Á hann að fá að ganga í samfélagssjóðinn á forsendum eigin reiknings þegar honum sýnist og greiða svo hákörlum arð á veltuárum og gefa skít í almannaheill ? Er það þannig sem við Íslendingar viljum standa að málum í okkar þjóðfélagi á því Herrans ári 2020 ?
Eiga blóðugir mannætuhákarlar að fá að éta hér niður lífskjör og áunnin réttindi alþýðu manna án þess að snúist sé til varnar af dug og hörku ? Þarf almennt launafólk ekki að drífa sig að því að skilja hvað er raunverulega í gangi og lífeyrissjóðaleiðtogar eins og Drífa líka !
Á einhver Boga dregin hagnaðarlína að fá að ráða samfélags-sáttmálanum og grafa undan öllum friði hér ? Nei, enginn er ómissandi og þegar sumir sýnast vera með það í huga að fara langt yfir strikið, hegða sér þannig að þeir teljast ekki lengur hæfir í eigin fjölskyldum, þá verður að ganga að því með hörku að hreinsa til og vísa óværunni á dyr !
Svonefndur erkibiskups-boðskapur heyrist víða en honum á ekki að hlýða og síst af öllu þegar almenn frelsismál þjóðarfjölskyldunnar eru annarsvegar. Hákarla-samþykktir lokaðra funda boða almennu launafólki ekkert réttlæti og hafa aldrei gert. Sérgæskan má ekki fá að kæfa manngæskuna, með tilbeiðslu sinni við upphrúgað altari Mammons !
Þjóðarviljinn þarf að endurvígjast að krafti og manndómi og hann verður á öllum tímum að hlýða þeirri skyldu sinni að rísa gegn þeim myrkraöflum sem brugga launráð gegn almennum og áunnum mannréttindum lýðræðis og frelsis í þessu landi. !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook
14.5.2020 | 21:16
Veiruvísur ortar 10. mars 2020.
Veirusýki veröld fyllir,
vex og magnast alheimsfár.
Marga við því meira en hryllir,
mikið er um slæmar spár.
Upp í Kína kom sá fjandi,
kálaði þar fjölda manns.
Fór svo áfram land úr landi
líkt og sending andskotans.
Veirusmitið fólkið flytur
flugi með um alla jörð.
Ítalía í sóttkví situr,
sú er reynslan mörgum hörð.
Heim við fáum fjölda landa,
fara að versna kjörin öll,
flækingslið sem vaxtar vanda
og var á skíðum upp um fjöll.
Flottræflar í fullu líki
flykkjast nú í hvelli heim.
Víst má telja að veirusýki
víða sé í fylgd með þeim.
Illa er þjóðin löngum leikin,
lamar enn það meina stríð.
Spurning hvort að spænska veikin
spillti meiru á sinni tíð ?
Þó það fár sé löngu liðið
lífið fær ei betri svör.
Ótal veirur sveima um sviðið,
siðlaus andi ræður för !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.5.2020 kl. 11:26 | Slóð | Facebook
12.5.2020 | 19:02
Markið sé og verði - að berjast gegn blóðsugum !
Sú var tíðin að ríkis-fjárhirslur voru yfirleitt í höndum konunga og keisara og notaðar að þeirra geðþótta. Alþýða manna átti bara að borga skatta og þeim mun meiri skatta sem meira vantaði í fjárhirsluna. Opinberir fjármunir voru notaðir að mestu í óhófslíf yfirstéttanna meðan alþýðan svalt. Konungar tryggðu valdastöðu sína meðal annars með því að ausa fé í aðalinn og prestalýðinn, sem voru þá helstu blóðsugurnar á hverjum þjóðarlíkama ásamt þeim !
Allt það fé var kreist út úr almenningi með blóðugri kúgun öld af öld. Þegar baráttan fyrir verkalýðsmálum, vinstristefnu og virku lýðræði fór að skila marktækum árangri fyrir um það bil 100 árum, fór algjört forræði forréttinda-stéttanna yfir ríkis-fjárhirslum þjóða að brotna niður. Þess var krafist með síauknum krafti, að fjármagn þjóða yrði notað til að auka almenna velferð. Og fyrir stöðuga og markvissa baráttu unnust margir sigrar á þeirri leið og lífskjör bötnuðu að miklum mun !
Sérréttindaliðið varð þá að neyðast til að bakka með yfirgang sinn og frekju. Samt barðist það á undanhaldinu eins og það frekast gat, enda síður en svo fúst til þess að láta nokkuð af ránsfeng sínum af hendi. En samt fór alþýða manna að finna fyrir einhverjum ágóða af því sem hún lagði til og hafði alltaf lagt til en aldrei fengið að njóta !
Eftir byltinguna í Rússlandi gjörbreyttust forsendur allrar pólitískrar baráttu. Keisari var fallinn með öllu sínu kerfishyski og sýnt hafði verið fram á að kenningin um hið guðlega vald slíkra kúgara var tóm vitleysa. Það hafði sannast að samtakamáttur alþýðu gat rekið slíka blóðhunda frá völdum. Hin aldagamla kúgun gat ekki viðhaldist lengur !
Á árunum upp úr 1920 efldist verkalýðshreyfingin í flestum þróaðri löndum. Fólkið heimtaði sinn rétt og kúgunarafl auðstéttarinnar fór að linast að miklum mun. Skynsamari menn til hægri sögðu að menn yrðu að fara varlega, annars misstu þeir allt fólkið yfir til kommanna !
Það var meginástæðan fyrir því að fólk var ekki beinlínis barið niður eins og svo oft áður. Annar valkostur var kominn fram á hinu pólitíska sviði sem ógnaði valdastöðu forréttindastéttanna !
Sá möguleiki að missa allt verkafólkið yfir í rauðu herbúðirnar varð sumum afturhaldsgreifunum nánast óbærileg tilhugsun. Og það leiddi til þess að þeir fóru að breyta mjög framkomu sinni við venjulegt fólk. Þeir fóru að taka eftir ýmsum sem þeir höfðu áður ekki virt viðlits !
Þegar ekki var lengur hægt að berja fólk til hlýðni var farið í að sleikja það upp. Sú aðferð skilaði reyndar ýmsu sem hin aðferðin hefði aldrei getað skilað. Lymskan er mönnum oft drjúg til árangurs þó oftast fari svo að lokum að óheilindin segja til sín !
Þegar hægri öflin urðu að hefja þetta undanhald og réðu ekki við framvindu mála, fór öfgahyggjan þar að geta af sér fasismann. Ekki ætla ég að rekja þá sögu hér, en við getum skrifað blóðfórnir spænsku borgarastyrjaldarinnar og seinni heimsstyrjaldarinnar ásamt ýmsu fleiru á þann voðalega örlagareikning !
En sumir læra aldrei neitt. Það er alveg sama hvað fórnarkostnaðurinn verður hár. Alltaf virðast þeir vera til sem vilja fá miklu meira í sinn hlut en aðrir. Það eru andlegir afkomendur Nimrods frá dögum hinnar fyrstu Babylonar, sérgæðingar aldanna, knúnir áfram af djöfullegri græðgi !
Enn í dag eru þeir því til sem telja að peningar ríkis og sveitarfélaga, skattpeningar þjóðarinnar, eigi fyrst og fremst að notast í þarfir hinna efnameiri eins og áður var. Þar eru sannarlega draugar úr fortíðinni á ferð !
Að seilast í skattpeninginn er hinn aldagamli siður arðræningjanna sem vitnað er til hér að framan. Við höfum séð hvernig brugðist hefur verið við bjargráðum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-faraldursins, af hálfu þeirra sem áttu að geta staðið á eigin fótum. Þar var engin samfélagsleg hugsun til staðar, heldur aðeins sérgæskan holdi klædd !
Framkoma ráðamanna Icelandair gagnvart starfsfólki sínu er ekkert nema svívirðileg árás til að skerða réttindi launafólks, réttindi sem unnist hafa í gegnum langtíma baráttu. Nú á að nota Covid- faraldurinn til gagnsóknar fyrir græðgina og sérhagsmunina !
Menn sem ekki geta rekið fyrirtæki sín á þeim samfélagslegu forsendum sem lengi hafa legið fyrir, eru einfaldlega ekki hæfir til starfans. Þeir eiga sýnilega heima í löngu liðnum heimi kúgunar og yfirgangs. Veruleiki þeirra virðist vera þaðan fenginn. Þeir eru því utan-samfélagsmenn !
Þegar slíkir miðaldamenn lýsa því yfir í veruleikafirringu sinni að það standi þeim helst fyrir þrifum í rekstri að þurfa að borga fólki laun, má sjá og heyra að þar er stutt í þrælahalds-andann. Vargseðlið í slíkum aðilum leynist engum þegar vígtennurnar koma í ljós !
Það segir okkur aðeins eitt að full þörf er að vera á verði nú sem áður. Að gæta verður þess að áunnin réttindi verkafólks og launastétta almennt verði ekki svelgd upp af sérgæskuöflum samtímans, þeirri óseðjandi græðgishít sem hefur farið eldi um mörg þjóðarbú á síðustu árum.
Það er full þörf á því að standa þar vörðinn, svo draugar fortíðarinnar verði ekki að veruleika lífs okkar í dag !
9.5.2020 | 23:52
Sögutengdar vangaveltur !
Svo undarlegt sem mörgum kann að þykja það, urðu sumir nánustu félagar og samstarfsmenn Stalíns háaldraðir menn. Þó löngum hafi verið sagt að umræddur valdhafi hafi aldrei treyst neinum, virðist þó sem þar hafi verið um að ræða menn sem hann hafi þrátt fyrir allt borið eitthvert traust til. Að minnsta kosti tókst þeim að lifa áratugum saman í nánustu nánd við mann sem allt átti að drepa í kringum sig, að margra sögn !
Skyldu þetta kannski hafa verið svo miklir afburðamenn, að þeim hafi alltaf tekist að halda einvaldinum rólegum þegar þeir voru í þessari miklu nánd við hann. Strokið honum eins og ketti uns hann fór að mala ? Nei, varla hefur það verið þannig, enda vill enginn halda því fram. Þá verður ógnvaldurinn Stalín ekki sá ógnvaldur sem honum er ætlað að vera í ,,sannleiksútgáfu Heimsáróðurs-smiðjunnar og þeirri túlkun má ekki hagga !
En hvernig fóru þá þessir menn að því að vera í svo nánum samskiptum við þetta margumtalaða mannskrímsli allan þennan tíma og lifa það af ? Eftir flestum Vesturlanda-lýsingum hefði það ekki átt að vera hægt ? Hér erum við að tala um pólitíska forustumenn eins og til dæmis Kliment Voroshilov, Nikita Kruschchev, Nikolai Bulganin, Anastas Mikoyan, Vyachslav Molotov, Giorgi Malenkov og Lazar Kaganovitch !
Stalín var fæddur undir árslok 1879 og var því kominn nokkuð á sjötugasta og fjórða ár þegar hann lést þann 5. mars 1953. Þann dag telja margir að hátíðlegt hljóti að hafa verið í helvíti. Sennilega hafi fagnaðarlætin nálgast djöflaganginn sem hefur eflaust orðið á umræddum stað nokkrum árum fyrr, þegar Hitler og hans fylgisveinar gengu í hlað !
Svo hafa nú fleiri þekktir menn af þessari stríðskynslóð farið að tínast þangað heim um svipað leyti, allir líklega meira eða minna með toppgild borgararéttindi á viðkomandi stað upp á vasann. Kannski hafa líka orðið þar miklir fjandvinafundir í ársbyrjun 1965, þegar Churchill hefur að öllum líkindum gengið þar glaðbeittur í garð með vindilinn í kjaftinum !
Allir þessir stríðsherrar áttu sök á dauða þúsunda manna með tillitsleysi sínu gagnvart mannslífum og þar verður seint hægt að telja allt til fulls. Öll dýrkun á slíkum skúrkum er því hverjum þeim til vansa sem hana viðhefur. Oft heyrist til hægri manna sem spyrða Hitler og Stalín saman, en ég sé enga ástæðu til að draga Churchill þar undan. Að mínu mati var hann ekki hótinu skárri en hinir blóðhundarnir !
Þúsundáraríki Hitlers stóð ekki lengi, það féll um leið og hann. England eins og Churchill hafði lengstum séð það og viljað hafa það, var endanlega úr sögunni upp úr stríðslokum 1945. Valdastaða þess var orðin svo veik á þeim tímapunkti, að eftir 1945 var England bara orðið fylgiríki Bandaríkjanna. Breska heimsveldið var ekki lengur til nema í algerri mýflugumynd þess sem var !
Sovétríki Stalíns stóðu hinsvegar sem stórveldi og jafnvel risaveldi í nær 4 áratugi eftir dauða hans og féllu reyndar á allt öðrum forsendum en hann hefði líklega nokkurntímann getað séð fyrir. Þau héldu hinsvegar velli nákvæmlega að tíma til - þar til allir nánustu félagar hans voru dauðir. Það er nokkuð athyglisvert !
Voroshilov lést 1969, 88 ára gamall, Kruchchev dó 1971, 77 ára, Bulganin dó 1975, tæplega 80 ára, Mikoyan lést 1978, nærri 83 ára, Molotov lést 1986, 96 ára, Malenkov lést 1988, 86 ára, en Kaganovitch andaðist 25. júlí 199l, nærri 98 ára. Innan mánaðar frá láti hans kom hin vodkafyllta valdaránstilraun gegn Gorbachev í ágúst og áður en árið var liðið, var ríkjasambandið leyst upp og saga Sovétríkjanna þar með á enda !
Meginástæðan var líklega sú, að Rússland neitaði að þjóna áfram sem hryggjarstykki og helsti kostnaðaraðili hins pólitíska valdahlutverks Sovétríkjanna. Forustumenn ríkjasambandsins voru meira og minna orðnir ríkiskapítalistar og vildu að Rússland færi eitt með þau völd sem Sovétríkin höfðu haft. Sú stefna þeirra gekk hinsvegar ekki upp, því Rússland hlaut að hafa miklu síðra áhrifavald á heimsvísu en Sovétríkin höfðu haft og ekki síst í ljósi þess að sósíalískri ríkisstefnu var hafnað !
Staðan í dag er því sú að þar við situr. Stóri Stalín er löngu dauður og enginn veit hvað litli Stalín sá putalingur, stendur fyrir, nema kannski það eitt að halda völdum sem lengst !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2020 kl. 00:29 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 594
- Frá upphafi: 365492
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)