Leita í fréttum mbl.is

Grundarsystkinabragur

 

Stađlćgt mat úr kvćđakvörn

kýs ei mátann gleyminn,

um hvar Stjána og Boggu börn

brugđu sér í heiminn !

 

Ómar hóf í Herđubreiđ

hérvist líkur kólfi.

Bjó ţar sjálfur seinna um skeiđ,

samt á efra gólfi.

 

Líkt og fyrri árum á

ekki mikiđ sleginn.

Tagli prýddur, til og frá

töltir ćviveginn !

 

Rúnars önd í fyrstu fleyg

fannst á Akranesi.

Lá hann ţá á Litla-Teig,

laus frá öllu vési.

 

Upphafsstundir allar ţćr

enn hann kýs ađ lofa.

Kúrđi hann ţar í vöggu vćr,

vildi bara sofa !

 

Í Lćkjarhvammi Linda var

lífs til dvalar borin.

Sumar alin átti ţar

ćvi fyrstu sporin.

 

Ţar hún blíđa bernsku fann,

blómin tíndi vallar.

Eplakinna rjóđ ţar rann

rösk um gćttir allar !

 

Día í Skjaldbreiđ leit sitt lag

lífs viđ ćvirökin.

Festi viđ sinn föđurdag

fyrstu andartökin.

 

Eđliđ kynnti í ćskusmćđ

yfirfullt af gáska.

Alin var á efri hćđ

eftir góđa páska !

 

Svenni og Drífa sína stund

sáu rétt hjá grćđi.

Fyrsta sinn í gömlu Grund

gleyptu loftiđ bćđi.

 

Hlupu ţar um heimatún,

hlýddu engum lögum.

Léku sér ţar létt á brún

lífs á bernskudögum !

 

Međan lifa systkin sex

sýnast myndir blána.

Ţeim í huga og hjarta vex

heimur Boggu og Stjána !

 

RK. Ort 23. sept. 2018.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 72
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 319515

Annađ

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 1641
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband