Leita í fréttum mbl.is

Lýđrćđisákall á Austurvelli

Íslenska ţjóđin er ţreytt, ţreytt á spillingu, lygum og  svínaríi, ţreytt á ţví ógeđslega fyrirbćri sem kallast pólitík og gengur út á blekkingar og svik.

Venjulegt fólk sem hefur hingađ til ađeins óskađ ţess ađ fá ađ lifa í friđi, sér sig knúiđ til ađ hefjast handa gegn ómennskunni sem ein virđist viđgangast í Alţingishúsinu. Fólk rís upp til ađ verjast ţví ađ stjórnvöld helli yfir ţađ skuldadembunni og skítlegheitunum sem fćddust og voru framkölluđ í kerfinu gegn almannaheill.

Ţetta er ţjóđleg uppreisn gegn rćfildómi ráđherra og alţingismanna. Fólk sćttir sig ekki lengur viđ ađ ţađ sé sett í ţrćlsstöđu skuldarans fyrir ávirđingar ráđamanna, sem segjast vera međ hreinan skjöld og góđa samvisku.

Og ţađ er ekki bara um ásetta skuldahlekki einnar kynslóđar ađ rćđa, heldur barnanna okkar líka. Jafnhliđa ţví hefur ćvistarf kynslóđar foreldra okkar og foreldra ţeirra veriđ eyđilagt ađ stórum hluta til. Allt fyrir sofandahátt stjórnvalda og framferđi rćningjanna sem fengu bankana okkar gefins fyrir tilverknađ manna sem segjast enn í dag hafa góđa samvisku og hreinan skjöld !

Ţjóđin gerir uppreisn gegn vinnubrögđum slíkra vítisengla og vill ţá burt.

Er ţađ nokkur furđa ? Viđ getum ekki sýnt endalaust langlundargeđ - ekki  ţegar líf okkar og barnanna okkar er í veđi !

Sumir hafa hneykslast á ţví ađ fólk hafi haft börnin sín, ung og smá, međ sér í mótmćlunum á Austurvelli. En er ţađ ekki líka framtíđ ţeirra sem er í veđi ?

Nćr vćri svo vćndislegum siđapostulum ađ hugsa um ţađ hvađ framferđi ráđamanna og bankarćningjanna, útrásarvíkinganna og kvótagreifanna, hefur gert ţessum börnum - svikiđ ţau um framtíđ sem hefđi átt ađ vera björt og fögur !

Mótmćlin á Austurvelli eru lýđrćđiskall - kall eftir réttlćti, kall eftir jöfnuđi og eđlilegum íslenskum veruleika. Sú misréttis-stađa sem hefur veriđ pumpuđ upp á Íslandi síđustu tuttugu árin, af frjálshyggjuöflum til hćgri, er ekki og má ekki vera skilgreind sem íslenskur veruleiki. Hún er afskrćming ţess veruleika !

Viđ stöndum frammi fyrir siđvillu í stórum stíl af hálfu ţeirra sem sitja á ţingi og víđar í stjórnkerfinu. Sumir játa mistök sín en ađrir ekki, Steinunn Valdís fór en ekki Guđlaugur Ţór !

Ţorgerđur Katrín er komin til leiks á ný eins og ekkert sé eđlilegra og Björgvin G. líka. Seta slíkra fulltrúa á Alţingi endurspeglar engan veginn vilja ţjóđarinnar og ţetta fólk ćtti ađ skilja ađ tími ţess er útrunninn. Ţađ getur aldrei notiđ trausts á ný sem ţingmenn og ćtti ađ sjá sóma sinn skástan í ţví ađ hverfa af vettvangi löggjafarsamkundunnar.

Viđ Íslendingar viljum ekki útlenda ráđstjórn í okkar landi, hvorki handbendi Alţjóđa gjaldeyrissjóđsins eđa ESB, viđ viljum heiđarlegt og gott fólk af okkar eigin ţjóđ í forustu. Viđ viljum varđveita af fremsta megni eđli okkar og arfleifđ, sjálfstćđi okkar og siđvitund.

Mótmćlin á Austurvelli eru ákall um ađ ţjóđin - hin íslenska mannfélagsheild, verđi ekki borin út af heimilum sínum, verđi ekki svikin og svívirt, verđi ekki myrt af eigin yfirvöldum. Sú reiđi sem sýnd hefur veriđ er ekkert miđađ viđ ţá holskeflu sem ríđa mun yfir, ef ráđamenn halda áfram ađ ţverskallast viđ beiđni ţjóđarinnar um réttlćti og neita ađ skilja ţađ ákall sem hefur til ţessa veriđ sett fram međ tiltölulega friđsamlegum hćtti.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 1217
  • Frá upphafi: 316816

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 893
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband