Leita í fréttum mbl.is

"Samviskan góđa og skjöldurinn hreini !"

Íslenska bankakerfiđ er sem óđast ađ finna aftur fyrirhruns-gírinn sinn og virđist hrokast upp međ hverjum deginum. Sömu gođin eru komin í dýrkun á ný og sú Mammons-tilbeiđsla er aftur farin ađ gera bankakerfiđ ađ ríki í ríkinu.

Ţađ er ekki tap í ţví ađ afskrifa hjá Bjarna Ármannssyni, Björgólfunum, Jóni Ásgeiri og Jóhannesi, Pálma Haraldssyni, Bakkabrćđrum ; eđa í stuttu máli sagt,  öllu pakkinu sem setti ţjóđfélagiđ á hausinn međ dyggri ađstođ duglausra stjórnvalda. En ţađ er tap í ţví ađ afskrifa eitthvađ hjá almenningi !

Og ţó er ţar um ađ rćđa smáupphćđir miđađ viđ allt stórfúlgustandiđ í kringum  sérréttindahyskiđ !

Bankarnir vinna enn á sama hátt og áđur. Skuldakóngarnir ganga ţar inn sem áđur, fattir og drembilátir, og ţađ er bugtađ fyrir ţeim í bak og fyrir.

Svo er öllum viđbjóđi viđskiptanna sturtađ niđur til almennings. Ţar skal hver króna verđa borguđ, tvíborguđ og tugborguđ, borguđ međan blóđdropa má kreista ţar út. Slík er stađan og hún ćpir á uppgjör fyrir hönd ţjóđarinnar - fólks ţessa lands !

Viđ ţessar ömurlegu ađstćđur leyfa ţeir sér ađ koma fram, ţeir sem fyrst og fremst bera ábyrgđina gagnvart okkur - almennum borgurum ţessa lands - og lýsa ţví yfir í heyranda hljóđi -  ađ ţeir hafi góđa samvisku og hreinan skjöld !!!

Er hćgt ađ hugsa sér meiri óskammfeilni gagnvart almennum mannréttindum í ţessu landi. Og ţessir ađilar eiga ađ vera ósakhćfir - sama hvađ ţeir gera !

Ţađ verđur ađ setja stjórnmálamönnum víti til varnađar, ţeir verđa ađ skilja ađ ţeir eru ekki og eiga ekki ađ vera drottnarar yfir lífi okkar og velferđ, heldur eru ţeir og eiga ađ vera ţjónar ţjóđarinnar og bera ábyrgđ sem slíkir.

Pétur Blöndal sem er, ađ mínu áliti, einn ógeđfelldasti međlimur alţingis, ásamt Tryggva Ţór Herbertssyni, kemur ć ofan í ć fram međ sömu reikningsrökin gegn öllu sem orđiđ getur almenningi ţessa lands til hjálpar. Samkvćmt stćrđfrćđi-formúlum Péturs er tap af öllum bjargráđum sem kunna ađ vera gerđ  fyrir venjulegt fólk.

En hann reiknar aldrei út hvađ afskriftir á skuldum auđmanna og allskyns forréttindaliđs hafa kostađ ţjóđina. Og af hverju skyldi ţađ vera ?

Ţađ er einfaldlega vegna ţess ađ Pétur Blöndal hefur aldrei veriđ annađ en málpípa fjármagnseigenda og sérréttindahyskis. Hagsmunir hans og hans líka hafa aldrei átt samleiđ međ hagsmunum almennings í ţessu landi.

Ég geld mikinn varhug viđ mönnum eins og honum, sem í raun vinna međ allt öđrum hćtti á alţingi en ţeir ćttu ađ gera. Slíka ţingmenn tel ég ekki talsmenn ţjóđarhagsmuna. Ég lít svo á ađ ţeir gćti hagsmuna sem liggja miklu ţrengra en ţađ - ýmissa sérhagsmuna - sem iđulega standa ţvert í vegi ţess sem til almenningsheilla horfir.

Ţađ hefur mörgum úlfum veriđ leyft ađ rífa í sig fjöregg lífs okkar og starfs á undanförnum árum. Núlifandi skađamenn Íslands eru orđnir margir og Gissur jarl, Jón skráveifa og ađrir ólánsmenn íslenskrar sögu fyrri alda, blikna gjörsamlega viđ samanburđinn. Ţađ er skođun mín ađ sumir verstu óhappamenn   Íslandssögunnar lifi á međal okkar í dag,  -  og ţađ í vellystingum praktuglega !

Hörmulegar afleiđingar ólánsverka ţeirra ćttu ţó ađ blasa viđ hverjum manni.

Og svo má ekki anda á ţessa menn - ţessa menn međ góđu samviskuna og hreina skjöldinn..........................................!

Afsakiđ, ég verđ ađ hćtta núna, ég ţarf ađ gubba !!!!!!!!!!!!!!!!!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1183
  • Frá upphafi: 316782

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 887
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband