Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er andinn sem rćđur ?

Oft er sagt ađ andinn í ţessu og hinu sé góđur eđa slćmur eftir atvikum. Ţegar einhver sýnir framkomu sem er handan alls sem eđlilegt getur talist, er gjarnan sagt : " Ţađ hefur hlaupiđ einhver illur andi í hann ! "

Viđ eigum sem sagt ađ vita, ađ ţađ getur hlaupiđ illur andi í menn og skepnur. Nóg eru líka dćmin til ađ vísa á í ţví sambandi svo sem varđandi svínin í Gerasena og íslenska bankakerfiđ.......!

Ég hef stundum haft ţađ býsna sterklega á tilfinningunni ţegar borgir eru annarsvegar, ađ ţar sé mikiđ andavald til stađar. Verđur mér ţá oft hugsađ til bóka Frank Perettis, en ţar er ţví hiklaust haldiđ fram ađ borgir séu skilgreind valdasvćđi illra anda.

Ţessvegna er ţađ oftast svo međ okkur landsbyggđarfólkiđ, ađ ţó ţađ geti veriđ viss tilbreyting í ţví ađ skreppa til Reykjavíkur, er ánćgja okkar alltaf mest fólgin í ţví ađ komast aftur heim. Viđ finnum nefnilega ađ andrúmsloftiđ er ţar ólíkt hreinna en í borgarlífinu.

Ekki skal ţví ţar međ haldiđ fram ađ ekkert gott geti ţrifist í borgum, en andlega talađ geta borgir annađhvort dregiđ dám af Jerúsalem eđa Babylon. 

Og ég verđ nú ađ segja, ađ mín skođun er sú ađ Babylonar-svipurinn sé nú ćđi fyrirferđarmikill á flestum borgum samtímans og Jerúsalem-einkennin ţar ólíkt minni. Oft hefur veriđ talađ um Sódómu Reykjavík í mćltu máli og er ţar samlíking á ferđ sem mér hugnast illa ţví vissulega ţćtti mér betra ađ höfuđborg Íslands bćri svip af einhverju öđru en sögulega talađ fordćmdri borg.

Áriđ 2006 var ég eitthvađ ađ spá í ţessa hluti og ţađ varđ til ţess ađ ég orti  dálítiđ kvćđi sem ég birti hér međ.

Ţađ segir kannski sína sögu um ţađ hvernig manni fannst ástand mála vera skömmu fyrir hruniđ, ţegar viđbjóđur grćđginnar hafđi heltekiđ svo marga, ađ heilbrigđ hugsun virtist öll á hverfanda hveli og stjórnunarlegar öryggisstođir samfélagsins voru horfnar á kaf í vímu veraldlegrar nautnahyggju.

 

Borgarandinn

 

Sá andi sem býr í borgum

er bölvun og sálarneyđ.

Hann fitnar á sárum sorgum

og soranum opnar leiđ.

Hann iđkar ţađ eitt ađ spilla

og afvegaleiđir mest.

Ţar blóđsugueđliđ illa

í ágirndar flogum sést.

 

Ég afneita borg og borgum

međ bođorđin ćrusnauđ.

Ţar talar ţađ eitt á torgum

sem tilbiđur stolinn auđ.

Hjá mörgum er markiđ setta

ađ margfalda fé sitt ţar.

Ţó tali hver tálsins flétta

um tómleikans hugarfar !

 

Í borginni er málamiđlun

sem margan fćr illa villt.

Á flestu sem rétt er riđlun

og ranglćtiđ víđa hyllt.

Ţar Mammon til hćstu hćđa

er hafinn sem veldis stođ.

Og fjölmargir fá ađ blćđa

fyrir ţađ borgargođ !

 

En borgin er full af fólki

sem flćkist um torgin víđ.

Og heldur ađ Mammon mjólki

og metti ţađ alla tíđ.

Ţađ biđur um brauđ og leiki,

sú beiđni er ćvaforn.

Og andskotinn er á kreiki,

- oftast viđ nćsta horn !

 

                                  Rúnar Kristjánsson

                                        - Ort 2006 -

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 1179
  • Frá upphafi: 316778

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband