Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstćđisflokks-mörgćsin ?

Nú í vor var ég ađ horfa á einn af ţessum frábćru náttúrulífsţáttum sem birtast sem betur fer nokkuđ oft í sjónvarpinu, mörgum til fróđleiks og fagnađar.

Ţó mér ţyki gott ađ lesa og frćđast af bókum, er oft  ágćtt ađ frćđast af skjánum og einkum ţegar fjallađ er um merkileg efni eins og yfirleitt er gert í ţáttum af ţessu tagi. Ţarna var sagt frá harđsóttu lífi ýmissa dýra sem lifa á heimskautasvćđunum og allt var efniđ mjög áhugavert og frćđandi.

Ég horfđi ţví á ţennan heimskautalífsţátt af mikilli athygli og svo kom ađ ţví ađ sýnt var frá ţví hvernig mörgćsir fara ađ ţví ađ búa til hreiđur sín.

Ţćr ţurfa snjólausa jörđ og svo hlaupa ţćr um og tína saman steina sem ţćr rađa međ sínum hćtti ţar til forsvaranleg hreiđurumgjörđ er komin.

Ein mörgćsin var sérstaklega iđin viđ ţetta verk, hljóp um allt og tíndi upp valda steina, en skammt frá hreiđurstađ hennar stóđ önnur og virtist bara hafa ţađ fyrir stafni ađ góna út í loftiđ. En hún var ekki öll ţar sem hún var séđ, ţví jafnskjótt og sú duglega var búin ađ setja stein í vćntanlegt hreiđur sitt og rokin af stađ til ađ sćkja annan, labbađi ţessi ađ hreiđrinu og tók stein ţar til ađ nota viđ sína hreiđurgerđ. Og ţetta endurtók sig aftur og aftur uns sú arđrćnda uppgötvađi hvađ var í gangi og snerist til varnar sínu hreiđri, en hin sýndi engin merki ţess ađ hún kynni ađ skammast sín !

Mér fannst ţetta mjög athyglisvert - ađ sjá sérgćskuna afhjúpađa svona beint og vafningalaust í sjónvarpsţćtti úr dýraríkinu, og víst gćti myndavélaraugađ uppgötvađ margt ef ţví vćri snúiđ međ svipuđum hćtti ađ samsvarandi afhjúpun á tiltektum mannskepnunnar.

Ég horfđi svo fast á ţessa sérgćskufullu mörgćs, ađ ţađ fór einhvernveginn svo ađ mér fór ađ finnast hún minna mig undarlega mikiđ á Bjarna Benediktsson. Ég veit ekki alveg hvađ gerđi ţađ ađ verkum, ţó ég hallist nú helst ađ ţví ađ ţađ hafi veriđ vangasvipurinn og svo er Bjarni vissulega nokkuđ dökkur til höfuđsins eins og mörgćsir eru.

Og ţađ var alveg sama hvađ ég nuddađi mér um augun, ég sá ţetta svona. Mörgćsin minnti mig alltaf meira og meira á Bjarna Benediktsson.

Ég skildi bara ekkert í ţessu. Nú var göngulagiđ ekki alveg ţađ sama og sumt vissulega ólíkt međ ţessum tveim lífverum, en samt virkađi ţetta svona á mig, svei mér ţá !

Ţetta varđ skiljanlega til ţess ađ ég hćtti ađ horfa á ţáttinn ţar sem allt sem minnir mig á Bjarna og flokk hans er mér til leiđinda.

Ég vissi ekki áđur ađ áhrifa Stóra-Ţjóđarógćfuflokksins gćtti svona sunnarlega á hnettinum !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 1196
  • Frá upphafi: 316795

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 889
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband